Rússar saka FIFA um mismunun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júní 2022 11:30 Gianni Infantino er forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA. Getty Rússneska knattspyrnusambandið RFS og rússneska úrvalsdeildin í fótbolta hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA er sakað um mismunun eftir að FIFA gaf leikmönnum og þjálfurum leyfi til að segja samningum sínum við rússnesk félög lausum. RFS, rússneska úrvalsdeildin og rússnesk atvinnumannafélög sendu yfirlýsinguna frá sér í gær þar sem samböndin segja FIFA fara þvert á sína eigin stefnu um að halda pólitík fyrir utan íþróttir. Fyrr í vikunni gaf FIFA leikmönnum sem skráðir eru í rússnesk og úkraínsk lið leyfi til að segja samningum sínum lausum fyrir næsta tímabil og ganga til liðs við erlend félög. Þessar reglur verða í gildi þar til 30. júni á næsta ári. „Okkur þykir ákvörðunin stangast á við sáttmála FIFA. Hún er í eðli sínu mismunun og hefur slæm áhrif á einn meðlim í stóru fótboltafjölskyldunni sem á ekki sök á aðstæðum. Ekkert samráð eða viðræður við FIFA hafa farið fram varðandi þetta mál,“ stóð í yfirlýsingu rússnesku sambandanna. „Ákvörðunin grefur undan meginreglum samningsstöðugleika og heiðarlegri samkeppni. Hún lýsir því yfir opinskátt að leikmenn og þjálfarar geti nú virt að vettugi samningsbundnar skyldur sínar.“ Rússnesk knatttspyrnuyfirvöld segja einnig að ákvörðun FIFA muni hafa í för með sér óbætanlegt tjón á rússneska knattspyrnu og að þau muni leita réttar síns til að vernda hagsmuni sína. FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
RFS, rússneska úrvalsdeildin og rússnesk atvinnumannafélög sendu yfirlýsinguna frá sér í gær þar sem samböndin segja FIFA fara þvert á sína eigin stefnu um að halda pólitík fyrir utan íþróttir. Fyrr í vikunni gaf FIFA leikmönnum sem skráðir eru í rússnesk og úkraínsk lið leyfi til að segja samningum sínum lausum fyrir næsta tímabil og ganga til liðs við erlend félög. Þessar reglur verða í gildi þar til 30. júni á næsta ári. „Okkur þykir ákvörðunin stangast á við sáttmála FIFA. Hún er í eðli sínu mismunun og hefur slæm áhrif á einn meðlim í stóru fótboltafjölskyldunni sem á ekki sök á aðstæðum. Ekkert samráð eða viðræður við FIFA hafa farið fram varðandi þetta mál,“ stóð í yfirlýsingu rússnesku sambandanna. „Ákvörðunin grefur undan meginreglum samningsstöðugleika og heiðarlegri samkeppni. Hún lýsir því yfir opinskátt að leikmenn og þjálfarar geti nú virt að vettugi samningsbundnar skyldur sínar.“ Rússnesk knatttspyrnuyfirvöld segja einnig að ákvörðun FIFA muni hafa í för með sér óbætanlegt tjón á rússneska knattspyrnu og að þau muni leita réttar síns til að vernda hagsmuni sína.
FIFA Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira