Nýr sóttvarnarlæknir vonast eftir meiri ró í embætti Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. júní 2022 19:49 Guðrún Aspelund er nýr sóttvarnarlæknir. Vísir/Sigurjón Ólason Guðrún Aspelund, nýr sóttvarnarlæknir mætti í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún er sérhæfð í almennum barnaskurðlækningum og vann á sóttvarnasviði áður en hún sótti um embætti sóttvarnarlæknis. Hún vonast eftir meiri ró í starfi en Þórólfur. Guðrún segist ekki hafa ákveðið fyrir fram að vilja taka við embætti sóttvarnarlæknis „það var ekki stefna mín frá byrjun þar að taka við af Þórólfi og ég var ekkert að hugsa um það enda var hann alveg fílefldur og hefur staðið sig auðvitað gríðarlega vel en þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta núna þá hugsaði ég bara málið vel og vandlega og ákvað síðan að slá til.“ Guðrún og Þórólfur bæði með bakgrunn í barnalækningum Guðrún og Þórólfur eiga það sameiginlegt að stíga úr barnalækningum yfir í störf hjá sóttvarnarlækni. Hún vonast eftir því að það verði aðeins rólegra að gera hjá henni en Þórólfi en segir „maður má alveg búast við einhverjum uppákomum og við verðum að vera tilbúin í það.“ Aðspurð hver helstu verkefni sóttvarnarlæknis séu segir Guðrún sóttvarnarlækni hafa yfirumsjón með sóttvarnasviði. Mest áberandi sé vöktun og skimun fyrir smitsjúkdómum ásamt annarri heilsuvá eins og ógn við heilsu fólks vegna geislavirkni og eiturefna. Embættið sinni áhættumati fyrir ýmsum sjúkdómum og áætlanagerð, hvernig skuli bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Einnig segir Guðrún samskipti við alþjóðastofnanir hafa aukist. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Guðrún segist ekki hafa ákveðið fyrir fram að vilja taka við embætti sóttvarnarlæknis „það var ekki stefna mín frá byrjun þar að taka við af Þórólfi og ég var ekkert að hugsa um það enda var hann alveg fílefldur og hefur staðið sig auðvitað gríðarlega vel en þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta núna þá hugsaði ég bara málið vel og vandlega og ákvað síðan að slá til.“ Guðrún og Þórólfur bæði með bakgrunn í barnalækningum Guðrún og Þórólfur eiga það sameiginlegt að stíga úr barnalækningum yfir í störf hjá sóttvarnarlækni. Hún vonast eftir því að það verði aðeins rólegra að gera hjá henni en Þórólfi en segir „maður má alveg búast við einhverjum uppákomum og við verðum að vera tilbúin í það.“ Aðspurð hver helstu verkefni sóttvarnarlæknis séu segir Guðrún sóttvarnarlækni hafa yfirumsjón með sóttvarnasviði. Mest áberandi sé vöktun og skimun fyrir smitsjúkdómum ásamt annarri heilsuvá eins og ógn við heilsu fólks vegna geislavirkni og eiturefna. Embættið sinni áhættumati fyrir ýmsum sjúkdómum og áætlanagerð, hvernig skuli bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Einnig segir Guðrún samskipti við alþjóðastofnanir hafa aukist. Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira