Á meðan hjónabandi Murdoch og Hall stóð seldi Murdoch framleiðslufyrirtækið 21st Century Fox til Walt Disney samsteypunnar fyrir 71,3 milljarða Bandaríkjadala. Ekki er búist við því að skilnaðurinn hafi áhrif á eignarhald Murdoch í hinum ýmsu fyrirtækjum en þetta kemur fram í umfjöllun Variety um málið.
Nokkur aldursmunur er á milli hjónakornanna en Murdoch er 91 árs á meðan Hall er 65 ára.