Eftir smá hikst hefur allt gengið upp síðan Brynjar Björn fór til Svíþjóðar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 17:01 Það er gott að búa í Kópavogi. Vísir/Hulda Margrét Það fór um stuðningsfólk HK þegar Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu, hélt til Örgryte í Svíþjóð skömmu eftir að Íslandsmótið var farið af stað. Þær áhyggjur reyndust algjör óþarfi ef marka má síðustu leiki liðsins. Þegar HK féll úr efstu deild karla síðasta haust var talið að mörg Bestu deildarlið myndu kroppa í leikmenn liðsins. Þó það hafi verið reynt og leikmenn á borð við Birni Snæ Ingason, Stefan Alexander Ljubičić, Martin Rauschenberg, Ásgeir Börk Ásgeirsson og Guðmund Þór Júlíusson hafi allir horfið á braut þá er leikmannahópur liðsins samt ógnarsterkur. Arnar Freyr Ólafsson er enn í markinu, bakverðirnir Birkir Valur og Ívar Örn Jónssynir eru á sínum stað, fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson er í miðverðinum. Atli Arnarson, Arnþór Ari Atlason, Ásgeir Marteinsson og Örvar Eggertsson voru allir áfram að ógleymdum Valgeiri Valgeirssyni sem var vægast sagt eftirsóttur í vetur. Þá kom Stefán Inga Sigurðarson á láni frá Breiðabliki en sá hefur heldur betur staðið sig í stykkinu. Erlendir leikmenn hafa svo styrkt hópinn enn frekar og var HK með allt til alls til að fara aftur upp í Bestu deildina. Það er þangað til Brynjar Björn fékk tilboð frá Örgryte í Svíþjóð þegar aðeins voru tveir leikir búnir í Lengjudeildinni. Brynjar Björn hafði stýrt liðinu í meira en fjögur ár og var alls óvíst hvað myndi taka við. Ekki fylltist fólk bjartsýni eftir tap HK gegn Gróttu fjórum dögum eftir að tilkynnt var um brotthvarf þjálfarans. Síðan þá hefur hins vegar allt leikið í lyndi. Tapinu gegn Gróttu var svarað með sigri á Gróttu í bikarnum, fjórir sigrar hafa svo unnist í röð í Lengjudeildinni. Er HK komið á topp hennar þrátt fyrir að hafa leikið leik minna en Fylkir sem situr í 2. sætinu. Hinn 35 ára gamli Ómar Ingi Guðmundsson, yfirþjálfari yngri flokka félagsins, tók við liðinu eftir að Brynjar Björn fór til Svíþjóðar. Hann ræddi við Fótbolti.net eftir 3-1 sigur á Kórdrengjum á fimmtudag. Ómar Ingi, þjálfari HK.HK „Ég held bara áfram. Það verður bara skoðað ef einhver losnar. Ég er búinn að segja við HK að ég er alveg til í að fá inn annan mann með mér ef það finnst einhver laus. En við erum ekkert að stressa okkur á þessu,“ sagði þjálfarinn ungi eftir leik um sig og þjálfarateymi sitt. Ásamt Ómari Inga voru þeir Sandor Matus, Birkir Örn Arnarsson og Kári Jónasson titlaðir aðstoðarþjálfarar. Hann væri til í að vera áfram aðstoðarþjálfari og safna þannig reynslu áður en hann tekur við starfi til lengri tíma. Ómar Ingi segir þó gríðarlegan heiður vera fólginn í því að stýra uppeldisfélagi sínu. „Ég er bara ótrúlega stoltur og ánægður. Ég ætla bara að halda áfram að leggja mitt að mörkum svo félagið getur farið á þann stað sem það vill vera á.