Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2022 13:02 Vonast er til að útsýnispallurinn á Bolafjalli opni á næstunni þegar búið er að ganga frá öryggismálum þar. Vísir/Sigurjón Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans. Ábendingar borist um skort á viðhaldi Vísi bárust ábendingar þess efnis að vegurinn, sem liggur upp að útsýnispallinum á Bolafjalli, væri lokaður sökum skorts á viðhaldi og að Landhelgisgæslan, sem er með samning við NATO um umsjá vegarins, hafi ekki sinnt því hlutverki sem skyldi. Því kæmust akandi ekki upp að útsýnispallinum. Aðspurður út í gagnrýni á viðhald vegarins sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að erfiðlega hafi gengið að gera við veginn í vetur sökum skorts á efni á Vestfjörðum og hann væri því lokaður. Hins vegar væri gæslan í góðu samstarfi við Vegagerðina og bæjaryfirvöld í Bolungarvík. Öryggismál ekki enn frágengin Vísir hafði samband við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, sem sagði að það ætti eftir að hefla, rykbinda og stika veginn áður en umferð ferðamanna væri hleypt upp fjallið. Það væri þó ekki aðalástæðan fyrir lokun vegarins. Jón Páll Hreinsson var ráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur eftir kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Vegurinn væri fyrst og fremst lokaður af því það ætti eftir að ganga betur frá öryggismálum á útsýnispallinum og hann ekki tilbúinn fyrir ferðamenn. Jón Páll sagði að það hefði verið gaman að opna pallinn fyrr en snjóálag hefði ekki verið hagstætt og það væri enn 30-50 sentímetra gat á milli brúnarinnar og pallsins. Á mánudaginn yrði farið upp að pallinum til að moka frá honum og ganga endanlega frá öryggismálum. Í kjölfarið yrðu útsýnispallurinn og vegurinn opnaðir. Þá sagði hann að í venjulegu árferði væri án efa búið að opna pallinn en bærinn vilji ekki bera ábyrgð á því að eitthvað fari úrskeiðis þegar pallurinn er ekki orðinn öruggur. Semja um hver sjái um viðhald til framtíðar Jón Páll sagði bæinn hafa átt í farsælu samstarfi við Landhelgisgæsluna um veginn og framkvæmd pallsins. Bærinn væri hins vegar í samningaviðræðum við Landhelgisgæsluna um að taka yfir veghaldið í samstarfi við Vegagerðina. Hluti af því samkomulagi væri að ákveða til framtíðar hvernig væri best að viðhalda veginum af því að á næstu árum gætu komið þangað allt að 100 þúsund gestir. Allir sem kæmu að samkomulaginu, sveitarfélagið, Landhelgisgæslan og Vegagerðin, væru sammála um hvað þyrfti að gera með tilliti til vegarins en það ætti bara eftir að semja um hvernig það yrði útfært. Útsýnispallur á Bolafjalli Bolungarvík Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Ábendingar borist um skort á viðhaldi Vísi bárust ábendingar þess efnis að vegurinn, sem liggur upp að útsýnispallinum á Bolafjalli, væri lokaður sökum skorts á viðhaldi og að Landhelgisgæslan, sem er með samning við NATO um umsjá vegarins, hafi ekki sinnt því hlutverki sem skyldi. Því kæmust akandi ekki upp að útsýnispallinum. Aðspurður út í gagnrýni á viðhald vegarins sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, að erfiðlega hafi gengið að gera við veginn í vetur sökum skorts á efni á Vestfjörðum og hann væri því lokaður. Hins vegar væri gæslan í góðu samstarfi við Vegagerðina og bæjaryfirvöld í Bolungarvík. Öryggismál ekki enn frágengin Vísir hafði samband við Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra Bolungarvíkur, sem sagði að það ætti eftir að hefla, rykbinda og stika veginn áður en umferð ferðamanna væri hleypt upp fjallið. Það væri þó ekki aðalástæðan fyrir lokun vegarins. Jón Páll Hreinsson var ráðinn bæjarstjóri Bolungarvíkur eftir kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Vegurinn væri fyrst og fremst lokaður af því það ætti eftir að ganga betur frá öryggismálum á útsýnispallinum og hann ekki tilbúinn fyrir ferðamenn. Jón Páll sagði að það hefði verið gaman að opna pallinn fyrr en snjóálag hefði ekki verið hagstætt og það væri enn 30-50 sentímetra gat á milli brúnarinnar og pallsins. Á mánudaginn yrði farið upp að pallinum til að moka frá honum og ganga endanlega frá öryggismálum. Í kjölfarið yrðu útsýnispallurinn og vegurinn opnaðir. Þá sagði hann að í venjulegu árferði væri án efa búið að opna pallinn en bærinn vilji ekki bera ábyrgð á því að eitthvað fari úrskeiðis þegar pallurinn er ekki orðinn öruggur. Semja um hver sjái um viðhald til framtíðar Jón Páll sagði bæinn hafa átt í farsælu samstarfi við Landhelgisgæsluna um veginn og framkvæmd pallsins. Bærinn væri hins vegar í samningaviðræðum við Landhelgisgæsluna um að taka yfir veghaldið í samstarfi við Vegagerðina. Hluti af því samkomulagi væri að ákveða til framtíðar hvernig væri best að viðhalda veginum af því að á næstu árum gætu komið þangað allt að 100 þúsund gestir. Allir sem kæmu að samkomulaginu, sveitarfélagið, Landhelgisgæslan og Vegagerðin, væru sammála um hvað þyrfti að gera með tilliti til vegarins en það ætti bara eftir að semja um hvernig það yrði útfært.
Útsýnispallur á Bolafjalli Bolungarvík Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31 Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11 Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Fékk að fylgjast með byggingu útsýnispallsins á Bolafjalli Í Gulla Byggi á Stöð 2 í gærkvöldi var fylgst með því þegar útsýnispallur uppi á Bolafjalli við Bolungarvík var reistur. 25. október 2021 12:31
Útsýnispallur leiði ferðafólk í kaffi og kleinur í Skálavík Eigendur eyðijarðar í Skálavík, vestan Bolungarvíkur, sjá fram á að útsýnispallurinn á Bolafjalli komi til með að hafa svo mikið aðdráttarafl að grundvöllur verði til að opna kaffihús. Bóndabær, sem fór í eyði fyrir hartnær sextíu árum, muni þannig lifna við. 20. október 2021 22:11
Stöðva framkvæmdir á Bolafjalli þar sem byggingaleyfi vantar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur stöðvað framkvæmdir við útsýnispall á Bolafjalli við Bolungarvík þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. 27. ágúst 2021 19:01