Aftur skiptir FH um þjálfara á miðju tímabili: „Glatað og galið fyrir félag sem hefur staðið fyrir stöðugleika“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 13:31 Eiður Smári er mættur aftur í Kaplakrika en FH hafa nú þrjú tímabil í röð skipt um þjálfara á miðju timabili. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen er orðinn þjálfari FH í Bestu deild karla í fótbolta. Ráðning hans var rætt í Stúkunni en þar líta menn nokkuð björtum augum á framtíð FH undir stjórn Eiðs Smára þó svo að liðinu skorti stöðugleika. „Það eru stórar fréttir sem við þurfum að byrja á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þáttastjórnandi áður en hann spurði Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson út í ráðningu Eiðs Smára. „Miðað við hvernig þetta fór síðast þá líst mér vel á það. Ég var hluti af liðinu þegar Eiður og Logi (Ólafsson) tóku við eftir Ólaf Kristjánsson 2020. Það sem Eiður hafði þá var rosalegt presence og maður fann fyrir nærveru hans enda okkar besti fótboltamaður fyrr og síðar,“ sagði Baldur. „Það sem gerist oft með nýjum stjóra er að það getur haft rosaleg andleg áhrif og það hafði klárlega mikil áhrif síðast. Hann kom með einföld skilaboð, 2-3 punktar inn á æfingum og fyrir leiki. Það svínvirkaði,“ bætti Baldur við. „Þetta mun ekki gerast á einni nóttu.“ „Held að Eiður muni koma Steven Lennon í gang. Lennon ber mikla virðingu fyrir Eið Smára og nýtur að spila undir hans stjórn, eins og við sáum síðast. Held líka að FH liðið muni yngjast hægt og rólega. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu en yngri leikmenn sem hafa verið í tiltölulega litlum hlutverkum undanfarnar vikur, við munum sjá meira af þeim.“ Sigurvin Ólafsson mun aðstoða Eið Smára hjá FH en hann lék með liðinu við góðan orðstír á sínum tíma. Sigurvin var aðstoðarþjálfari, eða ráðgjafi, hjá KR í Bestu deild karla ásamt því að þjálfa KV í Lengjudeild karla. „Kemur mér á óvart að Sigurvin fari úr því að vera aðstoðarþjálfari þar í að vera aðstoðarþjálfari hjá FH en Venni sér eitthvað spennandi við þetta, skiljanlega,“ sagði Baldur og hélt áfram. „Verkefnið virðist ærið. Samsetningin á hópnum hefur verið rætt. Það þarf að vinna í þessu og taka varnarleikinn í gegn. Það þarf einhverjar vinnureglur, menn þurfa að skilja hvernig á að verjast. Leikmenn þurfa að sína alveg jafn mikla ábyrgð. Utan frá séð virðist samstaðan innan liðsins ekki hafa verið mikil.“ Atli Viðar segir að FH vanti stöðugleika. „Það má hafa skoðun á aðferðafræðinni, að gera þetta inn í klefa strax eftir leik. Það er hægt að gagnrýna það, lyktar af pínulítilli hvatvísi. Ef fólk skoðar stöðu félagsins þá þarf þetta samt ekki að koma á óvart. Þetta er þriðja árið í röð sem FH er að skipta um þjálfara á þessum árstíma, það er glatað og galið fyrir félag sem hefur staðið fyrir stöðugleika og vill gera merkilegri og betri hluti en þeir eru að gera.“ Klippa: Stúkan: Umræða um nýtt þjálfarateymi í Kaplakrika FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með átta stig að loknum níu umferðum. FH heimsækir Akranes í kvöld en tapist sá leikur gætu Skagamenn hoppað upp fyrir FH í töflunni. Í Stúkunni voru menn almennt sammála um að koma liðinu upp í efri helming töflunnar væri það sem nýtt þjálfarateymi ætti að miða á. Leikur ÍA og FH hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
„Það eru stórar fréttir sem við þurfum að byrja á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þáttastjórnandi áður en hann spurði Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson út í ráðningu Eiðs Smára. „Miðað við hvernig þetta fór síðast þá líst mér vel á það. Ég var hluti af liðinu þegar Eiður og Logi (Ólafsson) tóku við eftir Ólaf Kristjánsson 2020. Það sem Eiður hafði þá var rosalegt presence og maður fann fyrir nærveru hans enda okkar besti fótboltamaður fyrr og síðar,“ sagði Baldur. „Það sem gerist oft með nýjum stjóra er að það getur haft rosaleg andleg áhrif og það hafði klárlega mikil áhrif síðast. Hann kom með einföld skilaboð, 2-3 punktar inn á æfingum og fyrir leiki. Það svínvirkaði,“ bætti Baldur við. „Þetta mun ekki gerast á einni nóttu.“ „Held að Eiður muni koma Steven Lennon í gang. Lennon ber mikla virðingu fyrir Eið Smára og nýtur að spila undir hans stjórn, eins og við sáum síðast. Held líka að FH liðið muni yngjast hægt og rólega. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu en yngri leikmenn sem hafa verið í tiltölulega litlum hlutverkum undanfarnar vikur, við munum sjá meira af þeim.“ Sigurvin Ólafsson mun aðstoða Eið Smára hjá FH en hann lék með liðinu við góðan orðstír á sínum tíma. Sigurvin var aðstoðarþjálfari, eða ráðgjafi, hjá KR í Bestu deild karla ásamt því að þjálfa KV í Lengjudeild karla. „Kemur mér á óvart að Sigurvin fari úr því að vera aðstoðarþjálfari þar í að vera aðstoðarþjálfari hjá FH en Venni sér eitthvað spennandi við þetta, skiljanlega,“ sagði Baldur og hélt áfram. „Verkefnið virðist ærið. Samsetningin á hópnum hefur verið rætt. Það þarf að vinna í þessu og taka varnarleikinn í gegn. Það þarf einhverjar vinnureglur, menn þurfa að skilja hvernig á að verjast. Leikmenn þurfa að sína alveg jafn mikla ábyrgð. Utan frá séð virðist samstaðan innan liðsins ekki hafa verið mikil.“ Atli Viðar segir að FH vanti stöðugleika. „Það má hafa skoðun á aðferðafræðinni, að gera þetta inn í klefa strax eftir leik. Það er hægt að gagnrýna það, lyktar af pínulítilli hvatvísi. Ef fólk skoðar stöðu félagsins þá þarf þetta samt ekki að koma á óvart. Þetta er þriðja árið í röð sem FH er að skipta um þjálfara á þessum árstíma, það er glatað og galið fyrir félag sem hefur staðið fyrir stöðugleika og vill gera merkilegri og betri hluti en þeir eru að gera.“ Klippa: Stúkan: Umræða um nýtt þjálfarateymi í Kaplakrika FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með átta stig að loknum níu umferðum. FH heimsækir Akranes í kvöld en tapist sá leikur gætu Skagamenn hoppað upp fyrir FH í töflunni. Í Stúkunni voru menn almennt sammála um að koma liðinu upp í efri helming töflunnar væri það sem nýtt þjálfarateymi ætti að miða á. Leikur ÍA og FH hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira