Baráttunni fyrir ríkisborgararétti loksins lokið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2022 21:20 Uhunoma hefur búið hjá Morgane og fjölskyldu hennar síðustu tvö árin. vísir/einar 22 ára maður frá Nígeríu, sem lenti í mansali og kynferðisofbeldi á flótta frá heimalandi sínu, er orðinn íslenskur ríkisborgari eftir margra ára baráttu. Hann er nú staðráðinn í að skapa sér líf á Íslandi en fyrst á dagskrá er að læra íslensku. Uhunoma Osayamore getur nú kallað sig Íslending eftir að Alþingi samþykkti frumvarp rétt fyrir þinglok um að veita 12 manns ríkisborgararétt. Uhunoma sagði ótrúlega sögu sína í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrra en hann lenti meðal annars í mansali og kynferðisofbeldi þegar hann var á flótta frá heimalandi sínu. Nú ári síðar er Uhunoma loksins orðinn íslenskur ríkisborgari. Þegar hann heyrði fréttirnar trúði hann því varla. „Er þetta raunverulegt? Ég þorði aldrei að vona þetta. Ég bjóst aldrei við að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Uhunoma í samtali við fréttastofu. Hann býr hjá fósturfjölskyldu sinni í miðbæ Reykjavíkur. „Þau hafa sýnt mér þann besta kærleika sem ég hélt aldrei að mér myndi hlotnast,“ segir hann. Vita ekkert hver kom þeim saman En það er þeim enn hulin ráðgáta hvernig þau kynntust. Fyrir tveimur árum sat Uhunoma einn á strætóstoppistöð í Hafnarfirði, grátandi eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi af Útlendingastofnun þegar ókunnug kona gaf sig á tal við hann. Hún skrifaði þá símanúmer niður á blað sem Uhunoma hringdi í nokkrum dögum síðar - það var númerið hjá Morgane Priet-Mahéo, sem vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar Uhunoma hringdi en ákvað að hjálpa honum og skoða mál hans. Hann var svo farinn að búa hjá ekki og fjölskyldu hennar skömmu síðar. „Við vitum ekki enn þá hver þessi kona var. Ég þekki mjög fátt fólk þar [í Hafnarfirði] svo að já, ég myndi alveg vilja vita hver gaf símanúmerið,“ segir Morgane. Og nú þegar Uhunoma er orðinn Íslendingur kveðst hann staðráðinn í að læra íslensku. „Núna ætla ég að byrja. Nú þegar óttinn við brottvísun er horfinn úr lífi mínu ætla ég að einbeita mér að því að læra mjög vel,“ segir Uhunoma. Og það er aðeins fyrsta skrefið. Uhunoma er staðráðinn í að mennta sig frekar. „Ég ætla að mennta mig og fá mér vinnu. Ég vil verða eitthvað. Ég vil gera eitthvað. Ég vil verða gagnlegur fyrir samfélagið.“ Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Uhunoma Osayamore getur nú kallað sig Íslending eftir að Alþingi samþykkti frumvarp rétt fyrir þinglok um að veita 12 manns ríkisborgararétt. Uhunoma sagði ótrúlega sögu sína í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrra en hann lenti meðal annars í mansali og kynferðisofbeldi þegar hann var á flótta frá heimalandi sínu. Nú ári síðar er Uhunoma loksins orðinn íslenskur ríkisborgari. Þegar hann heyrði fréttirnar trúði hann því varla. „Er þetta raunverulegt? Ég þorði aldrei að vona þetta. Ég bjóst aldrei við að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Uhunoma í samtali við fréttastofu. Hann býr hjá fósturfjölskyldu sinni í miðbæ Reykjavíkur. „Þau hafa sýnt mér þann besta kærleika sem ég hélt aldrei að mér myndi hlotnast,“ segir hann. Vita ekkert hver kom þeim saman En það er þeim enn hulin ráðgáta hvernig þau kynntust. Fyrir tveimur árum sat Uhunoma einn á strætóstoppistöð í Hafnarfirði, grátandi eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi af Útlendingastofnun þegar ókunnug kona gaf sig á tal við hann. Hún skrifaði þá símanúmer niður á blað sem Uhunoma hringdi í nokkrum dögum síðar - það var númerið hjá Morgane Priet-Mahéo, sem vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar Uhunoma hringdi en ákvað að hjálpa honum og skoða mál hans. Hann var svo farinn að búa hjá ekki og fjölskyldu hennar skömmu síðar. „Við vitum ekki enn þá hver þessi kona var. Ég þekki mjög fátt fólk þar [í Hafnarfirði] svo að já, ég myndi alveg vilja vita hver gaf símanúmerið,“ segir Morgane. Og nú þegar Uhunoma er orðinn Íslendingur kveðst hann staðráðinn í að læra íslensku. „Núna ætla ég að byrja. Nú þegar óttinn við brottvísun er horfinn úr lífi mínu ætla ég að einbeita mér að því að læra mjög vel,“ segir Uhunoma. Og það er aðeins fyrsta skrefið. Uhunoma er staðráðinn í að mennta sig frekar. „Ég ætla að mennta mig og fá mér vinnu. Ég vil verða eitthvað. Ég vil gera eitthvað. Ég vil verða gagnlegur fyrir samfélagið.“
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira