Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 18:02 Alls voru 150 nýstúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri. Vísir Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. Menntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag þegar 150 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx skólans er Róbert Tumi Guðmundsson sem útskrifaðist með 9,85 í meðaleinkunn og Óðinn Andrason er semidúx með 9,8. Reynslumikið fólk lætur af störfum Jón Már Héðinsson, skólameistari, var kvaddur sérstaklega við brautskráninguna eftir 42 ára starf hjá skólanum en hann hefur verið skólameistari skólans síðan 2003. Jón Már Héðinsson, fyrir miðju, lætur af störfum hjá MA eftir 42 ára starf við skólann.MAK/AUÐUNN NÍELSSON Skólameistari fékk gjöf frá starfsfólki skólans og sérstaka kveðju. Þar kom fram að hann hefur brautskráð rúmlega þriðjung allra stúdenta MA frá upphafi. Hann hefur brautskráð 3102 af þeim 9193 sem hafa brautskráðst frá upphafi. Tveir starfsmenn voru einnig sérstaklega kvaddir við brautskráninguna, Björg Friðjónsdóttir, ræstitæknir, sem hefur nýlega látið af störfum eftir 30 ára starf og Jón Ágúst Aðalsteinsson, húsvörður, sem hættir í vor eftir 40 ára starf við MA. Bæði voru þau heiðruð með gulluglu skólans og þar að auki veitti skólameistari Sigurlaugu Önnu, aðstoðarskólameistara, gulluglu skólans í þakklætisskyni fyrir samstarfið. Kraftmikið félagslíf og ný íþróttaaðstaða Í ræðu sinni fór skólameistari um víðan völl. Hann talaði um félagslíf nemenda sem varð kraftmikið á vorönn eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Hann nefndi líka góðan árangur nemenda í MORFÍs, stærðfræðikeppni, þýskuþraut, stuttmyndakeppni í þýsku, forritunarkeppni framhaldsskólanna og efnafræðikeppni. Hann sagði einnig frá langþráðum draumi um að koma upp útiíþróttaaðstöðu við skólann sem væri nú orðinn að veruleika. Vestan við íþróttahúsið væri kominn Meistaravöllur sem er upphitaður með gervigrasi, föstum körfum og ýmsum æfingatækjum. Þarna eru þrep sem notuð eru sem sæti í útikennslu og eru jafnframt stúka til að fylgjast með íþróttum. Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Menntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag þegar 150 nýstúdentar voru brautskráðir. Dúx skólans er Róbert Tumi Guðmundsson sem útskrifaðist með 9,85 í meðaleinkunn og Óðinn Andrason er semidúx með 9,8. Reynslumikið fólk lætur af störfum Jón Már Héðinsson, skólameistari, var kvaddur sérstaklega við brautskráninguna eftir 42 ára starf hjá skólanum en hann hefur verið skólameistari skólans síðan 2003. Jón Már Héðinsson, fyrir miðju, lætur af störfum hjá MA eftir 42 ára starf við skólann.MAK/AUÐUNN NÍELSSON Skólameistari fékk gjöf frá starfsfólki skólans og sérstaka kveðju. Þar kom fram að hann hefur brautskráð rúmlega þriðjung allra stúdenta MA frá upphafi. Hann hefur brautskráð 3102 af þeim 9193 sem hafa brautskráðst frá upphafi. Tveir starfsmenn voru einnig sérstaklega kvaddir við brautskráninguna, Björg Friðjónsdóttir, ræstitæknir, sem hefur nýlega látið af störfum eftir 30 ára starf og Jón Ágúst Aðalsteinsson, húsvörður, sem hættir í vor eftir 40 ára starf við MA. Bæði voru þau heiðruð með gulluglu skólans og þar að auki veitti skólameistari Sigurlaugu Önnu, aðstoðarskólameistara, gulluglu skólans í þakklætisskyni fyrir samstarfið. Kraftmikið félagslíf og ný íþróttaaðstaða Í ræðu sinni fór skólameistari um víðan völl. Hann talaði um félagslíf nemenda sem varð kraftmikið á vorönn eftir að samkomutakmörkunum var aflétt. Hann nefndi líka góðan árangur nemenda í MORFÍs, stærðfræðikeppni, þýskuþraut, stuttmyndakeppni í þýsku, forritunarkeppni framhaldsskólanna og efnafræðikeppni. Hann sagði einnig frá langþráðum draumi um að koma upp útiíþróttaaðstöðu við skólann sem væri nú orðinn að veruleika. Vestan við íþróttahúsið væri kominn Meistaravöllur sem er upphitaður með gervigrasi, föstum körfum og ýmsum æfingatækjum. Þarna eru þrep sem notuð eru sem sæti í útikennslu og eru jafnframt stúka til að fylgjast með íþróttum.
Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira