„Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 21:31 Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, lét af störfum í dag eftir fjóra áratugi hjá skólanum. Skapti Hallgrímsson Jón Már Héðinsson, sem lætur nú af starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri, sagði á brautskráningu skólans í dag að hugmyndafræði lokaprófa væri ekki lengur ráðandi í skólanum, enda væru lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. Brautskráningarræðan og brautskráning þeirra 150 nemenda sem útskrifuðust í dag voru síðustu verk Jóns sem skólameistara við skólann. Hann hefur verið skólameistari Menntaskólans á Akureyri frá 2003 og hefur starfað við skólann í meira en fjóra áratugi. Úrelt kúgunartæki feðraveldisins Í ræðunni lýsti Jón Már lokaprófum sem gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. Þau væru „þægilegt guðlegt tæki“ til að flokka fólk en hefðu ekkert með nám og menntun að gera. „Það þarf ekki að fara langt aftur í tíma til að rifja upp að þetta tæki sendi alla með lesörðugleika burt, alla með of ríka athygli burt, alla sem áttu erfitt með að sitja stilltir og svo mætti telja,“ sagði Jón Már í ræðunni í morgun. Jón Már talaði tæpitungulaust í ræðu sinni á brautskráningunni í dag og kallaði lokapróf kúgunartæki feðraveldisins.Skapti Hallgrímsson Hann sagði að í MA hefði í nokkurn tíma verið stefnt frá flokkun af slíku tagi. Það hefði verið gert „með starfsþróun kennara, öflugri fagstjórn, samstarfi og samþættingu greina, aukinni námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu en fyrst og fremst með því að treysta starfsfólki og nemendum til þess að vilja gera eins vel og mögulegt er.“ „Það þarf að hafa fyrir bóknámi eins og öllu öðru námi, það þarf að sýna því áhuga og ástundun. Nám er þroskasamtal til skilnings, þar sem þekking er tengd saman og býr til nýja hugsun, nám,“ sagði skólameistarinn í ræðunni. Stuðningur við nemendur mikilvægur Fyrr í ræðunni nefndi Jón Már að nemendahópur skólans væri fjölbreyttur, því í langan tíma „höfum við tekið alla inn í skólann sem hafa lokið hæfnimarkmiðum grunnskólans, hér geta allir náð árangri sýni þeir áhuga og seiglu.“ Hann sagði að í MA teldu þau mikilvægt að veita nemendum góðan stuðning og leiðsögn svo þeir hrökklist ekki frá námi ef eitthvað bjátar á. Það þyrfti hugkvæmni til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahópinn og til þess hefði skólinn öflugt stoðteymi sem tæki vel utan um nemendur. Hann sagði að starf stoðteymisins, sem innihéldi tvo náms-og starfsráðgjafa og skólasálfræðing, hafi spurst út og að foreldrar treystu skólanum fyrir börnum sínum „af því að við höfum sérfræðinga á staðnum með úrræði.“ Nánar má lesa um ræðu Jóns Más í frétt Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net. Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17. júní 2022 18:02 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Brautskráningarræðan og brautskráning þeirra 150 nemenda sem útskrifuðust í dag voru síðustu verk Jóns sem skólameistara við skólann. Hann hefur verið skólameistari Menntaskólans á Akureyri frá 2003 og hefur starfað við skólann í meira en fjóra áratugi. Úrelt kúgunartæki feðraveldisins Í ræðunni lýsti Jón Már lokaprófum sem gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. Þau væru „þægilegt guðlegt tæki“ til að flokka fólk en hefðu ekkert með nám og menntun að gera. „Það þarf ekki að fara langt aftur í tíma til að rifja upp að þetta tæki sendi alla með lesörðugleika burt, alla með of ríka athygli burt, alla sem áttu erfitt með að sitja stilltir og svo mætti telja,“ sagði Jón Már í ræðunni í morgun. Jón Már talaði tæpitungulaust í ræðu sinni á brautskráningunni í dag og kallaði lokapróf kúgunartæki feðraveldisins.Skapti Hallgrímsson Hann sagði að í MA hefði í nokkurn tíma verið stefnt frá flokkun af slíku tagi. Það hefði verið gert „með starfsþróun kennara, öflugri fagstjórn, samstarfi og samþættingu greina, aukinni námsráðgjöf og sálfræðiþjónustu en fyrst og fremst með því að treysta starfsfólki og nemendum til þess að vilja gera eins vel og mögulegt er.“ „Það þarf að hafa fyrir bóknámi eins og öllu öðru námi, það þarf að sýna því áhuga og ástundun. Nám er þroskasamtal til skilnings, þar sem þekking er tengd saman og býr til nýja hugsun, nám,“ sagði skólameistarinn í ræðunni. Stuðningur við nemendur mikilvægur Fyrr í ræðunni nefndi Jón Már að nemendahópur skólans væri fjölbreyttur, því í langan tíma „höfum við tekið alla inn í skólann sem hafa lokið hæfnimarkmiðum grunnskólans, hér geta allir náð árangri sýni þeir áhuga og seiglu.“ Hann sagði að í MA teldu þau mikilvægt að veita nemendum góðan stuðning og leiðsögn svo þeir hrökklist ekki frá námi ef eitthvað bjátar á. Það þyrfti hugkvæmni til að koma til móts við fjölbreyttan nemendahópinn og til þess hefði skólinn öflugt stoðteymi sem tæki vel utan um nemendur. Hann sagði að starf stoðteymisins, sem innihéldi tvo náms-og starfsráðgjafa og skólasálfræðing, hafi spurst út og að foreldrar treystu skólanum fyrir börnum sínum „af því að við höfum sérfræðinga á staðnum með úrræði.“ Nánar má lesa um ræðu Jóns Más í frétt Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net.
Akureyri Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17. júní 2022 18:02 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17. júní 2022 18:02