Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 18:02 Alls voru 150 nýstúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri. Vísir Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. Menntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag þegar 150 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx skólans er Róbert Tumi Guðmundsson sem útskrifaðist með 9,85 í meðaleinkunn og Óðinn Andrason er semidúx með 9,8. Reynslumikið fólk lætur af störfum Jón Már Héðinsson, skólameistari, var kvaddur sérstaklega við brautskráninguna eftir 42 ára starf hjá skólanum en hann hefur verið skólameistari skólans síðan 2003. Jón Már Héðinsson, fyrir miðju, lætur af störfum hjá MA eftir 42 ára starf við skólann.MAK/AUÐUNN NÍELSSON Skólameistari fékk gjöf frá starfsfólki skólans og sérstaka kveðju. Þar kom fram að hann hefur brautskráð rúmlega þriðjung allra stúdenta MA frá upphafi. Hann hefur brautskráð 3102 af þeim 9193 sem hafa brautskráðst frá upphafi. Tveir starfsmenn voru einnig sérstaklega kvaddir við brautskráninguna, Björg Friðjónsdóttir, ræstitæknir, sem hefur nýlega látið af störfum eftir 30 ára starf og Jón Ágúst Aðalsteinsson, húsvörður, sem hættir í vor eftir 40 ára starf við MA. Bæði voru þau heiðruð með gulluglu skólans og þar að auki veitti skólameistari Sigurlaugu Önnu, aðstoðarskólameistara, gulluglu skólans í þakklætisskyni fyrir samstarfið. Kraftmikið félagslíf og ný íþróttaaðstaða Í ræðu sinni fór skólameistari um víðan völl. Hann talaði um félagslíf nemenda sem varð kraftmikið á vorönn eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Hann nefndi líka góðan árangur nemenda í MORFÍs, stærðfræðikeppni, þýskuþraut, stuttmyndakeppni í þýsku, forritunarkeppni framhaldsskólanna og efnafræðikeppni. Hann sagði einnig frá langþráðum draumi um að koma upp útiíþróttaaðstöðu við skólann sem væri nú orðinn að veruleika. Vestan við íþróttahúsið væri kominn Meistaravöllur sem er upphitaður með gervigrasi, föstum körfum og ýmsum æfingatækjum. Þarna eru þrep sem notuð eru sem sæti í útikennslu og eru jafnframt stúka til að fylgjast með íþróttum. Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Menntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag þegar 150 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx skólans er Róbert Tumi Guðmundsson sem útskrifaðist með 9,85 í meðaleinkunn og Óðinn Andrason er semidúx með 9,8. Reynslumikið fólk lætur af störfum Jón Már Héðinsson, skólameistari, var kvaddur sérstaklega við brautskráninguna eftir 42 ára starf hjá skólanum en hann hefur verið skólameistari skólans síðan 2003. Jón Már Héðinsson, fyrir miðju, lætur af störfum hjá MA eftir 42 ára starf við skólann.MAK/AUÐUNN NÍELSSON Skólameistari fékk gjöf frá starfsfólki skólans og sérstaka kveðju. Þar kom fram að hann hefur brautskráð rúmlega þriðjung allra stúdenta MA frá upphafi. Hann hefur brautskráð 3102 af þeim 9193 sem hafa brautskráðst frá upphafi. Tveir starfsmenn voru einnig sérstaklega kvaddir við brautskráninguna, Björg Friðjónsdóttir, ræstitæknir, sem hefur nýlega látið af störfum eftir 30 ára starf og Jón Ágúst Aðalsteinsson, húsvörður, sem hættir í vor eftir 40 ára starf við MA. Bæði voru þau heiðruð með gulluglu skólans og þar að auki veitti skólameistari Sigurlaugu Önnu, aðstoðarskólameistara, gulluglu skólans í þakklætisskyni fyrir samstarfið. Kraftmikið félagslíf og ný íþróttaaðstaða Í ræðu sinni fór skólameistari um víðan völl. Hann talaði um félagslíf nemenda sem varð kraftmikið á vorönn eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Hann nefndi líka góðan árangur nemenda í MORFÍs, stærðfræðikeppni, þýskuþraut, stuttmyndakeppni í þýsku, forritunarkeppni framhaldsskólanna og efnafræðikeppni. Hann sagði einnig frá langþráðum draumi um að koma upp útiíþróttaaðstöðu við skólann sem væri nú orðinn að veruleika. Vestan við íþróttahúsið væri kominn Meistaravöllur sem er upphitaður með gervigrasi, föstum körfum og ýmsum æfingatækjum. Þarna eru þrep sem notuð eru sem sæti í útikennslu og eru jafnframt stúka til að fylgjast með íþróttum.
Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira