KR með gríðarlegt tak á fornu fjendunum frá Akranesi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 13:01 Það er alltaf hart barist þegar KR og ÍA mætast. Skagamönnum hefur þó gengið heldur illa að næla í stig gegn erkifjendunum undanfarin ár. Vísir/Hulda Margrét Besta deild karla í fótbolta hefst að nýju í kvöld eftir dágóða pásum sökum leikja íslenska A- og U-21 árs landsliðsins. Íslands- og bikarmeistarar Víkings heimsækja Vestmannaeyjar á meðan KR tekur á móti ÍA í Vesturbænum. Ekki hefur verið leikið í Bestu deild karla síðan 29. maí en loks getur stuðningsfólk liðanna tekið gleði sína á ný þar sem tveir leikir eru á dagskrá í kvöld og svo fjórir á morgun. Krían svokallaða er stórleikur kvöldsins en þar mætast hinir fornu fjendur KR og ÍA. Gengi liðanna hefur verið nokkuð ólíkt í sumar og þá sérstaklega áður en landsleikjahléið skall á. KR hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar. Þá hafði liðið skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir hlé. Ef frá er talinn bikarsigur ÍA á 3. deildarliði Sindra þá hefur ÍA ekki unnið leik síðan þann 24. apríl þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Víkings. Liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum en fengið á sig níu mörk á sama tíma. Ofan á þessa tölfræði bætist sú staðreynd að Skagamönnum hefur gengið einkar illa gegn KR undanfarin misseri. Þar að fara aftur til 23. júní árið 2016 til að finna síðasta deildarsigur ÍA í Kríunni. Fékk þessa töflu senda frá talnaglöggum vinnufélaga í dag. #Skagamenn #KRÍA pic.twitter.com/y7NDDMGJx6— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) June 14, 2022 Liðin hafa mæst níu sinnum á þessum tíma og aldrei hefur ÍA unnið. Frá 23. júní – þar sem ÍA vann 2-1 útisigur – hefur KR unnið átta leiki á meðan einum lauk með jafntefli. Markatalan er 20-6 KR í hag. Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021) Hvort ÍA takist að endurtaka leikinn frá 23. júní 2016 kemur í ljós í kvöld. Það gæti þó reynst þrautin þyngri ef Bjarni Guðjónsson verður áfram á varamannabekk KR. Það vakti athygli íþróttadeildar þegar Bjarni – sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri KR – var skráður sem liðsstjóri á skýrslu KR í 3-0 sigri liðsins á Stjörnunni. Bjarni stjórnaði auðvitað miðsvæði KR um árabil ásamt því sem hann hefur sinnt stöðu aðal- og aðstoðarþjálfara hjá félaginu. Bjarni var svo uppfærður í stöðu aðstoðarþjálfara er KR heimsótti Kaplakrika. Þar vann KR 3-2 útisigur á FH og virðist sem sóknarleikur liðsins blómstri með Bjarna á hliðarlínunni. Uppalinn á Akranesi en goðsögn í Vesturbænum.Vísir/Bára Dröfn Í stuttu spjalli við Vísi sagði Bjarni að hann væri ekki varanlegur meðlimur í þjálfarateymi liðsins. Það fer þó ekkert á milli mála að innkoma hans hefur haft góð áhrif og hver veit nema hann verði á hliðarlínunni í kvöld er KR mætir uppeldisfélagi hans. Leikur KR og ÍA hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og beinni textalýsingu á Vísi. Að leik loknum mun Stúkan gera upp leikinn í Vesturbænum sem og leikinn í Vestmannaeyjum. Sá verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Ekki hefur verið leikið í Bestu deild karla síðan 29. maí en loks getur stuðningsfólk liðanna tekið gleði sína á ný þar sem tveir leikir eru á dagskrá í kvöld og svo fjórir á morgun. Krían svokallaða er stórleikur kvöldsins en þar mætast hinir fornu fjendur KR og ÍA. Gengi liðanna hefur verið nokkuð ólíkt í sumar og þá sérstaklega áður en landsleikjahléið skall á. KR hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deild og bikar. Þá hafði liðið skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum sínum fyrir hlé. Ef frá er talinn bikarsigur ÍA á 3. deildarliði Sindra þá hefur ÍA ekki unnið leik síðan þann 24. apríl þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Víkings. Liðið hefur ekki skorað í síðustu fjórum deildarleikjum sínum en fengið á sig níu mörk á sama tíma. Ofan á þessa tölfræði bætist sú staðreynd að Skagamönnum hefur gengið einkar illa gegn KR undanfarin misseri. Þar að fara aftur til 23. júní árið 2016 til að finna síðasta deildarsigur ÍA í Kríunni. Fékk þessa töflu senda frá talnaglöggum vinnufélaga í dag. #Skagamenn #KRÍA pic.twitter.com/y7NDDMGJx6— Snorri Kristleifsson (@snorri_k) June 14, 2022 Liðin hafa mæst níu sinnum á þessum tíma og aldrei hefur ÍA unnið. Frá 23. júní – þar sem ÍA vann 2-1 útisigur – hefur KR unnið átta leiki á meðan einum lauk með jafntefli. Markatalan er 20-6 KR í hag. Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021) Hvort ÍA takist að endurtaka leikinn frá 23. júní 2016 kemur í ljós í kvöld. Það gæti þó reynst þrautin þyngri ef Bjarni Guðjónsson verður áfram á varamannabekk KR. Það vakti athygli íþróttadeildar þegar Bjarni – sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri KR – var skráður sem liðsstjóri á skýrslu KR í 3-0 sigri liðsins á Stjörnunni. Bjarni stjórnaði auðvitað miðsvæði KR um árabil ásamt því sem hann hefur sinnt stöðu aðal- og aðstoðarþjálfara hjá félaginu. Bjarni var svo uppfærður í stöðu aðstoðarþjálfara er KR heimsótti Kaplakrika. Þar vann KR 3-2 útisigur á FH og virðist sem sóknarleikur liðsins blómstri með Bjarna á hliðarlínunni. Uppalinn á Akranesi en goðsögn í Vesturbænum.Vísir/Bára Dröfn Í stuttu spjalli við Vísi sagði Bjarni að hann væri ekki varanlegur meðlimur í þjálfarateymi liðsins. Það fer þó ekkert á milli mála að innkoma hans hefur haft góð áhrif og hver veit nema hann verði á hliðarlínunni í kvöld er KR mætir uppeldisfélagi hans. Leikur KR og ÍA hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og beinni textalýsingu á Vísi. Að leik loknum mun Stúkan gera upp leikinn í Vesturbænum sem og leikinn í Vestmannaeyjum. Sá verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Síðustu níu viðureignir liðanna ÍA 0-1 KR (2016) KR 2-1 ÍA (2017) ÍA 1-1 KR (2017) ÍA 1-3 KR (2019) KR 2-0 ÍA (2019) ÍA 1-2 KR (2020) KR 4-1 ÍA (2020) KR 3-1 ÍA (2021) ÍA 0-2 KR (2021)
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira