„Fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. júní 2022 21:00 Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, opnaði Elliðaárnar í morgun með Reykvíkingum ársins, þeim Kamilu og Marco. Reykjavíkurborg/Bjarni Brynjólfsson Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið. Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið Reykvíkingar ársins 2022 eru vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato en þau opnuðu fyrsta svokallaða frískápinn hér á landi, það er að segja almennings ísskáp sem íbúar geta fyllt á og tekið úr að vild. Hugmyndin er af erlendri fyrirmynd og í grunninn er henni ætlað að sporna gegn matarsóun. „Það voru að sjálfsögðu einhverjir sem sögðu að það væri kalt hérna og þetta myndi ekki ganga, en við vildum bara láta reyna á þetta og sjá hvernig færi og það gengur bara frábærlega,“ segir Kamila. „Þetta hjálpaði til við að færa samfélagið saman, með því að deila og bjarga mat,“ segir Marco. Það kom þeim báðum á óvart að þau væru Reykvíkingar ársins en þau segja það mikinn heiður að fá þessa viðurkenningu. „Þetta er mjög sérstakt og það er mikill heiður að við fáum þetta tækifæri, með þessu litla verkefni okkar, að finna fyrir að þetta sé raunverulega að hjálpa,“ segir Marco. Þá eru þau með fleiri verkefni í bígerð og eru í sambandi við fjölda einstaklinga í Reykjavík og víðar sem vilja koma upp frískáp. „Við erum með þrjá frískápa í Reykjavík núna, einn utan Reykjavíkur og svo eru fleiri í kortunum. Þetta er hægt ferli stundum en við erum ánægð með hvert skref í áttina að því,“ segir Kamila. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, afhenti vinunum viðurkenninguna í dag við opnun Elliðaána en þetta er í tólfta sinn sem að Reykvíkingur ársins er útnefndur. Hann segir þau Marco og Kamilu vel að nafnsbótinni komin. „Þetta er mjög fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri,“ segir Einar en frá því að fyrsti frískápurinn var opnaður í miðbæ Reykjavíkur í fyrra hafa fleiri frísskápar sprottið upp í Reykjavík og víðar. „Þau eru ekki bara sjálf að láta gott af sér leiða heldur eru þau líka að draga aðra Reykvíkinga inn í þetta verkefni, og það er svo fallegt,“ segir Einar. „Svo er þetta líka svolítið skemmtilegt því þau koma bæði að utan, hann frá Sviss og hún frá Póllandi, þau koma með þessa hugmynd sem þekkist reyndar erlendis, og þetta sýnir það hvað fjölmenningarsamfélag auðgar okkar samfélag,“ segir hann enn fremur. Reykjavík Matur Tengdar fréttir Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Reykvíkingar ársins 2022 segja það hafa komið á óvart að þau hafi orðið fyrir valinu en þau komu á fót fyrsta íslenska frískápnum. Formaður borgarráðs segir þau vel að nafnsbótinni komin þar sem þau hafa fengið aðra Reykvíkinga með sér í lið til að bæta samfélagið Reykvíkingar ársins 2022 eru vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato en þau opnuðu fyrsta svokallaða frískápinn hér á landi, það er að segja almennings ísskáp sem íbúar geta fyllt á og tekið úr að vild. Hugmyndin er af erlendri fyrirmynd og í grunninn er henni ætlað að sporna gegn matarsóun. „Það voru að sjálfsögðu einhverjir sem sögðu að það væri kalt hérna og þetta myndi ekki ganga, en við vildum bara láta reyna á þetta og sjá hvernig færi og það gengur bara frábærlega,“ segir Kamila. „Þetta hjálpaði til við að færa samfélagið saman, með því að deila og bjarga mat,“ segir Marco. Það kom þeim báðum á óvart að þau væru Reykvíkingar ársins en þau segja það mikinn heiður að fá þessa viðurkenningu. „Þetta er mjög sérstakt og það er mikill heiður að við fáum þetta tækifæri, með þessu litla verkefni okkar, að finna fyrir að þetta sé raunverulega að hjálpa,“ segir Marco. Þá eru þau með fleiri verkefni í bígerð og eru í sambandi við fjölda einstaklinga í Reykjavík og víðar sem vilja koma upp frískáp. „Við erum með þrjá frískápa í Reykjavík núna, einn utan Reykjavíkur og svo eru fleiri í kortunum. Þetta er hægt ferli stundum en við erum ánægð með hvert skref í áttina að því,“ segir Kamila. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, afhenti vinunum viðurkenninguna í dag við opnun Elliðaána en þetta er í tólfta sinn sem að Reykvíkingur ársins er útnefndur. Hann segir þau Marco og Kamilu vel að nafnsbótinni komin. „Þetta er mjög fallegt samfélagslegt verkefni sem að gerir borgina betri,“ segir Einar en frá því að fyrsti frískápurinn var opnaður í miðbæ Reykjavíkur í fyrra hafa fleiri frísskápar sprottið upp í Reykjavík og víðar. „Þau eru ekki bara sjálf að láta gott af sér leiða heldur eru þau líka að draga aðra Reykvíkinga inn í þetta verkefni, og það er svo fallegt,“ segir Einar. „Svo er þetta líka svolítið skemmtilegt því þau koma bæði að utan, hann frá Sviss og hún frá Póllandi, þau koma með þessa hugmynd sem þekkist reyndar erlendis, og þetta sýnir það hvað fjölmenningarsamfélag auðgar okkar samfélag,“ segir hann enn fremur.
Reykjavík Matur Tengdar fréttir Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Fékk tár í augun yfir matarsóun og opnaði frískáp Tveir vinir ákváðu að koma ísskápi fyrir í miðbæ Reykjavíkur til þess að sporna gegn matarsóun. Stórt samfélag hefur skapast í kringum ísskápinn sem einkennist af náungakærleika. 5. janúar 2022 20:30