Rekstrarafkoma í sjávarútvegi: Hverjar eru staðreyndirnar? Magnús Örn Gunnarsson skrifar 14. júní 2022 11:30 Þeir sem þekkja til alþjóðlegs atvinnulífs eru samdóma um að sjávarútvegurinn sé fremsti atvinnuvegur þjóðarinnar og raunar sá eini sem skarar fram úr sömu atvinnuvegum annarra þjóða. Getur verið að það sé vegna þessa góða árangurs sem sjávarútvegurinn hefur orðið að pólitísku bitbeini og hefur þurft að þola meiri rangfærslur og illmælgi en aðrir atvinnuvegir hér á landi? Gægjast hér enn fram hinir leiðu kvillar; öfund og afbrýði? Viðtöl við Indriða Þorláksson og Þórólf Matthíasson Fyrir nokkrum dögum birtust tvö viðtöl í þessum miður smekklega tón í Fréttablaðinu. Þessi viðtöl voru annars vegar við Indriða Þorláksson fyrrverandi skattstjóra (3. júní sl.) og hins vegar Þórólf Matthíasson prófessor (4. júní sl.), en þessir tveir herramenn hafa gjarnan verið samstíga í rangfærslum um sjávarútveg og kröfum um um að sá atvinnuvegur verði skattlagður umfram aðra. Í þessum viðtölum fylgir hver rangfærslan og rökleysan í kjölfar annarrar og ekki tök á því í stuttri grein að taka á því öllu saman. Vonandi gefst tækifæri til þess síðar. Hér verður einungis fjallað um eina helstu forsenduna í málflutningi þeirra, þá að rekstrarhagnaður í sjávarútvegi sé meiri en gengur og gerist í öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Hagnaður í sjávarútvegi miðað við hagnað í heildsölu og smásölu Hagstofa Íslands tekur saman og samræmir gögn um rekstur og efnahag fyrirtækja og flokkar í atvinnuvegi eftir svokölluðu ÍSAT-kerfi. Sú flokkun er ekki í ýkja góðu samræmi við það sem flestir landsmenn myndu kalla meginatvinnuvegi þjóðarinnar. Þó eru þar tekin saman gögn um sjávarútveg og verslunargreinarnar smásölu og heildsölu. Í þessum yfirlitum Hagstofunnar kemur í ljós að á tímabilinu 2015-2020 var hagnaður fyrir skatt (EBT) í heildsölu heldur hærri en í fiskveiðum og hagnaður í smásölu er svipaður og í fiskveiðum. Þá er samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu svipaður og í sjávarútvegi í heild. Á árinu 2020, en til þess er vísað sérstaklega í ofangreindum viðtölum, var samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu samkvæmt yfirlitum Hagstofunnar um 52 mia. kr. en um 40 mia. kr. í sjávarútvegi í heild. Sé á annað borð ástæða til að fjargviðrast yfir hagnaði í sjávarútvegi eins og þeir Indriði og Þórólfur gera virðist því miklu meiri ástæða fyrir þá til að gera það vegna hagnaðar í heildsölu og smásölu. Minni arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi en heildsölu og smásölu Frá hagfræðilegu sjónarmiði skiptir arðsemi þess fjár sem bundið er í atvinnuvegum jafnvel meira máli en heildarhagnaður. Margir slíkir arðsemismælikvarðar eru til. Einn sá notadrýgsti er arðsemi eigin fjár, þ.e. sá arður sem eigendur hafa af því fé sem þeir binda í viðkomandi fyrirtækjarekstri. Í ljós kemur í fyrrgreindum yfirlitum Hagstofunnar er arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi talsvert minni að jafnaði á tímabilinu 2015-20 heldur en i bæði smásölu og heildsölu. Það þýðir einfaldlega að vænlegra er fyrir fjárfesta að festa fé sitt í heildsölu og/eða smásölu heldur en í í sjávarútvegi. Meiri rekstraráhætta í sjávarútvegi Gögn Hagstofunnar sýna jafnframt að á tímabilinu 2015-20 var mun meiri breytileiki í rekstrarafkomu sjávarútvegs en í bæði heildsölu og smásölu sem og þessum greinum samanlagt. Breytileikastuðulinn fyrir hina ýmsu afkomumælikvarða var tvisvar til fjórum sinnum hærri í sjávarútvegi en í verslunargreinunum tveimur. Nærtækt er að túlka þetta svo að rekstraráhætta í sjávarútvegi sé að sama skapi meiri en í heildsölu og smásölu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Kjarni málsins er hins vegar sá að meiri rekstraráhætta krefst hærri hagnaðar að jafnaði. Af þeirri ástæðu ætti hagnaður í sjávarútvegi við eðlilegar aðstæður í hagkerfinu að vera meiri en í heildsölu og smásölu. Það er hann hins vegar ekki eins og fram hefur komið. Aðrir atvinnuvegir Rekstrarafkoma í öðrum megingreinum efnahagslífsins eins og orkuframleiðslu og bankastarfsemi liggur ekki fyrir með jafnskýrum hætti í gögnum Hagstofunnar. Lauslegar athuganir á rekstrarreikningum þeirra bendir til að rekstrarhagnaður þeirra sé síst minni og jafnvel meiri en í fiskveiðum og sjávarútvegi. Lokaorð Nú er auðvitað hverjum sem er heimilt að leggja til að sjávarútvegur sé skattlagður umfram aðra atvinnuvegi. Eigi hins vegar að taka slíkar hugmyndir um mismunun atvinnuvega alvarlega verður að styðja þær gildum rökum. Ofangreint sýnir að þau rök geta ekki verið að hagnaður í sjávarútvegi sé áberandi meiri en í öðrum greinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja til alþjóðlegs atvinnulífs eru samdóma um að sjávarútvegurinn sé fremsti atvinnuvegur þjóðarinnar og raunar sá eini sem skarar fram úr sömu atvinnuvegum annarra þjóða. Getur verið að það sé vegna þessa góða árangurs sem sjávarútvegurinn hefur orðið að pólitísku bitbeini og hefur þurft að þola meiri rangfærslur og illmælgi en aðrir atvinnuvegir hér á landi? Gægjast hér enn fram hinir leiðu kvillar; öfund og afbrýði? Viðtöl við Indriða Þorláksson og Þórólf Matthíasson Fyrir nokkrum dögum birtust tvö viðtöl í þessum miður smekklega tón í Fréttablaðinu. Þessi viðtöl voru annars vegar við Indriða Þorláksson fyrrverandi skattstjóra (3. júní sl.) og hins vegar Þórólf Matthíasson prófessor (4. júní sl.), en þessir tveir herramenn hafa gjarnan verið samstíga í rangfærslum um sjávarútveg og kröfum um um að sá atvinnuvegur verði skattlagður umfram aðra. Í þessum viðtölum fylgir hver rangfærslan og rökleysan í kjölfar annarrar og ekki tök á því í stuttri grein að taka á því öllu saman. Vonandi gefst tækifæri til þess síðar. Hér verður einungis fjallað um eina helstu forsenduna í málflutningi þeirra, þá að rekstrarhagnaður í sjávarútvegi sé meiri en gengur og gerist í öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Hagnaður í sjávarútvegi miðað við hagnað í heildsölu og smásölu Hagstofa Íslands tekur saman og samræmir gögn um rekstur og efnahag fyrirtækja og flokkar í atvinnuvegi eftir svokölluðu ÍSAT-kerfi. Sú flokkun er ekki í ýkja góðu samræmi við það sem flestir landsmenn myndu kalla meginatvinnuvegi þjóðarinnar. Þó eru þar tekin saman gögn um sjávarútveg og verslunargreinarnar smásölu og heildsölu. Í þessum yfirlitum Hagstofunnar kemur í ljós að á tímabilinu 2015-2020 var hagnaður fyrir skatt (EBT) í heildsölu heldur hærri en í fiskveiðum og hagnaður í smásölu er svipaður og í fiskveiðum. Þá er samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu svipaður og í sjávarútvegi í heild. Á árinu 2020, en til þess er vísað sérstaklega í ofangreindum viðtölum, var samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu samkvæmt yfirlitum Hagstofunnar um 52 mia. kr. en um 40 mia. kr. í sjávarútvegi í heild. Sé á annað borð ástæða til að fjargviðrast yfir hagnaði í sjávarútvegi eins og þeir Indriði og Þórólfur gera virðist því miklu meiri ástæða fyrir þá til að gera það vegna hagnaðar í heildsölu og smásölu. Minni arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi en heildsölu og smásölu Frá hagfræðilegu sjónarmiði skiptir arðsemi þess fjár sem bundið er í atvinnuvegum jafnvel meira máli en heildarhagnaður. Margir slíkir arðsemismælikvarðar eru til. Einn sá notadrýgsti er arðsemi eigin fjár, þ.e. sá arður sem eigendur hafa af því fé sem þeir binda í viðkomandi fyrirtækjarekstri. Í ljós kemur í fyrrgreindum yfirlitum Hagstofunnar er arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi talsvert minni að jafnaði á tímabilinu 2015-20 heldur en i bæði smásölu og heildsölu. Það þýðir einfaldlega að vænlegra er fyrir fjárfesta að festa fé sitt í heildsölu og/eða smásölu heldur en í í sjávarútvegi. Meiri rekstraráhætta í sjávarútvegi Gögn Hagstofunnar sýna jafnframt að á tímabilinu 2015-20 var mun meiri breytileiki í rekstrarafkomu sjávarútvegs en í bæði heildsölu og smásölu sem og þessum greinum samanlagt. Breytileikastuðulinn fyrir hina ýmsu afkomumælikvarða var tvisvar til fjórum sinnum hærri í sjávarútvegi en í verslunargreinunum tveimur. Nærtækt er að túlka þetta svo að rekstraráhætta í sjávarútvegi sé að sama skapi meiri en í heildsölu og smásölu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Kjarni málsins er hins vegar sá að meiri rekstraráhætta krefst hærri hagnaðar að jafnaði. Af þeirri ástæðu ætti hagnaður í sjávarútvegi við eðlilegar aðstæður í hagkerfinu að vera meiri en í heildsölu og smásölu. Það er hann hins vegar ekki eins og fram hefur komið. Aðrir atvinnuvegir Rekstrarafkoma í öðrum megingreinum efnahagslífsins eins og orkuframleiðslu og bankastarfsemi liggur ekki fyrir með jafnskýrum hætti í gögnum Hagstofunnar. Lauslegar athuganir á rekstrarreikningum þeirra bendir til að rekstrarhagnaður þeirra sé síst minni og jafnvel meiri en í fiskveiðum og sjávarútvegi. Lokaorð Nú er auðvitað hverjum sem er heimilt að leggja til að sjávarútvegur sé skattlagður umfram aðra atvinnuvegi. Eigi hins vegar að taka slíkar hugmyndir um mismunun atvinnuvega alvarlega verður að styðja þær gildum rökum. Ofangreint sýnir að þau rök geta ekki verið að hagnaður í sjávarútvegi sé áberandi meiri en í öðrum greinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun