Hvalveiðimenn gera klárt til að hefja hvalvertíð á morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2022 21:30 Hvalbátarnir í Reykjavíkurhöfn í dag. Hvalabyssurnar eru komnar á sinn stað. Egill Aðalsteinsson Stefnt er að því að hvalveiðiskip Hvals hf. hefji hvalvertíð á morgun, þá fyrstu í fjögur ár. Áhafnir hvalbátanna Hvals 8 og Hvals 9 voru í óðaönn í dag að undirbúa brottför. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá umstangi í hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn í dag en það var haustið 2018 sem þeir veiddu síðast stórhveli við strendur Íslands. En nú er komið að því að leysa landfestar þeirra á ný. Hvalabyssurnar eru komnar á stefni bátanna, tilbúnar í verkefnið, en þær voru prófaðar úti á sjó í síðustu viku. Spjallað við skipverja á dekkinu á Hval 8 í dag.Egill Aðalsteinsson Þegar við brugðum okkur um borð í hádeginu var þar ys og þys, okkur var sagt að allir skipverjar væru mættir en þrettán manns eru í áhöfn hvors skips. Einnig var þar starfsfólk ýmissa þjónustaaðila að dytta að ýmsu. Á þilfarinu á Hval 8 hittum við hásetann Guðmund Þorlák Guðmundsson, sem segist eiga nokkrar hvalvertíðar að baki. -Er tilhlökkun í ykkur? „Það er alltaf þegar það er vertíð framundan.“ Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, háseti á Hval 8.Egill Aðalsteinsson -Hvað eruð þið að gera núna? „Við erum náttúrlega bara að gera klárt.“ -En er kominn endanlegur tími á hvenær þið farið? „Við reiknum með að það sé á morgun,“ svarar Guðmundur Þorlákur. Björn Sigmundsson vélstjóri er að fara á sína fyrstu hvalvertíð en hann segist hafa verið sjómaður allt sitt líf. -Hvernig stendur á því að menn gerast hvalveiðisjómenn, eigum við að segja, á gamals aldri? „Þetta er svo spennandi. Þetta er svo sérstakt að fara að keyra gufuvélar. Það er málið. Stóra málið,“ svarar Björn, sem er 2. vélstjóri á Hval 8. Björn Sigmundsson er 2. vélstjóri á Hval 8.Egill Aðalsteinsson Skipverjar virtust þó ekki hafa staðfestar upplýsingar um hvort haldið yrði til hafs á morgun. Forstjóri Hvals svaraði heldur ekki fyrirspurn fréttastofu í dag um upphaf hvalvertíðar en hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á allt að 193 langreyðum í ár. -Hvenær býstu við að fyrsti hvalur verði skutlaður? „Ég veit það ekki, nei.“ -En þið búist við að halda út á morgun? „Já,“ svarar Björn vélstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hvalveiðar Sjávarútvegur Reykjavík Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02 Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá umstangi í hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn í dag en það var haustið 2018 sem þeir veiddu síðast stórhveli við strendur Íslands. En nú er komið að því að leysa landfestar þeirra á ný. Hvalabyssurnar eru komnar á stefni bátanna, tilbúnar í verkefnið, en þær voru prófaðar úti á sjó í síðustu viku. Spjallað við skipverja á dekkinu á Hval 8 í dag.Egill Aðalsteinsson Þegar við brugðum okkur um borð í hádeginu var þar ys og þys, okkur var sagt að allir skipverjar væru mættir en þrettán manns eru í áhöfn hvors skips. Einnig var þar starfsfólk ýmissa þjónustaaðila að dytta að ýmsu. Á þilfarinu á Hval 8 hittum við hásetann Guðmund Þorlák Guðmundsson, sem segist eiga nokkrar hvalvertíðar að baki. -Er tilhlökkun í ykkur? „Það er alltaf þegar það er vertíð framundan.“ Guðmundur Þorlákur Guðmundsson, háseti á Hval 8.Egill Aðalsteinsson -Hvað eruð þið að gera núna? „Við erum náttúrlega bara að gera klárt.“ -En er kominn endanlegur tími á hvenær þið farið? „Við reiknum með að það sé á morgun,“ svarar Guðmundur Þorlákur. Björn Sigmundsson vélstjóri er að fara á sína fyrstu hvalvertíð en hann segist hafa verið sjómaður allt sitt líf. -Hvernig stendur á því að menn gerast hvalveiðisjómenn, eigum við að segja, á gamals aldri? „Þetta er svo spennandi. Þetta er svo sérstakt að fara að keyra gufuvélar. Það er málið. Stóra málið,“ svarar Björn, sem er 2. vélstjóri á Hval 8. Björn Sigmundsson er 2. vélstjóri á Hval 8.Egill Aðalsteinsson Skipverjar virtust þó ekki hafa staðfestar upplýsingar um hvort haldið yrði til hafs á morgun. Forstjóri Hvals svaraði heldur ekki fyrirspurn fréttastofu í dag um upphaf hvalvertíðar en hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á allt að 193 langreyðum í ár. -Hvenær býstu við að fyrsti hvalur verði skutlaður? „Ég veit það ekki, nei.“ -En þið búist við að halda út á morgun? „Já,“ svarar Björn vélstjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hvalveiðar Sjávarútvegur Reykjavík Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53 Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02 Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Fólk sniðgangi ferðalög til Íslands vegna hvalveiða Könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands leiðir í ljós að meirihluti landsmanna, eða um 65 prósent, telja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir kominn tími til að stjórnvöld taki mark á þeim áhrifum sem hvalveiðar hafi á ferðaþjónustuna í landinu. 16. júní 2022 11:53
Umsjónarmaður hvalbáta segir starfsmenn Hvals ekkert eldast Tilhlökkun er í starfsmönnum Hvals hf. að hefja hvalveiðar á ný eftir fjögurra ára hlé. Í dag var hvalbátnum Hval 9 rennt úr slipp eftir klössun og Hvalur 8 dreginn upp í staðinn. 26. apríl 2022 22:02
Hvalveiðikvótinn heimilar veiðar á 193 langreyðum Fátt virðist geta komið í veg fyrir að stórhvalaveiðar hefjist að nýju við Ísland í sumar eftir fjögurra ára hlé. Heimilt er að veiða hátt í tvöhundruð langreyðar í ár og Hvalur hf. er auk þess með fullgilt vinnsluleyfi í hvalstöðinni í Hvalfirði. 23. mars 2022 20:51