Hlutur Róberts metinn á um 226 milljarða króna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2022 20:01 Róbert Wessman á ennþá um 36% hlut í Alvotech sem er metið á um 630 milljarða króna. NASDAQ Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessman var í dag skráð á markað í Bandaríkjunum aðeins tíu árum eftir stofnun. Þá er fyrsta lyf fyrirtækisins nú komið í dreifingu í Kanada og Evrópu eftir að dómssátt náðist um leyfismál. Alvotech varð í dag eina íslenska fyrirtækið sem skráð er í NASDAQ kauphöllinni í New York. Skráningin tók gildi að loknum samruna við yfirtökufélagið Oaktree. Þá tóku innlendir og alþjóðlegir fjárfestar þátt í hlutafjáraukningu að andvirði um tuttugu og þriggja milljarða íslenskra króna króna á genginu 10 dollara á hlut eða sem samsvarar um eitt þúsund og þrjú hundruð krónum. Bandarískir fréttamiðlar gerðu skráningunni skil í dag. Stefnt er að því að setja fyrirtækið á markað í íslensku kauphöllinni 23. júní. Tíu ár eru síðan Róbert Wessman stofnaði Alvotech sem hefur síðustu ár unnið að þróun átta líftæknihliðstæðulyfja. Róbert segir að afar vel hafi gengið að fá inn nýtt hlutafé og þó markaðir vestra séu í mikilli óvissu er hann bjartsýnn á gengi félagsins. „Við munum svo bíða og sjá hvernig það mun ganga á næstu dögum og vikum,“ segir hann. Félaginu gekk nokkuð vel í kauphöllinni vestra í dag. Fyrirtækið hefur fengið markaðleyfi fyrir fyrsta líftæknihliðstæðulyf í Evrópu og Kanada, Humira, eftir dómsátt við annað lyfjafyrirtæki þar sem tekist var á um leyfismál og trúnaðarupplýsingar. Þá fær fyrirtækið að hefja sölu lyfsins í Bandaríkjunum á næsta ári. „Það var gríðarlegur áfangasigur að ná dómssátt á þessum forsendum,“ segir hann. Róbert á enn þá um 36% hlut í Alvotech sem er metið á um 630 milljarða króna, hlutur hans er því um 226 milljarða króna. Nokkuð hefur gustað um persónu Róberts í fjölmiðlum hér á landi undanfarin misseri. Hann segir að það hafi engin áhrif á setu sína sem stjórnarformaður fyrirtækisins. „Ég mun halda áfram að styðja við félagið alla vega næstu árin,“ segir Róbert. Kauphöllin Lyf Íslenskir bankar Líftækni Alvotech Tengdar fréttir Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. 16. júní 2022 13:16 Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00 Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Alvotech varð í dag eina íslenska fyrirtækið sem skráð er í NASDAQ kauphöllinni í New York. Skráningin tók gildi að loknum samruna við yfirtökufélagið Oaktree. Þá tóku innlendir og alþjóðlegir fjárfestar þátt í hlutafjáraukningu að andvirði um tuttugu og þriggja milljarða íslenskra króna króna á genginu 10 dollara á hlut eða sem samsvarar um eitt þúsund og þrjú hundruð krónum. Bandarískir fréttamiðlar gerðu skráningunni skil í dag. Stefnt er að því að setja fyrirtækið á markað í íslensku kauphöllinni 23. júní. Tíu ár eru síðan Róbert Wessman stofnaði Alvotech sem hefur síðustu ár unnið að þróun átta líftæknihliðstæðulyfja. Róbert segir að afar vel hafi gengið að fá inn nýtt hlutafé og þó markaðir vestra séu í mikilli óvissu er hann bjartsýnn á gengi félagsins. „Við munum svo bíða og sjá hvernig það mun ganga á næstu dögum og vikum,“ segir hann. Félaginu gekk nokkuð vel í kauphöllinni vestra í dag. Fyrirtækið hefur fengið markaðleyfi fyrir fyrsta líftæknihliðstæðulyf í Evrópu og Kanada, Humira, eftir dómsátt við annað lyfjafyrirtæki þar sem tekist var á um leyfismál og trúnaðarupplýsingar. Þá fær fyrirtækið að hefja sölu lyfsins í Bandaríkjunum á næsta ári. „Það var gríðarlegur áfangasigur að ná dómssátt á þessum forsendum,“ segir hann. Róbert á enn þá um 36% hlut í Alvotech sem er metið á um 630 milljarða króna, hlutur hans er því um 226 milljarða króna. Nokkuð hefur gustað um persónu Róberts í fjölmiðlum hér á landi undanfarin misseri. Hann segir að það hafi engin áhrif á setu sína sem stjórnarformaður fyrirtækisins. „Ég mun halda áfram að styðja við félagið alla vega næstu árin,“ segir Róbert.
Kauphöllin Lyf Íslenskir bankar Líftækni Alvotech Tengdar fréttir Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. 16. júní 2022 13:16 Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00 Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Bankarnir byrji í brekku Viðskipti innlent Almenningur fær forgang og lægsta verðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Sjá meira
Stærsta stund ferilsins í dag Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. 16. júní 2022 13:16
Hefur „óbilandi trú“ á Alvotech þótt aðstæður á markaði séu erfiðar Hlutabréf íslenska fyrirtækisins Alvotech, sem hefur unnið að þróun líftæknilyfja frá stofnun þess fyrir um áratug og kostað til um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði yfir 130 milljarða króna, verða tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni, stærsta hlutabréfamarkaði heims, í New York eftir hádegi í dag. Alvotech verður með því eina íslenska félagið sem er á bandarískum hlutabréfamarkaði. 16. júní 2022 06:00
Reynir braut siðareglur Blaðamannafélagsins með umfjöllun um Róbert Wessmann Siðanefnd Blaðafélags Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, hafi brotið siðareglur félagsins með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen. Samkvæmt siðanefndinni er brotið alvarlegt. 8. júní 2022 18:26