Telja árásina hryðjuverk íslamista Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 13:44 Fólk safnaðist saman til að sýna samstöðu eftir skotárásina fyrir utan bar hinsegin fólks í Osló í nótt. Vísir/EPA Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar. Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður er í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra í Osló í nótt. Hann skaut tvo til bana og særði tíu til viðbótar. Fórnarlömbin tvö eru sögð karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Maðurinn er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Hann hefur áður hlotið refsidóma fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Á blaðamannafundi í dag sagði Roger Berg, yfirmaður PST, að stofnunin hafi vitað af manninum frá árinu 2015. Óttast hafi verið að hann hefði hneigst að öfgahyggju og tengst neti öfgatrúaðra íslamista í Noregi. Fulltrúar PST hafi rætt við manninn í maí en hann hafi ekki verið talinn líklegur til að beita ofbeldi, að því er segir í frétt NRK. Leyniþjónustan rannsakar nú hvort að árásin í nótt hafi átt sér hugmyndafræðilegar rætur og hvort að hún tengist einhverjum samtökum öfgamanna. Berg segir norska blaðinu VG að árásarmaðurinn hafi stutt málstað hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Viðbúnaðar vegna hryðjuverka var færður upp á fimmta og efsta stig vegna árásarinnar. Byrjað var að yfirheyra árásarmanninn nú um miðjan dag. Lögmaður hans segist búast við því að hann verði látinn gangast undir geðrannsókn. Lögreglan í Osló sagði í morgun að ein tilgáta sé að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Áfrýjunardómstóll sem sýknaði manninn af ákæru vegna stunguárásar árið 2000 vísaði til augljósra geðrænna vandamála hans. Gleðigöngu sem átti að fara fram í Osló í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar í nótt, að ráðlegginum lögreglu. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður er í haldi lögreglu vegna skotárásarinnar sem hófst fyrir utan skemmtistað sem er vinsæll á meðal samkynhneigðra í Osló í nótt. Hann skaut tvo til bana og særði tíu til viðbótar. Fórnarlömbin tvö eru sögð karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Maðurinn er sagður norskur ríkisborgari en að hann hafi komið sem flóttamaður til Noregs frá kúrdíska hluta Írans þegar hann var barn að aldri. Hann hefur áður hlotið refsidóma fyrir líkamsárás og fíkniefnabrot. Á blaðamannafundi í dag sagði Roger Berg, yfirmaður PST, að stofnunin hafi vitað af manninum frá árinu 2015. Óttast hafi verið að hann hefði hneigst að öfgahyggju og tengst neti öfgatrúaðra íslamista í Noregi. Fulltrúar PST hafi rætt við manninn í maí en hann hafi ekki verið talinn líklegur til að beita ofbeldi, að því er segir í frétt NRK. Leyniþjónustan rannsakar nú hvort að árásin í nótt hafi átt sér hugmyndafræðilegar rætur og hvort að hún tengist einhverjum samtökum öfgamanna. Berg segir norska blaðinu VG að árásarmaðurinn hafi stutt málstað hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Viðbúnaðar vegna hryðjuverka var færður upp á fimmta og efsta stig vegna árásarinnar. Byrjað var að yfirheyra árásarmanninn nú um miðjan dag. Lögmaður hans segist búast við því að hann verði látinn gangast undir geðrannsókn. Lögreglan í Osló sagði í morgun að ein tilgáta sé að maðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða. Áfrýjunardómstóll sem sýknaði manninn af ákæru vegna stunguárásar árið 2000 vísaði til augljósra geðrænna vandamála hans. Gleðigöngu sem átti að fara fram í Osló í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar í nótt, að ráðlegginum lögreglu.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Tengdar fréttir Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31 Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50 Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. 25. júní 2022 13:31
Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. 25. júní 2022 07:50
Árásarmaðurinn áður komist í kast við lögin Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk með skotárás í miðborg Oslóar í nótt hefur ítrekað komist í kast við lögin. Tilgáta lögreglu er að hann hafi verið knúinn áfram af hatri. 25. júní 2022 10:16