Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2022 21:30 Hvalbátarnir í Reykjavíkurhöfn í dag. Hvalabyssurnar eru komnar á sinn stað. Egill Aðalsteinsson Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá umstangi í hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn í dag en það var haustið 2018 sem þeir veiddu síðast stórhveli við strendur Íslands. En nú er komið að því að leysa landfestar þeirra á ný. Hvalabyssurnar eru komnar á stefni bátanna, tilbúnar í verkefnið, en þær voru prófaðar úti á sjó í síðustu viku. Spjallað við skipverja á dekkinu á Hval 8 í dag.Egill Aðalsteinsson Þegar við brugðum okkur um borð í hádeginu var þar ys og þys, okkur var sagt að allir skipverjar væru mættir en þrettán manns eru í áhöfn hvors skips. Einnig var þar starfsfólk ýmissa þjónustaaðila að dytta að ýmsu. Á þilfarinu á Hval 8 hittum við hásetann Guðmund Þorlák Guðmundsson, sem segist eiga nokkrar hvalvertíðar að baki. -Er tilhlökkun í ykkur? „Það er alltaf þegar það er vertíð framundan.“ Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, háseti á Hval 8.Egill Aðalsteinsson -Hvað eruð þið að gera núna? „Við erum náttúrlega bara að gera klárt.“ -En er kominn endanlegur tími á hvenær þið farið? „Við reiknum með að það sé á morgun,“ svarar Guðmundur Þorlákur. Björn Sigmundsson vélstjóri er að fara á sína fyrstu hvalvertíð en hann segist hafa verið sjómaður allt sitt líf. -Hvernig stendur á því að menn gerast hvalveiðisjómenn, eigum við að segja, á gamals aldri? „Þetta er svo spennandi. Þetta er svo sérstakt að fara að keyra gufuvélar. Það er málið. Stóra málið,“ svarar Björn, sem er 2. vélstjóri á Hval 8. Björn Sigmundsson er 2. vélstjóri á Hval 8.Egill Aðalsteinsson Skipverjar virtust þó ekki hafa staðfestar upplýsingar um hvort haldið yrði til hafs á morgun. Forstjóri Hvals svaraði heldur ekki fyrirspurn fréttastofu í dag um upphaf hvalvertíðar en hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á allt að 193 langreyðum í ár. -Hvenær býstu við að fyrsti hvalur verði skutlaður? „Ég veit það ekki, nei.“ -En þið búist við að halda út á morgun? „Já,“ svarar Björn vélstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvalveiðar Sjávarútvegur Reykjavík Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02 Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá umstangi í hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn í dag en það var haustið 2018 sem þeir veiddu síðast stórhveli við strendur Íslands. En nú er komið að því að leysa landfestar þeirra á ný. Hvalabyssurnar eru komnar á stefni bátanna, tilbúnar í verkefnið, en þær voru prófaðar úti á sjó í síðustu viku. Spjallað við skipverja á dekkinu á Hval 8 í dag.Egill Aðalsteinsson Þegar við brugðum okkur um borð í hádeginu var þar ys og þys, okkur var sagt að allir skipverjar væru mættir en þrettán manns eru í áhöfn hvors skips. Einnig var þar starfsfólk ýmissa þjónustaaðila að dytta að ýmsu. Á þilfarinu á Hval 8 hittum við hásetann Guðmund Þorlák Guðmundsson, sem segist eiga nokkrar hvalvertíðar að baki. -Er tilhlökkun í ykkur? „Það er alltaf þegar það er vertíð framundan.“ Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, háseti á Hval 8.Egill Aðalsteinsson -Hvað eruð þið að gera núna? „Við erum náttúrlega bara að gera klárt.“ -En er kominn endanlegur tími á hvenær þið farið? „Við reiknum með að það sé á morgun,“ svarar Guðmundur Þorlákur. Björn Sigmundsson vélstjóri er að fara á sína fyrstu hvalvertíð en hann segist hafa verið sjómaður allt sitt líf. -Hvernig stendur á því að menn gerast hvalveiðisjómenn, eigum við að segja, á gamals aldri? „Þetta er svo spennandi. Þetta er svo sérstakt að fara að keyra gufuvélar. Það er málið. Stóra málið,“ svarar Björn, sem er 2. vélstjóri á Hval 8. Björn Sigmundsson er 2. vélstjóri á Hval 8.Egill Aðalsteinsson Skipverjar virtust þó ekki hafa staðfestar upplýsingar um hvort haldið yrði til hafs á morgun. Forstjóri Hvals svaraði heldur ekki fyrirspurn fréttastofu í dag um upphaf hvalvertíðar en hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á allt að 193 langreyðum í ár. -Hvenær býstu við að fyrsti hvalur verði skutlaður? „Ég veit það ekki, nei.“ -En þið búist við að halda út á morgun? „Já,“ svarar Björn vélstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hvalveiðar Sjávarútvegur Reykjavík Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02 Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Sjá meira
Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53
Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02
Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51