Rekstrarafkoma í sjávarútvegi: Hverjar eru staðreyndirnar? Magnús Örn Gunnarsson skrifar 14. júní 2022 11:30 Þeir sem þekkja til alþjóðlegs atvinnulífs eru samdóma um að sjávarútvegurinn sé fremsti atvinnuvegur þjóðarinnar og raunar sá eini sem skarar fram úr sömu atvinnuvegum annarra þjóða. Getur verið að það sé vegna þessa góða árangurs sem sjávarútvegurinn hefur orðið að pólitísku bitbeini og hefur þurft að þola meiri rangfærslur og illmælgi en aðrir atvinnuvegir hér á landi? Gægjast hér enn fram hinir leiðu kvillar; öfund og afbrýði? Viðtöl við Indriða Þorláksson og Þórólf Matthíasson Fyrir nokkrum dögum birtust tvö viðtöl í þessum miður smekklega tón í Fréttablaðinu. Þessi viðtöl voru annars vegar við Indriða Þorláksson fyrrverandi skattstjóra (3. júní sl.) og hins vegar Þórólf Matthíasson prófessor (4. júní sl.), en þessir tveir herramenn hafa gjarnan verið samstíga í rangfærslum um sjávarútveg og kröfum um um að sá atvinnuvegur verði skattlagður umfram aðra. Í þessum viðtölum fylgir hver rangfærslan og rökleysan í kjölfar annarrar og ekki tök á því í stuttri grein að taka á því öllu saman. Vonandi gefst tækifæri til þess síðar. Hér verður einungis fjallað um eina helstu forsenduna í málflutningi þeirra, þá að rekstrarhagnaður í sjávarútvegi sé meiri en gengur og gerist í öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Hagnaður í sjávarútvegi miðað við hagnað í heildsölu og smásölu Hagstofa Íslands tekur saman og samræmir gögn um rekstur og efnahag fyrirtækja og flokkar í atvinnuvegi eftir svokölluðu ÍSAT-kerfi. Sú flokkun er ekki í ýkja góðu samræmi við það sem flestir landsmenn myndu kalla meginatvinnuvegi þjóðarinnar. Þó eru þar tekin saman gögn um sjávarútveg og verslunargreinarnar smásölu og heildsölu. Í þessum yfirlitum Hagstofunnar kemur í ljós að á tímabilinu 2015-2020 var hagnaður fyrir skatt (EBT) í heildsölu heldur hærri en í fiskveiðum og hagnaður í smásölu er svipaður og í fiskveiðum. Þá er samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu svipaður og í sjávarútvegi í heild. Á árinu 2020, en til þess er vísað sérstaklega í ofangreindum viðtölum, var samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu samkvæmt yfirlitum Hagstofunnar um 52 mia. kr. en um 40 mia. kr. í sjávarútvegi í heild. Sé á annað borð ástæða til að fjargviðrast yfir hagnaði í sjávarútvegi eins og þeir Indriði og Þórólfur gera virðist því miklu meiri ástæða fyrir þá til að gera það vegna hagnaðar í heildsölu og smásölu. Minni arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi en heildsölu og smásölu Frá hagfræðilegu sjónarmiði skiptir arðsemi þess fjár sem bundið er í atvinnuvegum jafnvel meira máli en heildarhagnaður. Margir slíkir arðsemismælikvarðar eru til. Einn sá notadrýgsti er arðsemi eigin fjár, þ.e. sá arður sem eigendur hafa af því fé sem þeir binda í viðkomandi fyrirtækjarekstri. Í ljós kemur í fyrrgreindum yfirlitum Hagstofunnar er arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi talsvert minni að jafnaði á tímabilinu 2015-20 heldur en i bæði smásölu og heildsölu. Það þýðir einfaldlega að vænlegra er fyrir fjárfesta að festa fé sitt í heildsölu og/eða smásölu heldur en í í sjávarútvegi. Meiri rekstraráhætta í sjávarútvegi Gögn Hagstofunnar sýna jafnframt að á tímabilinu 2015-20 var mun meiri breytileiki í rekstrarafkomu sjávarútvegs en í bæði heildsölu og smásölu sem og þessum greinum samanlagt. Breytileikastuðulinn fyrir hina ýmsu afkomumælikvarða var tvisvar til fjórum sinnum hærri í sjávarútvegi en í verslunargreinunum tveimur. Nærtækt er að túlka þetta svo að rekstraráhætta í sjávarútvegi sé að sama skapi meiri en í heildsölu og smásölu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Kjarni málsins er hins vegar sá að meiri rekstraráhætta krefst hærri hagnaðar að jafnaði. Af þeirri ástæðu ætti hagnaður í sjávarútvegi við eðlilegar aðstæður í hagkerfinu að vera meiri en í heildsölu og smásölu. Það er hann hins vegar ekki eins og fram hefur komið. Aðrir atvinnuvegir Rekstrarafkoma í öðrum megingreinum efnahagslífsins eins og orkuframleiðslu og bankastarfsemi liggur ekki fyrir með jafnskýrum hætti í gögnum Hagstofunnar. Lauslegar athuganir á rekstrarreikningum þeirra bendir til að rekstrarhagnaður þeirra sé síst minni og jafnvel meiri en í fiskveiðum og sjávarútvegi. Lokaorð Nú er auðvitað hverjum sem er heimilt að leggja til að sjávarútvegur sé skattlagður umfram aðra atvinnuvegi. Eigi hins vegar að taka slíkar hugmyndir um mismunun atvinnuvega alvarlega verður að styðja þær gildum rökum. Ofangreint sýnir að þau rök geta ekki verið að hagnaður í sjávarútvegi sé áberandi meiri en í öðrum greinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja til alþjóðlegs atvinnulífs eru samdóma um að sjávarútvegurinn sé fremsti atvinnuvegur þjóðarinnar og raunar sá eini sem skarar fram úr sömu atvinnuvegum annarra þjóða. Getur verið að það sé vegna þessa góða árangurs sem sjávarútvegurinn hefur orðið að pólitísku bitbeini og hefur þurft að þola meiri rangfærslur og illmælgi en aðrir atvinnuvegir hér á landi? Gægjast hér enn fram hinir leiðu kvillar; öfund og afbrýði? Viðtöl við Indriða Þorláksson og Þórólf Matthíasson Fyrir nokkrum dögum birtust tvö viðtöl í þessum miður smekklega tón í Fréttablaðinu. Þessi viðtöl voru annars vegar við Indriða Þorláksson fyrrverandi skattstjóra (3. júní sl.) og hins vegar Þórólf Matthíasson prófessor (4. júní sl.), en þessir tveir herramenn hafa gjarnan verið samstíga í rangfærslum um sjávarútveg og kröfum um um að sá atvinnuvegur verði skattlagður umfram aðra. Í þessum viðtölum fylgir hver rangfærslan og rökleysan í kjölfar annarrar og ekki tök á því í stuttri grein að taka á því öllu saman. Vonandi gefst tækifæri til þess síðar. Hér verður einungis fjallað um eina helstu forsenduna í málflutningi þeirra, þá að rekstrarhagnaður í sjávarútvegi sé meiri en gengur og gerist í öðrum greinum íslensks atvinnulífs. Hagnaður í sjávarútvegi miðað við hagnað í heildsölu og smásölu Hagstofa Íslands tekur saman og samræmir gögn um rekstur og efnahag fyrirtækja og flokkar í atvinnuvegi eftir svokölluðu ÍSAT-kerfi. Sú flokkun er ekki í ýkja góðu samræmi við það sem flestir landsmenn myndu kalla meginatvinnuvegi þjóðarinnar. Þó eru þar tekin saman gögn um sjávarútveg og verslunargreinarnar smásölu og heildsölu. Í þessum yfirlitum Hagstofunnar kemur í ljós að á tímabilinu 2015-2020 var hagnaður fyrir skatt (EBT) í heildsölu heldur hærri en í fiskveiðum og hagnaður í smásölu er svipaður og í fiskveiðum. Þá er samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu svipaður og í sjávarútvegi í heild. Á árinu 2020, en til þess er vísað sérstaklega í ofangreindum viðtölum, var samanlagður hagnaður fyrir skatt í heildsölu og smásölu samkvæmt yfirlitum Hagstofunnar um 52 mia. kr. en um 40 mia. kr. í sjávarútvegi í heild. Sé á annað borð ástæða til að fjargviðrast yfir hagnaði í sjávarútvegi eins og þeir Indriði og Þórólfur gera virðist því miklu meiri ástæða fyrir þá til að gera það vegna hagnaðar í heildsölu og smásölu. Minni arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi en heildsölu og smásölu Frá hagfræðilegu sjónarmiði skiptir arðsemi þess fjár sem bundið er í atvinnuvegum jafnvel meira máli en heildarhagnaður. Margir slíkir arðsemismælikvarðar eru til. Einn sá notadrýgsti er arðsemi eigin fjár, þ.e. sá arður sem eigendur hafa af því fé sem þeir binda í viðkomandi fyrirtækjarekstri. Í ljós kemur í fyrrgreindum yfirlitum Hagstofunnar er arðsemi eigin fjár í sjávarútvegi talsvert minni að jafnaði á tímabilinu 2015-20 heldur en i bæði smásölu og heildsölu. Það þýðir einfaldlega að vænlegra er fyrir fjárfesta að festa fé sitt í heildsölu og/eða smásölu heldur en í í sjávarútvegi. Meiri rekstraráhætta í sjávarútvegi Gögn Hagstofunnar sýna jafnframt að á tímabilinu 2015-20 var mun meiri breytileiki í rekstrarafkomu sjávarútvegs en í bæði heildsölu og smásölu sem og þessum greinum samanlagt. Breytileikastuðulinn fyrir hina ýmsu afkomumælikvarða var tvisvar til fjórum sinnum hærri í sjávarútvegi en í verslunargreinunum tveimur. Nærtækt er að túlka þetta svo að rekstraráhætta í sjávarútvegi sé að sama skapi meiri en í heildsölu og smásölu. Ætti það ekki að koma neinum á óvart. Kjarni málsins er hins vegar sá að meiri rekstraráhætta krefst hærri hagnaðar að jafnaði. Af þeirri ástæðu ætti hagnaður í sjávarútvegi við eðlilegar aðstæður í hagkerfinu að vera meiri en í heildsölu og smásölu. Það er hann hins vegar ekki eins og fram hefur komið. Aðrir atvinnuvegir Rekstrarafkoma í öðrum megingreinum efnahagslífsins eins og orkuframleiðslu og bankastarfsemi liggur ekki fyrir með jafnskýrum hætti í gögnum Hagstofunnar. Lauslegar athuganir á rekstrarreikningum þeirra bendir til að rekstrarhagnaður þeirra sé síst minni og jafnvel meiri en í fiskveiðum og sjávarútvegi. Lokaorð Nú er auðvitað hverjum sem er heimilt að leggja til að sjávarútvegur sé skattlagður umfram aðra atvinnuvegi. Eigi hins vegar að taka slíkar hugmyndir um mismunun atvinnuvega alvarlega verður að styðja þær gildum rökum. Ofangreint sýnir að þau rök geta ekki verið að hagnaður í sjávarútvegi sé áberandi meiri en í öðrum greinum. Höfundur er framkvæmdastjóri Rannsóknarmiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun