Hefðu átt að stoppa byssumanninn eftir þrjár mínútur Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 15:42 Börnin sem voru myrt í Uvalde voru á aldrinum níu til ellefu ára. Tveir kennarar á fimmtugsaldri féllu einnig í árásinni. AP/Eric Gay Yfirmaður almannavarna í Texas segir að lögreglumenn sem brugðust við skotárásinni í Robb-grunnskólanum í Uvalde í síðasta mánuði hefðu átt að geta stöðvað byssumanninn þremur mínútum eftir að hann réðst inn í skólann. Viðbrögð lögreglu hafi verið „ömurlegt klúður“. Lögreglan í Uvalde hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við skotárásinni sem kostaði nítján börn og tvo kennara lífið 24. maí. Heil klukkustund leið frá því að lögreglumenn komu á vettvang þangað til þeir réðust inn í skólastofu og skutu byssumanninn til bana. Á meðan reyndu börnin inni í stofunni í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og biðja um hjálp. Steve McCraw, yfirmaður almannavarna Texas, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildar ríkisþings Texas, um árásina og viðbrögð lögreglu við henni í dag. Þar sagði hann viðbrögðin hafa verið hörmulegt klúður. Þremur mínútum eftir að byssumaðurinn kom inn í skólann hafi nógu margir lögreglumenn verið komnir á staðinn til þess að stöðva hann. Þess í stað biðu vopnaðir lögregluþjónarnir úti á gangi í um klukkustund. Það var á endanum sérsveit landamæravarða sem réðst inn og skaut morðingjann. McCraw sagði ennfremur að Pete Arredondo, lögreglustjóri Uvalde-skólaumdæmisins og yfirmaður aðgerða á vettvangi, hefði kosið að setja líf lögreglumanna sinna ofar lífum barnanna í skólanum. Alríkis- og ríkisyfirvöld í Texas rannsaka nú viðbrögð lögreglunnar við skotárásinni. Voru ekki í talstöðvarsambandi Fjölmiðlar í Texas komust yfir upptökur af árásinni og birtu fréttir sem byggðust á henni og fleiri gögnum í gær. Samkvæmt upplýsingum þeirra kom byssumaðurinn inn í skólann klukkan 11:33 að staðartíma. Ellefu lögreglumenn voru komnir á staðinn innan þriggja mínútna. Lögreglumaður með skotheldan skjöld mætti þangað klukkan 11:52. Arredondo hafði áður sagt fjölmiðlum að byssumaðurinn hefði haldið uppi stanslausri skothríð á lögreglumenn sem hafi aðeins verið vopnaðir skammbyssum. Lögreglustjórinn virðist hafa gert tilraun til þess að ræða við byssumanninn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það var ekki fyrr en klukkan 12:50 sem lögreglumenn brutust inn í skólastofuna þar sem morðinginn hafði hreiðrað um sig. Komið hefur fram að Arredondo hafi ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínu á meðan á umsátrinu stóð. Hann hafi því staðið í þeirri trú að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Sjálfur hefur hann sagt að hann hafi ekki litið á sig sem yfirmann á vettvangi og að hann hafi búist við því að einhver annar stýrði aðgerðunum. McCraw staðfestir á nefndarfundinum í ríkisþingi Texas í dag að Arredondo hefði ekki verið með talstöð sína á sér. Þar að auki hafi talstöðvar lögreglumanna ekki virkað inni í skólanum. Aðeins talstöðvar landamæravarðanna hafi virkað þar. Þá sagði McCraw að ekki hafi verið hægt að læsa hurðinni á skólastofunni þar sem morðinginn var innilokaður með börnunum. Það stangast á við fullyrðingar um að landamæraverðir hafi þurft að fá lykil hjá húsverði til að komast loks inn í skólastofuna. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Lögreglan í Uvalde hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við skotárásinni sem kostaði nítján börn og tvo kennara lífið 24. maí. Heil klukkustund leið frá því að lögreglumenn komu á vettvang þangað til þeir réðust inn í skólastofu og skutu byssumanninn til bana. Á meðan reyndu börnin inni í stofunni í örvæntingu að hringja í neyðarlínu og biðja um hjálp. Steve McCraw, yfirmaður almannavarna Texas, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildar ríkisþings Texas, um árásina og viðbrögð lögreglu við henni í dag. Þar sagði hann viðbrögðin hafa verið hörmulegt klúður. Þremur mínútum eftir að byssumaðurinn kom inn í skólann hafi nógu margir lögreglumenn verið komnir á staðinn til þess að stöðva hann. Þess í stað biðu vopnaðir lögregluþjónarnir úti á gangi í um klukkustund. Það var á endanum sérsveit landamæravarða sem réðst inn og skaut morðingjann. McCraw sagði ennfremur að Pete Arredondo, lögreglustjóri Uvalde-skólaumdæmisins og yfirmaður aðgerða á vettvangi, hefði kosið að setja líf lögreglumanna sinna ofar lífum barnanna í skólanum. Alríkis- og ríkisyfirvöld í Texas rannsaka nú viðbrögð lögreglunnar við skotárásinni. Voru ekki í talstöðvarsambandi Fjölmiðlar í Texas komust yfir upptökur af árásinni og birtu fréttir sem byggðust á henni og fleiri gögnum í gær. Samkvæmt upplýsingum þeirra kom byssumaðurinn inn í skólann klukkan 11:33 að staðartíma. Ellefu lögreglumenn voru komnir á staðinn innan þriggja mínútna. Lögreglumaður með skotheldan skjöld mætti þangað klukkan 11:52. Arredondo hafði áður sagt fjölmiðlum að byssumaðurinn hefði haldið uppi stanslausri skothríð á lögreglumenn sem hafi aðeins verið vopnaðir skammbyssum. Lögreglustjórinn virðist hafa gert tilraun til þess að ræða við byssumanninn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Það var ekki fyrr en klukkan 12:50 sem lögreglumenn brutust inn í skólastofuna þar sem morðinginn hafði hreiðrað um sig. Komið hefur fram að Arredondo hafi ekki fengið upplýsingar um símtöl barnanna í neyðarlínu á meðan á umsátrinu stóð. Hann hafi því staðið í þeirri trú að ekki væri lengur virk hætta af byssumanninum. Sjálfur hefur hann sagt að hann hafi ekki litið á sig sem yfirmann á vettvangi og að hann hafi búist við því að einhver annar stýrði aðgerðunum. McCraw staðfestir á nefndarfundinum í ríkisþingi Texas í dag að Arredondo hefði ekki verið með talstöð sína á sér. Þar að auki hafi talstöðvar lögreglumanna ekki virkað inni í skólanum. Aðeins talstöðvar landamæravarðanna hafi virkað þar. Þá sagði McCraw að ekki hafi verið hægt að læsa hurðinni á skólastofunni þar sem morðinginn var innilokaður með börnunum. Það stangast á við fullyrðingar um að landamæraverðir hafi þurft að fá lykil hjá húsverði til að komast loks inn í skólastofuna.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30 Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15 Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Kennari í Uvalde segir lögreglumenn „raggeitur“ Lögreglumenn sem biðu í klukkustund áður en þeir létu loks til skarar skríða á meðan byssumaður myrti nítján börn og tvo kennara í bænum Uvalde í Texas eru „raggeitur“, að sögn kennara sem særðist í árásinni. Hann segist aldrei geta fyrirgefið lögreglunni. 8. júní 2022 12:30
Segja að lögreglustjórinn hafi ekki verið látinn vita af örvæntingarfullum símtölum nemendanna Lögreglustjórinn sem stýrði aðgerðum þegar byssumaður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í Texas var ekki látinn vita af því að börn sem væru föst inni í skólastofu með honum hefðu hringt í neyðarlínu. Viðbrögð lögreglu hafa sætt harðri gagnrýni. 3. júní 2022 09:15
Nafngreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38