Gaf mikið að sjá íslensku skrúðgönguna og ein úr henni komst í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 14:01 Þúsundir Íslendinga ferðuðust til Hollands og sáu íslenska landsliðið á EM 2017. Víkingaklappið var að sjálfsögðu tekið í stúkunni. Getty/Maja Hitij Harpa Þorsteinsdóttir segir aðra stemningu í kringum íslenska landsliðið í fótbolta fyrir EM kvenna í Englandi í næsta mánuði heldur en var fyrir síðasta stórmót, EM í Hollandi 2017. Þetta sagði Harpa í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Harpa var aðalframherji íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2017 en rétt náði lokamótinu eftir að hafa eignast barn fimm mánuðum fyrir mótið. Hún sagðist klárlega hafa fundið fyrir þeim mikla stuðningi og áhuga sem var á íslenska liðinu á EM 2017 en þúsundir Íslendinga fylgdu liðinu á mótið. Ísland tapaði hins vegar öllum þremur leikjum sínum og skoraði aðeins eitt mark. „Upplifunin er auðvitað allt önnur þegar maður er í ákveðnu „zone-i“ sem leikmaður, en mér finnst það samt vera þannig að það er önnur stemning í kringum liðið núna. Þó það hafi verið frábær stuðningur þá vissi maður að prógrammið væri erfiðara og svona,“ sagði Harpa. Veifaði rútunni og er núna í landsliðinu „En þetta er samt geggjað og þetta var ótrúlega vel heppnað mót 2017, umgjörðin alveg geggjuð, og allt upp á tíu. Ég man þegar við sátum í rútunni og keyrðum framhjá skrúðgöngu sem var á leið á völlinn. Bara allir íslensku stuðningsmennirnir og maður var eitthvað að veifa. Þetta gaf manni rosalega mikið,“ sagði Harpa en þær Sonný Lára Þráinsdóttir, sem einnig var sérfræðingur í þættinum í gær, voru báðar í rútunni. „Svo er svolítið fyndið að Áslaug Munda var í viðtali um daginn að tala um þegar rútan keyrði framhjá og hún vinkaði ykkur á torginu. Svo er hún bara mætt nokkrum árum síðar. Þetta er svo geggjað,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við. Áslaug Munda er í 23 manna EM-hópi Íslands sem heldur af landi brott eftir opna æfingu með stuðningsmönnum á laugardaginn klukkan 11 á Laugardalsvelli. Klippa: Bestu mörkin - Reynsla af stórmóti EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Þetta sagði Harpa í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Harpa var aðalframherji íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2017 en rétt náði lokamótinu eftir að hafa eignast barn fimm mánuðum fyrir mótið. Hún sagðist klárlega hafa fundið fyrir þeim mikla stuðningi og áhuga sem var á íslenska liðinu á EM 2017 en þúsundir Íslendinga fylgdu liðinu á mótið. Ísland tapaði hins vegar öllum þremur leikjum sínum og skoraði aðeins eitt mark. „Upplifunin er auðvitað allt önnur þegar maður er í ákveðnu „zone-i“ sem leikmaður, en mér finnst það samt vera þannig að það er önnur stemning í kringum liðið núna. Þó það hafi verið frábær stuðningur þá vissi maður að prógrammið væri erfiðara og svona,“ sagði Harpa. Veifaði rútunni og er núna í landsliðinu „En þetta er samt geggjað og þetta var ótrúlega vel heppnað mót 2017, umgjörðin alveg geggjuð, og allt upp á tíu. Ég man þegar við sátum í rútunni og keyrðum framhjá skrúðgöngu sem var á leið á völlinn. Bara allir íslensku stuðningsmennirnir og maður var eitthvað að veifa. Þetta gaf manni rosalega mikið,“ sagði Harpa en þær Sonný Lára Þráinsdóttir, sem einnig var sérfræðingur í þættinum í gær, voru báðar í rútunni. „Svo er svolítið fyndið að Áslaug Munda var í viðtali um daginn að tala um þegar rútan keyrði framhjá og hún vinkaði ykkur á torginu. Svo er hún bara mætt nokkrum árum síðar. Þetta er svo geggjað,“ bætti Mist Rúnarsdóttir við. Áslaug Munda er í 23 manna EM-hópi Íslands sem heldur af landi brott eftir opna æfingu með stuðningsmönnum á laugardaginn klukkan 11 á Laugardalsvelli. Klippa: Bestu mörkin - Reynsla af stórmóti
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira