Linda tilkynnti um fyrirhuguð plön á Instagram miðli sínum. Sjálf er hún þekkt fyrir fallega matreiðslu og skreytingar svo brúðkaupið mun eflaust skarta þeim hæfileikum og líklega munu fylgjendur hennar fá að fylgjast vel með undirbúningnum og jafnvel fá innblástur.
Samkvæmt miðli Lindu hafa þau verið að plana brúðkaupið síðan hann bað hennar í Suður-Frakklandi og hafa nú fundið stórt hús í sveitinni í Tuscany á Ítalíu. Þar ætla þau að fagna ástinni með nánustu fjölskyldu.