Stærsta stund ferilsins í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2022 13:16 Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech. Alvotech Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. Hlutabréfin í Alvotech verða skráð undir auðkenninu ALVO. Í skráningarferlinu aflaði Alvotech nýs hlutafjár að verðmæti tæplega 23 milljarða króna gegn útgáfu almennra hluta á genginu 10 Bandaríkjadalir, eða um 1300 íslenskra króna. Alvotech verður við skráningu eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum - en þetta er enn fremur í annað sinn sem íslenskt fyrirtæki er þar skráð. Það fyrsta var Decode, sem skráð var í kringum aldamótin en fór af bandarískum markaði 2010. Bréf í Alvotech verða jafnframt tekin til viðskipta í íslensku kauphöllinni frá og með 23. júní næstkomandi, en það yrði í fyrsta sinn sem bréf í íslensku fyrirtæki eru skráð samtímis til viðskipta í á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilefni skráningarinnar mun Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, opna markaði í kauphöllinni í New York í dag með því að hringja hinni víðfrægu bjöllu sem þar er. Beina útsendingu af bjölluhringingunni, sem hefst um 13:20 að íslenskum tíma, má nálgast hér og í spilaranum hér að ofan. „Ferillinn er búinn að vera... það hafa verið mörg fyrirtæki og þetta hefur gengið yfir það heila gríðarlega vel. En þetta er alveg langstærsta stundin af þeim öllum, held ég,“ segir Róbert. En aðstæður á mörkuðum, vestanhafs og hér heima, eru litaðar óvissu. Hlutabréf í frjálsu falli, verðbólga sögulega há og helstu seðlabankar iðnríkja hækka vexti. Róbert er þó bjartsýnn á viðtökur fjárfesta. „Félagið er komið með fyrsta lyfið á markað og við sjáum fyrir okkur að svona á komandi misserum verði reksturinn af félaginu mjög góður. Þannig að á endanum skiptir auðvitað mestu máli hvernig gengur og hvernig reksturinn gengur, þannig að við erum bjartsýn. Þó að ég sé sammála því að markaðsaðstæður gætu verið betri. En fyrirtækið er að gera gríðarlega góða hluti,“ segir Róbert Wessmann, stjórnarformaður Alvotech. Lyf Íslendingar erlendis Líftækni Bandaríkin Alvotech Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Hlutabréfin í Alvotech verða skráð undir auðkenninu ALVO. Í skráningarferlinu aflaði Alvotech nýs hlutafjár að verðmæti tæplega 23 milljarða króna gegn útgáfu almennra hluta á genginu 10 Bandaríkjadalir, eða um 1300 íslenskra króna. Alvotech verður við skráningu eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum - en þetta er enn fremur í annað sinn sem íslenskt fyrirtæki er þar skráð. Það fyrsta var Decode, sem skráð var í kringum aldamótin en fór af bandarískum markaði 2010. Bréf í Alvotech verða jafnframt tekin til viðskipta í íslensku kauphöllinni frá og með 23. júní næstkomandi, en það yrði í fyrsta sinn sem bréf í íslensku fyrirtæki eru skráð samtímis til viðskipta í á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilefni skráningarinnar mun Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, opna markaði í kauphöllinni í New York í dag með því að hringja hinni víðfrægu bjöllu sem þar er. Beina útsendingu af bjölluhringingunni, sem hefst um 13:20 að íslenskum tíma, má nálgast hér og í spilaranum hér að ofan. „Ferillinn er búinn að vera... það hafa verið mörg fyrirtæki og þetta hefur gengið yfir það heila gríðarlega vel. En þetta er alveg langstærsta stundin af þeim öllum, held ég,“ segir Róbert. En aðstæður á mörkuðum, vestanhafs og hér heima, eru litaðar óvissu. Hlutabréf í frjálsu falli, verðbólga sögulega há og helstu seðlabankar iðnríkja hækka vexti. Róbert er þó bjartsýnn á viðtökur fjárfesta. „Félagið er komið með fyrsta lyfið á markað og við sjáum fyrir okkur að svona á komandi misserum verði reksturinn af félaginu mjög góður. Þannig að á endanum skiptir auðvitað mestu máli hvernig gengur og hvernig reksturinn gengur, þannig að við erum bjartsýn. Þó að ég sé sammála því að markaðsaðstæður gætu verið betri. En fyrirtækið er að gera gríðarlega góða hluti,“ segir Róbert Wessmann, stjórnarformaður Alvotech.
Lyf Íslendingar erlendis Líftækni Bandaríkin Alvotech Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira