Egill Thorarensen komin á stall á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. júní 2022 20:03 Margir eru á því að styttan líkist Agli Ólafssyni, Stuðmanni en þetta er þó Egill Thorarensen sjálfur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Stytta af Agli Thorarensen hefur verið sett á stall á torginu í miðbæ Selfoss en Egill var mikill athafnamaður á Suðurlandi í áratugi og ruddi Selfoss braut, sem höfuðstað Suðurlands og Þorlákshöfn, sem hafnarbæ. Lúðrasveit Selfoss setti athöfnina vegna styttu afhjúpunarinnar síðdegis í gær með því að spila nokkur lög í nýja miðbænum. Karlakór Selfoss söng nokkur lög og Guðni Ágústsson flutti ávarp, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og Fjólu Kristinsdóttur, nýjum bæjarstjóra í Árborg. Grímur Arnarsson, barnabarn Egils Thorarensen sagði líka nokkur orð um afa sinn. Egill fæddist 1897 og dó 1961. Hann var meðal annars kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga til fjölda ára en kaupfélagið var þá stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu. Selfyssingar og aðrir áhugasamir um styttuna fjölmenntu við athöfnina í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut afkomenda Egils að afhjúpa styttuna að viðstöddu fjölmenni. Halla Gunnarsdóttir, listamaður gerði styttuna í Englandi en verkið var í vinnslu í um 10 mánuði. „Hann var náttúrulega bara frumkvöðull og foringi. Skipstjóri í eðli sínu og leiddi stórar hreyfingar áfram veginn og er guðfaðir Selfoss,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Styttubandsins. Guðni Ágústsson er í forsvari fyrir styttuverkefnið og er mjög stoltur af styttunni af Agli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum nauðalíkir, sama nefið og allt eins. Ég er alveg sannfærður um að styttan af afi eigi eftir að vekja mikla athygli hér, styttan á eftir að verða mest myndaða stytta á Íslandi, ég held að það sé engin vafi á því,“ segir Grímur Arnarson, barnabarn Egils. Grímur við hlið afa síns, já, eru ekki nefin ekki nákvæmlega eins? Svo segir Grímur allavega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok hátíðarinnar söng Kristján Jóhannsson Hrausta menn með Karlakór Selfossi. Styttan, sem tók 10 mánuði að vinna í Englandi og er nú komin upp á stall á Selfossi rétt við hringtorgið við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Lúðrasveit Selfoss setti athöfnina vegna styttu afhjúpunarinnar síðdegis í gær með því að spila nokkur lög í nýja miðbænum. Karlakór Selfoss söng nokkur lög og Guðni Ágústsson flutti ávarp, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og Fjólu Kristinsdóttur, nýjum bæjarstjóra í Árborg. Grímur Arnarsson, barnabarn Egils Thorarensen sagði líka nokkur orð um afa sinn. Egill fæddist 1897 og dó 1961. Hann var meðal annars kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga til fjölda ára en kaupfélagið var þá stórveldi í verslun, þjónustu og iðnaði í Árnessýslu. Selfyssingar og aðrir áhugasamir um styttuna fjölmenntu við athöfnina í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það kom í hlut afkomenda Egils að afhjúpa styttuna að viðstöddu fjölmenni. Halla Gunnarsdóttir, listamaður gerði styttuna í Englandi en verkið var í vinnslu í um 10 mánuði. „Hann var náttúrulega bara frumkvöðull og foringi. Skipstjóri í eðli sínu og leiddi stórar hreyfingar áfram veginn og er guðfaðir Selfoss,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Styttubandsins. Guðni Ágústsson er í forsvari fyrir styttuverkefnið og er mjög stoltur af styttunni af Agli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum nauðalíkir, sama nefið og allt eins. Ég er alveg sannfærður um að styttan af afi eigi eftir að vekja mikla athygli hér, styttan á eftir að verða mest myndaða stytta á Íslandi, ég held að það sé engin vafi á því,“ segir Grímur Arnarson, barnabarn Egils. Grímur við hlið afa síns, já, eru ekki nefin ekki nákvæmlega eins? Svo segir Grímur allavega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í lok hátíðarinnar söng Kristján Jóhannsson Hrausta menn með Karlakór Selfossi. Styttan, sem tók 10 mánuði að vinna í Englandi og er nú komin upp á stall á Selfossi rétt við hringtorgið við Ölfusárbrú.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Menning Styttur og útilistaverk Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira