Sex sjúkrabílar biðu í röð fyrir utan Landspítala Árni Sæberg skrifar 27. júní 2022 16:57 Vernharð Guðnason, deildarstjóri á aðgerðasviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir það ekki stofna neinum í hættu þótt sjúkrabílar þurfi að bíða fyrir utan Landspítala með sjúklinga innanborðs. Vísir/Baldur Á dögunum kom upp sú leiðinlega staða að sjúkraflutningamenn gátu ekki skilað af sér sjúklingum þar sem ekki var pláss fyrir þá inni á Landspítala. Því þurftu þeir einfaldlega að bíða í röð fyrir utan. Að sögn Vernharðs Þorleifssonar, deildarstjóra á aðgerðasviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, kemur einstöku sinnum fyrir að smá biðröð myndist fyrir utan spítalann en þó sjaldan jafnlöng og sú sem sjá má í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum. Það sýnir sex sjúkrabíla bíða fyrir utan Landspítalann við Hringbraut, alla með sjúkling aftur í. Vernharð segir að það séu um það bil tvær vikur síðan myndbandið var tekið og álíka staða hafi ekki komið upp síðan þá. Vísir greindi síðast frá því að sjúklingar þyrftu að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum fyrir utan Landspítala í mars síðastliðnum. Þá var það vegna áhrifa faraldurs kórónuveirunnar. Hefur engin áhrif á alvarlega veika eða slasaða Vernharð segir að slökkviliðið og spítalinn sinni ávallt þeim sem eru alvarlega veikir eða slasaðir, án tafar. Þeir sem þurfi að bíða úti í bíl séu aðrir en þeir sem eru fluttir með forgangsflutningi. Af ríflega eitt hundrað sjúkraflutningum á dag séu einungis tuttugu til þrjátíu af þeim forgangsflutningar. Þar af séu svo langflestir forgangsflutningar ekki „akút“ í raun. „Þó við séum með sjúkraflutning þá er það ekkert himinn og jörð að farast. Það er bara þjónusta við heilbrigðiskerfið,“ segir Vernharð. Alltaf nægur mannskapur Þá segir hann að það hafi ekki alvarleg áhrif á starfsemi sjúkraflutninga þótt sex sjúkrabílar og áhafnir þeirra þurfi að bíða fyrir utan spítala í einhvern tíma. Slökkviliðið búi yfir 22 tveimur sjúkrabílum og hafi alltaf aukamannskap til taks. „En ef þetta væri viðvarandi ástand og við værum oft að lenda í þessu, þá hefði þetta áhrif á okkar getu til að sinna öðrum verkefnum,“ segir Vernharð. Að lokum segir hann að slökkviliðinu hafi tekist að manna allar vaktir síðastliðin tvö ár í heimsfaraldri Covid-19 þótt hann hafi haft áhrif á öll fyrirtæki í landinu og slökkviliðið auðvitað fundið fyrir þeim. „Við höfum náð að leysa öll þessi mál undanfarin tvö ár og við ætlum að halda áfram að gera það. Þau eru leyst af því við eigum svo frábært starfsfólk,“ segir Vernharð Guðnason að lokum. Sjúkraflutningar Slökkvilið Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Að sögn Vernharðs Þorleifssonar, deildarstjóra á aðgerðasviði hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, kemur einstöku sinnum fyrir að smá biðröð myndist fyrir utan spítalann en þó sjaldan jafnlöng og sú sem sjá má í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum. Það sýnir sex sjúkrabíla bíða fyrir utan Landspítalann við Hringbraut, alla með sjúkling aftur í. Vernharð segir að það séu um það bil tvær vikur síðan myndbandið var tekið og álíka staða hafi ekki komið upp síðan þá. Vísir greindi síðast frá því að sjúklingar þyrftu að bíða á sjúkrabörum í sjúkrabílum fyrir utan Landspítala í mars síðastliðnum. Þá var það vegna áhrifa faraldurs kórónuveirunnar. Hefur engin áhrif á alvarlega veika eða slasaða Vernharð segir að slökkviliðið og spítalinn sinni ávallt þeim sem eru alvarlega veikir eða slasaðir, án tafar. Þeir sem þurfi að bíða úti í bíl séu aðrir en þeir sem eru fluttir með forgangsflutningi. Af ríflega eitt hundrað sjúkraflutningum á dag séu einungis tuttugu til þrjátíu af þeim forgangsflutningar. Þar af séu svo langflestir forgangsflutningar ekki „akút“ í raun. „Þó við séum með sjúkraflutning þá er það ekkert himinn og jörð að farast. Það er bara þjónusta við heilbrigðiskerfið,“ segir Vernharð. Alltaf nægur mannskapur Þá segir hann að það hafi ekki alvarleg áhrif á starfsemi sjúkraflutninga þótt sex sjúkrabílar og áhafnir þeirra þurfi að bíða fyrir utan spítala í einhvern tíma. Slökkviliðið búi yfir 22 tveimur sjúkrabílum og hafi alltaf aukamannskap til taks. „En ef þetta væri viðvarandi ástand og við værum oft að lenda í þessu, þá hefði þetta áhrif á okkar getu til að sinna öðrum verkefnum,“ segir Vernharð. Að lokum segir hann að slökkviliðinu hafi tekist að manna allar vaktir síðastliðin tvö ár í heimsfaraldri Covid-19 þótt hann hafi haft áhrif á öll fyrirtæki í landinu og slökkviliðið auðvitað fundið fyrir þeim. „Við höfum náð að leysa öll þessi mál undanfarin tvö ár og við ætlum að halda áfram að gera það. Þau eru leyst af því við eigum svo frábært starfsfólk,“ segir Vernharð Guðnason að lokum.
Sjúkraflutningar Slökkvilið Landspítalinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira