Sundsamband Íslands kaus með tillögu um að takmarka þátttöku transkvenna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 16:01 Mynd tengist frétt ekki beint. Sundsamband Íslands Sundsamband Íslands kaus með tillögunni sem takmarkar þátttökurétt transkvenna á mótum á vegum FINA, Alþjóðasundsambandsins. Þetta staðfesti Björn Sigurðsson, formaður Sundsambands Íslands. Á mánudag bárust þær fregnir að FINA hefði haldið málþing í Búdapest þar sem HM í 50 metra laug fer fram. Eftir málþingið var kosið um skerta þátttöku transkvenna á mótum sambandsins. Nú er staðan sú að transkona má ekki hafa hafið kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað. Formaður Sundsambands Íslands staðfesti í viðtali við Fréttablaðið að SSÍ hefði kosið með ákvörðuninni. „Við vorum með fulltrúa á okkur vegum á þinginu sem kaus með þessari tillögu líkt og aðrar þjóðir Skandinavíu,“ sagði Björn og hélt áfram. „Það er ekki verið að banna transkonum að taka þátt heldur að banna þeim að taka þátt í kvennagreinum afreksstigi á grundvelli þess að það sé ósanngjarnt fyrir konur að keppa gegn einstaklingum sem hafa farið í gegnum kynþroskaskeiðið í öðru kyni.“ Sjá einnig: Konur sem keppa á jafningjagrundvelli Alls tóku 152 sambönd þátt í kosningunni og hlaut tillagan samþykki hjá 71 prósent þeirra sem voru viðstaddir. Samkvæmt rannsókn FINA hafa þeir einstaklingar sem hafa hafið eða klárað kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting fer fram töluvert forskot yfir aðra keppendur í kvennagreinum. „Grundvöllurinn fyrir þessari kosningu var stofnun vinnuhóps sem er mun skoða alla vinkla ákvörðunarinnar. Vinnan heldur því áfram við nánari útlistun þessarar ákvörðunar,“ sagði Björn að endingu í viðtali sínu við Fréttablaðið. Sund Málefni trans fólks Tengdar fréttir Gætu fylgt í fótspor FINA og bannað transkonur frá keppni í kvennaflokki Sebastian Coe, forseti alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur gefið í skyn að sambandið gæti fylgt í fótspor alþjóðasundsambandsins FINA og bannað transkonum að taka þátt í kvennaflokki. 21. júní 2022 15:01 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Á mánudag bárust þær fregnir að FINA hefði haldið málþing í Búdapest þar sem HM í 50 metra laug fer fram. Eftir málþingið var kosið um skerta þátttöku transkvenna á mótum sambandsins. Nú er staðan sú að transkona má ekki hafa hafið kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað. Formaður Sundsambands Íslands staðfesti í viðtali við Fréttablaðið að SSÍ hefði kosið með ákvörðuninni. „Við vorum með fulltrúa á okkur vegum á þinginu sem kaus með þessari tillögu líkt og aðrar þjóðir Skandinavíu,“ sagði Björn og hélt áfram. „Það er ekki verið að banna transkonum að taka þátt heldur að banna þeim að taka þátt í kvennagreinum afreksstigi á grundvelli þess að það sé ósanngjarnt fyrir konur að keppa gegn einstaklingum sem hafa farið í gegnum kynþroskaskeiðið í öðru kyni.“ Sjá einnig: Konur sem keppa á jafningjagrundvelli Alls tóku 152 sambönd þátt í kosningunni og hlaut tillagan samþykki hjá 71 prósent þeirra sem voru viðstaddir. Samkvæmt rannsókn FINA hafa þeir einstaklingar sem hafa hafið eða klárað kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting fer fram töluvert forskot yfir aðra keppendur í kvennagreinum. „Grundvöllurinn fyrir þessari kosningu var stofnun vinnuhóps sem er mun skoða alla vinkla ákvörðunarinnar. Vinnan heldur því áfram við nánari útlistun þessarar ákvörðunar,“ sagði Björn að endingu í viðtali sínu við Fréttablaðið.
Sund Málefni trans fólks Tengdar fréttir Gætu fylgt í fótspor FINA og bannað transkonur frá keppni í kvennaflokki Sebastian Coe, forseti alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur gefið í skyn að sambandið gæti fylgt í fótspor alþjóðasundsambandsins FINA og bannað transkonum að taka þátt í kvennaflokki. 21. júní 2022 15:01 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Gætu fylgt í fótspor FINA og bannað transkonur frá keppni í kvennaflokki Sebastian Coe, forseti alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur gefið í skyn að sambandið gæti fylgt í fótspor alþjóðasundsambandsins FINA og bannað transkonum að taka þátt í kvennaflokki. 21. júní 2022 15:01