“ Ef marka má gengi HK að undanförnu er sá staður Besta deild karla en liðið er á fleygiferð þessa dagana. Dalvík/Reynir heimsækir Kórinn í Mjólkurbikarnum á sunnudag en svo fer HK í heimsókn til Fjölnis í Grafarvoginn. Með sigri þar nær HK fjögurra stiga forystu á Fylki sem situr í 2. sæti Lengjudeildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn HK Lengjudeild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Þegar HK féll úr efstu deild karla síðasta haust var talið að mörg Bestu deildarlið myndu kroppa í leikmenn liðsins. Þó það hafi verið reynt og leikmenn á borð við Birni Snæ Ingason, Stefan Alexander Ljubičić, Martin Rauschenberg, Ásgeir Börk Ásgeirsson og Guðmund Þór Júlíusson hafi allir horfið á braut þá er leikmannahópur liðsins samt ógnarsterkur. Arnar Freyr Ólafsson er enn í markinu, bakverðirnir Birkir Valur og Ívar Örn Jónssynir eru á sínum stað, fyrirliðinn Leifur Andri Leifsson er í miðverðinum. Atli Arnarson, Arnþór Ari Atlason, Ásgeir Marteinsson og Örvar Eggertsson voru allir áfram að ógleymdum Valgeiri Valgeirssyni sem var vægast sagt eftirsóttur í vetur. Þá kom Stefán Inga Sigurðarson á láni frá Breiðabliki en sá hefur heldur betur staðið sig í stykkinu. Erlendir leikmenn hafa svo styrkt hópinn enn frekar og var HK með allt til alls til að fara aftur upp í Bestu deildina. Það er þangað til Brynjar Björn fékk tilboð frá Örgryte í Svíþjóð þegar aðeins voru tveir leikir búnir í Lengjudeildinni. Brynjar Björn hafði stýrt liðinu í meira en fjögur ár og var alls óvíst hvað myndi taka við. Ekki fylltist fólk bjartsýni eftir tap HK gegn Gróttu fjórum dögum eftir að tilkynnt var um brotthvarf þjálfarans. Síðan þá hefur hins vegar allt leikið í lyndi. Tapinu gegn Gróttu var svarað með sigri á Gróttu í bikarnum, fjórir sigrar hafa svo unnist í röð í Lengjudeildinni. Er HK komið á topp hennar þrátt fyrir að hafa leikið leik minna en Fylkir sem situr í 2. sætinu. Hinn 35 ára gamli Ómar Ingi Guðmundsson, yfirþjálfari yngri flokka félagsins, tók við liðinu eftir að Brynjar Björn fór til Svíþjóðar. Hann ræddi við Fótbolti.net eftir 3-1 sigur á Kórdrengjum á fimmtudag. Ómar Ingi, þjálfari HK.HK „Ég held bara áfram. Það verður bara skoðað ef einhver losnar. Ég er búinn að segja við HK að ég er alveg til í að fá inn annan mann með mér ef það finnst einhver laus. En við erum ekkert að stressa okkur á þessu,“ sagði þjálfarinn ungi eftir leik um sig og þjálfarateymi sitt. Ásamt Ómari Inga voru þeir Sandor Matus, Birkir Örn Arnarsson og Kári Jónasson titlaðir aðstoðarþjálfarar. Hann væri til í að vera áfram aðstoðarþjálfari og safna þannig reynslu áður en hann tekur við starfi til lengri tíma. Ómar Ingi segir þó gríðarlegan heiður vera fólginn í því að stýra uppeldisfélagi sínu. „Ég er bara ótrúlega stoltur og ánægður. Ég ætla bara að halda áfram að leggja mitt að mörkum svo félagið getur farið á þann stað sem það vill vera á.“ Ef marka má gengi HK að undanförnu er sá staður Besta deild karla en liðið er á fleygiferð þessa dagana. Dalvík/Reynir heimsækir Kórinn í Mjólkurbikarnum á sunnudag en svo fer HK í heimsókn til Fjölnis í Grafarvoginn. Með sigri þar nær HK fjögurra stiga forystu á Fylki sem situr í 2. sæti Lengjudeildarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn HK Lengjudeild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fleiri fréttir Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn