Víkingar skoruðu öll mörkin í þriggja marka leik á móti HK | FH með stórsigur gegn Grindavík Atli Arason skrifar 15. júní 2022 22:00 Svanhildur Ylfa skoraði bæði sjálfsmark og sigurmarkið í leik Víkings og HK. Hér er hún ásamt þjálfara Víkings, John Henry Andrews Facebook/Víkingur Þrír leikir fóru fram í kvöld í Lengjudeild kvenna í fótbolta. Víkingar knúðu fram eins marks sigur á HK í Víkini þar sem heimakonur skoruðu öll þrjú mörkin í 2-1 sigri. FH fór auðveldlega í gegnum Grindavík í Kaplakrikanum þar sem heimakonur unnu 6-0 sigur. Fylkir sótti svo þrjú stig á Kópavogsvelli með 0-2 sigri. Í Víkinni kom Christabel Oduro heimakonum yfir á 33. mínútu og Víkingar voru 1-0 yfir í hálfleik. Á fimm mínútna kafla var komið að Svanhildi Ylfu Dagbjartsdóttur, leikmanni Víkings, sem setti boltann yfir línuna í bæði mörkin. Svanhildur tvöfaldaði fyrst forskot Víkings með marki á 61. mínútu áður en hún varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 66. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Víking. Víkingar stökkva yfir HK og lyfta sér upp í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. tímabundið, með 15 stig. HK er með jafn mörg stig í 3. sæti en lakari markatölu. FH var ekki í neinum vandræðum með Grindavík en Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Ashouri, Colleen Kennedy og Ester Rós Arnarsdóttir skoruðu eitt mark hver ásamt tveimur mörkum frá Kristin Schurr í sitthvorum hálfleiknum, 6-0. FH rígheldur í toppsætið eftir sinn þriðja sigur í röð. Hafnfirðingar eru með 19 stig eftir sjö umferðir. Grindvíkingar eru í 6. sæti með sjö stig. Á Kópavogsvelli var Fylkir í heimsókn hjá Augnablik þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk gegn engu frá Augnablik. Vienna Behnke og Tinna Harðardóttir gerðu mörk Fylkis í sitthvorum hálfleiknum. Augnablik og Fylkir eru jöfn í 7. og 8. sæti deildarinnar, bæði með 6 stig og sömu markatölu. Augnablik hefur þó skorað fleiri mörk á tímabilinu. 7. umferðin klárast svo á sunnudaginn með tveimur leikjum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara koma frá heimasíðu KSÍ.is Lengjudeild kvenna Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík HK FH Grindavík Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Í Víkinni kom Christabel Oduro heimakonum yfir á 33. mínútu og Víkingar voru 1-0 yfir í hálfleik. Á fimm mínútna kafla var komið að Svanhildi Ylfu Dagbjartsdóttur, leikmanni Víkings, sem setti boltann yfir línuna í bæði mörkin. Svanhildur tvöfaldaði fyrst forskot Víkings með marki á 61. mínútu áður en hún varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 66. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Víking. Víkingar stökkva yfir HK og lyfta sér upp í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. tímabundið, með 15 stig. HK er með jafn mörg stig í 3. sæti en lakari markatölu. FH var ekki í neinum vandræðum með Grindavík en Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Ashouri, Colleen Kennedy og Ester Rós Arnarsdóttir skoruðu eitt mark hver ásamt tveimur mörkum frá Kristin Schurr í sitthvorum hálfleiknum, 6-0. FH rígheldur í toppsætið eftir sinn þriðja sigur í röð. Hafnfirðingar eru með 19 stig eftir sjö umferðir. Grindvíkingar eru í 6. sæti með sjö stig. Á Kópavogsvelli var Fylkir í heimsókn hjá Augnablik þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk gegn engu frá Augnablik. Vienna Behnke og Tinna Harðardóttir gerðu mörk Fylkis í sitthvorum hálfleiknum. Augnablik og Fylkir eru jöfn í 7. og 8. sæti deildarinnar, bæði með 6 stig og sömu markatölu. Augnablik hefur þó skorað fleiri mörk á tímabilinu. 7. umferðin klárast svo á sunnudaginn með tveimur leikjum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara koma frá heimasíðu KSÍ.is
Lengjudeild kvenna Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík HK FH Grindavík Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira