Víkingar skoruðu öll mörkin í þriggja marka leik á móti HK | FH með stórsigur gegn Grindavík Atli Arason skrifar 15. júní 2022 22:00 Svanhildur Ylfa skoraði bæði sjálfsmark og sigurmarkið í leik Víkings og HK. Hér er hún ásamt þjálfara Víkings, John Henry Andrews Facebook/Víkingur Þrír leikir fóru fram í kvöld í Lengjudeild kvenna í fótbolta. Víkingar knúðu fram eins marks sigur á HK í Víkini þar sem heimakonur skoruðu öll þrjú mörkin í 2-1 sigri. FH fór auðveldlega í gegnum Grindavík í Kaplakrikanum þar sem heimakonur unnu 6-0 sigur. Fylkir sótti svo þrjú stig á Kópavogsvelli með 0-2 sigri. Í Víkinni kom Christabel Oduro heimakonum yfir á 33. mínútu og Víkingar voru 1-0 yfir í hálfleik. Á fimm mínútna kafla var komið að Svanhildi Ylfu Dagbjartsdóttur, leikmanni Víkings, sem setti boltann yfir línuna í bæði mörkin. Svanhildur tvöfaldaði fyrst forskot Víkings með marki á 61. mínútu áður en hún varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 66. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Víking. Víkingar stökkva yfir HK og lyfta sér upp í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. tímabundið, með 15 stig. HK er með jafn mörg stig í 3. sæti en lakari markatölu. FH var ekki í neinum vandræðum með Grindavík en Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Ashouri, Colleen Kennedy og Ester Rós Arnarsdóttir skoruðu eitt mark hver ásamt tveimur mörkum frá Kristin Schurr í sitthvorum hálfleiknum, 6-0. FH rígheldur í toppsætið eftir sinn þriðja sigur í röð. Hafnfirðingar eru með 19 stig eftir sjö umferðir. Grindvíkingar eru í 6. sæti með sjö stig. Á Kópavogsvelli var Fylkir í heimsókn hjá Augnablik þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk gegn engu frá Augnablik. Vienna Behnke og Tinna Harðardóttir gerðu mörk Fylkis í sitthvorum hálfleiknum. Augnablik og Fylkir eru jöfn í 7. og 8. sæti deildarinnar, bæði með 6 stig og sömu markatölu. Augnablik hefur þó skorað fleiri mörk á tímabilinu. 7. umferðin klárast svo á sunnudaginn með tveimur leikjum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara koma frá heimasíðu KSÍ.is Lengjudeild kvenna Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík HK FH Grindavík Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Sjá meira
Í Víkinni kom Christabel Oduro heimakonum yfir á 33. mínútu og Víkingar voru 1-0 yfir í hálfleik. Á fimm mínútna kafla var komið að Svanhildi Ylfu Dagbjartsdóttur, leikmanni Víkings, sem setti boltann yfir línuna í bæði mörkin. Svanhildur tvöfaldaði fyrst forskot Víkings með marki á 61. mínútu áður en hún varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 66. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Víking. Víkingar stökkva yfir HK og lyfta sér upp í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. tímabundið, með 15 stig. HK er með jafn mörg stig í 3. sæti en lakari markatölu. FH var ekki í neinum vandræðum með Grindavík en Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Ashouri, Colleen Kennedy og Ester Rós Arnarsdóttir skoruðu eitt mark hver ásamt tveimur mörkum frá Kristin Schurr í sitthvorum hálfleiknum, 6-0. FH rígheldur í toppsætið eftir sinn þriðja sigur í röð. Hafnfirðingar eru með 19 stig eftir sjö umferðir. Grindvíkingar eru í 6. sæti með sjö stig. Á Kópavogsvelli var Fylkir í heimsókn hjá Augnablik þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk gegn engu frá Augnablik. Vienna Behnke og Tinna Harðardóttir gerðu mörk Fylkis í sitthvorum hálfleiknum. Augnablik og Fylkir eru jöfn í 7. og 8. sæti deildarinnar, bæði með 6 stig og sömu markatölu. Augnablik hefur þó skorað fleiri mörk á tímabilinu. 7. umferðin klárast svo á sunnudaginn með tveimur leikjum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara koma frá heimasíðu KSÍ.is
Lengjudeild kvenna Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík HK FH Grindavík Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Sjá meira