Hefur tvisvar troðið upp á staðnum þar sem árásin var framin: „Ég gæti verið dáinn núna“ Árni Sæberg skrifar 25. júní 2022 15:36 Páll Óskar Hjálmtýsson hefur tvisvar troðið upp á London Pub, þar sem tvennt var myrt í nótt. Vísir/Vilhelm Páll Óskar Hjálmtýsson hefur tvisvar troðið upp á skemmtistaðnum í Osló þar sem tvennt var myrt í skotárás í nótt. „Þetta hefði auðveldlega getað verið ég. Ég gæti verið dáinn núna,“ segir hann. Páll Óskar segir í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook að hann skylji vel að skipuleggjendur gleðigöngunnar í Osló hafi ákveðið að fresta henni en hún átti að vera í dag. Verið er að rannsaka hvort árásamaðurinn hafi verið í vitorði með fleirum. Sem stendur virðist fátt benda til þess. „En þar sem það er engu líkara en að hér sé ein brotin sál að verki, þá myndi ég persónulega alls ekki fresta göngunni. Nú er einmitt rík ástæða til að fara í tilfinningaþrungna og kraftmikla göngu. Ég vona að þau fresti um viku, í mesta lagi, og kýli svo á það,“ segir Páll Óskar. Á ævilangri vakt gegn hatri og fáfræði „Það eina sem maður lærir af þessum ógeðslegu fréttum vikunnar, hinsegin fólk drepið í Noregi - og skertur réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkunum - er að þessi barátta milli haturs og kærleika verður ALDREI BÚIN. ALDREI BÚIN. ALDREI,“ segir Páll Óskar. Þá segir hann að baráttan gegn hatri og fáfræði geti verið lýjandi en hann hafi ekkert val, hann þurfi að vara á ævilangri vakt í baráttunni. „Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ - INN MEÐ ÁSTINA“ þar til ég verð 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni árið 2053, þá réttu mér míkrafón,“ segir hann. Mikilvægt að rugla ekki saman brotnum sálum og öllum innflytjendum Maðurinn sem framdi skotárásina í nótt er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Páll Óskar minnir á að mikilvægt sé að rugla ekki saman brotnum sálum, öfgahægra liði, fasistum og „trúarnötturum“ við alla innflytjendur og flóttamenn. „Það er einfaldlega rangt og galið og mun bara kynda undir frekari spennu og átök. Brotið fólk finnst meðal okkar allra. Spurðu þig frekar hvernig þú getur sýnt brotnu fólki kærleika í verki,“ segir hann. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Gleðigangan Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Páll Óskar segir í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook að hann skylji vel að skipuleggjendur gleðigöngunnar í Osló hafi ákveðið að fresta henni en hún átti að vera í dag. Verið er að rannsaka hvort árásamaðurinn hafi verið í vitorði með fleirum. Sem stendur virðist fátt benda til þess. „En þar sem það er engu líkara en að hér sé ein brotin sál að verki, þá myndi ég persónulega alls ekki fresta göngunni. Nú er einmitt rík ástæða til að fara í tilfinningaþrungna og kraftmikla göngu. Ég vona að þau fresti um viku, í mesta lagi, og kýli svo á það,“ segir Páll Óskar. Á ævilangri vakt gegn hatri og fáfræði „Það eina sem maður lærir af þessum ógeðslegu fréttum vikunnar, hinsegin fólk drepið í Noregi - og skertur réttur kvenna til þungunarrofs í Bandaríkunum - er að þessi barátta milli haturs og kærleika verður ALDREI BÚIN. ALDREI BÚIN. ALDREI,“ segir Páll Óskar. Þá segir hann að baráttan gegn hatri og fáfræði geti verið lýjandi en hann hafi ekkert val, hann þurfi að vara á ævilangri vakt í baráttunni. „Ef ég þarf að syngja „ÚT MEÐ HATRIÐ - INN MEÐ ÁSTINA“ þar til ég verð 83 ára gömul drottning í Gleðigöngunni árið 2053, þá réttu mér míkrafón,“ segir hann. Mikilvægt að rugla ekki saman brotnum sálum og öllum innflytjendum Maðurinn sem framdi skotárásina í nótt er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Páll Óskar minnir á að mikilvægt sé að rugla ekki saman brotnum sálum, öfgahægra liði, fasistum og „trúarnötturum“ við alla innflytjendur og flóttamenn. „Það er einfaldlega rangt og galið og mun bara kynda undir frekari spennu og átök. Brotið fólk finnst meðal okkar allra. Spurðu þig frekar hvernig þú getur sýnt brotnu fólki kærleika í verki,“ segir hann.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Gleðigangan Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira