Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 28. júní 2022 21:11 Hutchinson segir að teymi Donald Trump hafi vitað af því að möguleiki væri á því að allt færi úrskeiðis þann 6. janúar fjórum dögum fyrr. EPA/Adam Davis Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. Tímasetning skýrslutökunar kom flestum á óvart en rannsóknarnefndin átti ekki að hittast aftur fyrr en 4. júlí næstkomandi. Hins vegar ræddi Hutchinson nýlega við nefndina bak við luktar dyr og var margt nýtt sem fram kom þar. Því var ákveðið að boða til fundar svo hún gæti gefið skýrslu. Í skýrslutökunni, sem enn er í gangi, hefur Hutchinson sagt frá ýmislegu sem gerðist innan veggja Hvíta hússins, fyrir og eftir árásina og á meðan hún var í gangi. Hún segir að möguleikinn á árás þann 6. janúar hafi fyrst verið ræddur þann 2. janúar, fjórum dögum fyrr. Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, á þá að hafa sagt við Hutchinson: „Hlutirnir gætu farið úrskeiðis, verulega úrskeiðis þann 6. janúar.“ Hún hafði þá nýlega rætt við Rudy Guiliani, fyrrverandi lögmann Trump, sem tjáði henni að þeir ætluðu til þinghússins. Cassidyy Hutchinson er hún gaf skýrslu á fundinum í dag.EPA/Mandel Ngan Þá höfðu hugtökin „Oath Keeper“ og „Proud Boys“ verið rædd innan Hvíta hússins nokkrum dögum fyrir árásina. Bæði hugtökin eru nöfn á hreyfingum sem komu að innrásinni í þinghúsið. Þegar árásin var gerð vildi Trump mæta á staðinn en varð blóðillur þegar honum var sagt af öryggisteymi sínu að hann gæti ekki farið þangað. Hutchinson segist hafa heyrt að Trump hafi öskrað á Tony Ornate, starfsmann sinn, að taka sig þangað. „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna,“ á Trump að hafa öskrað áður en hann reyndi að grípa í stýrið á bifreiðinni sem hann sat í aftursætinu í. Hún rifjaði upp að Trump hafi sagt að Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætti skilið að vera hengdur. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Tímasetning skýrslutökunar kom flestum á óvart en rannsóknarnefndin átti ekki að hittast aftur fyrr en 4. júlí næstkomandi. Hins vegar ræddi Hutchinson nýlega við nefndina bak við luktar dyr og var margt nýtt sem fram kom þar. Því var ákveðið að boða til fundar svo hún gæti gefið skýrslu. Í skýrslutökunni, sem enn er í gangi, hefur Hutchinson sagt frá ýmislegu sem gerðist innan veggja Hvíta hússins, fyrir og eftir árásina og á meðan hún var í gangi. Hún segir að möguleikinn á árás þann 6. janúar hafi fyrst verið ræddur þann 2. janúar, fjórum dögum fyrr. Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, á þá að hafa sagt við Hutchinson: „Hlutirnir gætu farið úrskeiðis, verulega úrskeiðis þann 6. janúar.“ Hún hafði þá nýlega rætt við Rudy Guiliani, fyrrverandi lögmann Trump, sem tjáði henni að þeir ætluðu til þinghússins. Cassidyy Hutchinson er hún gaf skýrslu á fundinum í dag.EPA/Mandel Ngan Þá höfðu hugtökin „Oath Keeper“ og „Proud Boys“ verið rædd innan Hvíta hússins nokkrum dögum fyrir árásina. Bæði hugtökin eru nöfn á hreyfingum sem komu að innrásinni í þinghúsið. Þegar árásin var gerð vildi Trump mæta á staðinn en varð blóðillur þegar honum var sagt af öryggisteymi sínu að hann gæti ekki farið þangað. Hutchinson segist hafa heyrt að Trump hafi öskrað á Tony Ornate, starfsmann sinn, að taka sig þangað. „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna,“ á Trump að hafa öskrað áður en hann reyndi að grípa í stýrið á bifreiðinni sem hann sat í aftursætinu í. Hún rifjaði upp að Trump hafi sagt að Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, ætti skilið að vera hengdur.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira