„Leikmennirnir sjá að þær geta spilað fótbolta“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 14. júní 2022 21:30 Christopher Harrington er nýr þjálfari KR. KR „Þetta var góður leikur, mér fannst við vera aðeins betri en þær í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum. Við hefðum geta tapað leiknum í lokin en sem betur fer gerðum við vel,“ sagði Christopher Thomas Harrington þjálfari KR eftir jafntefli á móti Þór/KA á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld. „Ef þú kemur til Akureyrar og skorar þrjú mörk þá ætti það að nægja og raun ætti það að nægja í flestum leikjum þannig við erum svekkt að því leitinu að ná ekki í þrjú stig. Þetta hefði getað endað báðum meginn og eins og ég sagði áðan þá hefðum við getað tapað þannig við tökum stigið þótt auðvitað hefðu þrjú stig verið betra.“ Það er stígandi í KR liðinu að mati Harrington. „Mér finnst við hafa staðið okkur vel í síðustu þremur leikjum, á móti Þrótt þá voru við mjög góðar í fyrri hálfleik þar sem þær áttu ekki skot á markið okkar og í þeim leik missum við svolítið kraftinn í seinni hálfleik.“ „Í dag fannst mér þetta snúast um að byggja upp jákvætt hugarfar og trúa á það sem við erum að gera, að leikmennirnir sjái að þær geta vel spilað fótbolta og að þær hætti að sparka boltanum langt. Mér fannst það ganga vel í dag og það skiptir máli þessi hugarfars breyting. Við erum ánægð á hvaða leið við erum og við ætlum að halda áfram að byggja ofan á það.“ Guðmunda Brynja Óladóttir varð fyrir höfuðmeislum í leiknum og þurfti að fara af velli. „Við vitum ekki alveg hversu alvarlegt þetta er ennþá, hún er í ágætu standi inn í klefa en vonandi er þetta ekki slæmt því hún er svo mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það sást í dag á leik okkar hvað við misstum mikið þegar hún fór út af, vonandi getur hún spilað með okkur á sunnudaginn.“ KR komst tvisvar yfir í leiknum og voru betri á vellinum í fyrri hálfleik. „Þær eru mjög svekktar með þessi úrslit og það í raun segir allt sem segja þarf, hvernig þær hafa breytt því hvernig þær horfa á sína frammistöður. Við erum ekki ánægð með stigið því við vildum þrjú en við erum heldur ekki of svekktar. Stigið gerir kannski ekki mikið hvað varðar stöðuna í deildinni en þetta er samt ekki tap og það er gott“ KR Þór Akureyri KA Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira
„Ef þú kemur til Akureyrar og skorar þrjú mörk þá ætti það að nægja og raun ætti það að nægja í flestum leikjum þannig við erum svekkt að því leitinu að ná ekki í þrjú stig. Þetta hefði getað endað báðum meginn og eins og ég sagði áðan þá hefðum við getað tapað þannig við tökum stigið þótt auðvitað hefðu þrjú stig verið betra.“ Það er stígandi í KR liðinu að mati Harrington. „Mér finnst við hafa staðið okkur vel í síðustu þremur leikjum, á móti Þrótt þá voru við mjög góðar í fyrri hálfleik þar sem þær áttu ekki skot á markið okkar og í þeim leik missum við svolítið kraftinn í seinni hálfleik.“ „Í dag fannst mér þetta snúast um að byggja upp jákvætt hugarfar og trúa á það sem við erum að gera, að leikmennirnir sjái að þær geta vel spilað fótbolta og að þær hætti að sparka boltanum langt. Mér fannst það ganga vel í dag og það skiptir máli þessi hugarfars breyting. Við erum ánægð á hvaða leið við erum og við ætlum að halda áfram að byggja ofan á það.“ Guðmunda Brynja Óladóttir varð fyrir höfuðmeislum í leiknum og þurfti að fara af velli. „Við vitum ekki alveg hversu alvarlegt þetta er ennþá, hún er í ágætu standi inn í klefa en vonandi er þetta ekki slæmt því hún er svo mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það sást í dag á leik okkar hvað við misstum mikið þegar hún fór út af, vonandi getur hún spilað með okkur á sunnudaginn.“ KR komst tvisvar yfir í leiknum og voru betri á vellinum í fyrri hálfleik. „Þær eru mjög svekktar með þessi úrslit og það í raun segir allt sem segja þarf, hvernig þær hafa breytt því hvernig þær horfa á sína frammistöður. Við erum ekki ánægð með stigið því við vildum þrjú en við erum heldur ekki of svekktar. Stigið gerir kannski ekki mikið hvað varðar stöðuna í deildinni en þetta er samt ekki tap og það er gott“
KR Þór Akureyri KA Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sjá meira