Lars myndi ekki spila eins og Arnar Þór Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 11:01 Lars á EM í Frakklandi sumarið 2016. Michael Regan/Getty Images Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, var sérfræðingur Viaplay á leik Íslands og Ísrael á Laugardalsvelli. Svínn fór yfir víðan völl er varðar landsliðið en eftir leik ræddi Lars meðal annars hvernig hann myndi spila ef hann væri við stjórnvölinn. Það þarf vart að ræða Lars og hans feril með íslenska karlalandsliðið. Hann tók við liðinu og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Hann er í dag hættur að þjálfa og var í hlutverki sérfræðings er Ísland gerði 2-2 jafntefli við Ísrael í gærkvöld. Fyrir leik þá ítrekaði hann þá staðreynd að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafi viljað starfa einn sem landsliðsþjálfari en Guðni Bergsson, þáverandi forseti KSÍ, réð Lars til starfa fyrir undankeppni HM sem fram fer í Katar nú síðar á þessu ári. Að leik loknum var Lars spurður út í hitt og þetta í leik íslenska liðsins. Hann var sérstaklega ánægður að sjá að löngu innköstin væru enn árangursrík og þá ræddi hann efnivið landsliðsins. „Það vantar smá líkamlegan styrk í liðið, mögulega kemur það með reynslu. Þegar þú spilar við virkilega góð lið þá þarftu það. Þetta var frekar vingjarnlegur leikur, ekki mikið um tæklingar og því um líkt. En margir áhugaverðir leikmenn og sumir þeirra ungir.“ Væri til í að sjá breytingu á leikkerfi „Ég talaði um það við Rúrik (Gíslason, fyrrverandi landsliðsmann og sérfræðing Viaplay) á meðan leik stóð. Mér finnst mjög áhugavert að sjá hvernig þeir spila án boltans. Kannski er Birkir Bjarnason að verða eldri og þreyttari en hann var alltaf einn af bestu leikmönnum liðsins er kom að því að leggja hart að sér og vinna fyrir liðið.“ „Ég kann samt að meta hvernig hann spilar þegar liðið er ekki með boltann. Hann er alltaf rétt staðsettur og hjálpar liðinu á þann hátt. Líka þó maður sjái hann ekki jafn mikið. Miðað við hvernig liðið spilar í dag þá þarf að vera mikil yfirferð á Birki, hann þarf að verjast á stóru svæði. Það er erfitt að hlaupa jafn mikið og áður á hans aldri en hann les leikinn enn virkilega vel,“ sagði Lars áður en Rúrik greip fram í og spurði hvort Lars myndi íhuga að spila með annan djúpan miðjumann við hlið Birkis. „Ég held að tveir djúpir séu alltaf góður kostur ef þú ert að spila á móti liði sem vitað er að sé betra en þú. Þá er hægt að spila með tvo framherja eða tvo sóknarþenkjandi miðjumenn fyrir framan,“ svaraði Lars. Hann bætti svo við hvaða leikkerfi hann myndi vilja spila. „Ég hef séð nokkra leiki í sjónvarpinu og hef hugsað með mér að það væri mjög áhugavert að sjá þetta lið spila 4-2-3-1 af því þeir hafa flinka og skemmtilega leikmenn. Það er mjög erfitt að skora gegn liði sem verst með tvo góða varnarmenn fyrir framan miðverðina sína.“ Segist kominn yfir hæðina „Þetta er mjög fín spurning nema þú sért bara að stríða mér. Þegar ég horfi í spegilinn sé ég að ég er kominn yfir hæðina, “ sagði Lars aðspurður hvort hann myndi taka við íslenska landsliðinu ef starfið stæði til boða. „Auðvitað saknar maður þess eftir að hafa hætt að þjálfa. Á sama tíma átta ég mig á að ég er ekki það ungur lengur. Það er áhugavert að vera hluti af því á einn eða annan hátt. Hjálpa smávegis hér og þar. En það kæmi mér verulega á óvart ef ég væri að þjálfa aftur.“ Fótbolti KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Það þarf vart að ræða Lars og hans feril með íslenska karlalandsliðið. Hann tók við liðinu og kom liðinu á sitt fyrsta stórmót frá upphafi. Hann er í dag hættur að þjálfa og var í hlutverki sérfræðings er Ísland gerði 2-2 jafntefli við Ísrael í gærkvöld. Fyrir leik þá ítrekaði hann þá staðreynd að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari hafi viljað starfa einn sem landsliðsþjálfari en Guðni Bergsson, þáverandi forseti KSÍ, réð Lars til starfa fyrir undankeppni HM sem fram fer í Katar nú síðar á þessu ári. Að leik loknum var Lars spurður út í hitt og þetta í leik íslenska liðsins. Hann var sérstaklega ánægður að sjá að löngu innköstin væru enn árangursrík og þá ræddi hann efnivið landsliðsins. „Það vantar smá líkamlegan styrk í liðið, mögulega kemur það með reynslu. Þegar þú spilar við virkilega góð lið þá þarftu það. Þetta var frekar vingjarnlegur leikur, ekki mikið um tæklingar og því um líkt. En margir áhugaverðir leikmenn og sumir þeirra ungir.“ Væri til í að sjá breytingu á leikkerfi „Ég talaði um það við Rúrik (Gíslason, fyrrverandi landsliðsmann og sérfræðing Viaplay) á meðan leik stóð. Mér finnst mjög áhugavert að sjá hvernig þeir spila án boltans. Kannski er Birkir Bjarnason að verða eldri og þreyttari en hann var alltaf einn af bestu leikmönnum liðsins er kom að því að leggja hart að sér og vinna fyrir liðið.“ „Ég kann samt að meta hvernig hann spilar þegar liðið er ekki með boltann. Hann er alltaf rétt staðsettur og hjálpar liðinu á þann hátt. Líka þó maður sjái hann ekki jafn mikið. Miðað við hvernig liðið spilar í dag þá þarf að vera mikil yfirferð á Birki, hann þarf að verjast á stóru svæði. Það er erfitt að hlaupa jafn mikið og áður á hans aldri en hann les leikinn enn virkilega vel,“ sagði Lars áður en Rúrik greip fram í og spurði hvort Lars myndi íhuga að spila með annan djúpan miðjumann við hlið Birkis. „Ég held að tveir djúpir séu alltaf góður kostur ef þú ert að spila á móti liði sem vitað er að sé betra en þú. Þá er hægt að spila með tvo framherja eða tvo sóknarþenkjandi miðjumenn fyrir framan,“ svaraði Lars. Hann bætti svo við hvaða leikkerfi hann myndi vilja spila. „Ég hef séð nokkra leiki í sjónvarpinu og hef hugsað með mér að það væri mjög áhugavert að sjá þetta lið spila 4-2-3-1 af því þeir hafa flinka og skemmtilega leikmenn. Það er mjög erfitt að skora gegn liði sem verst með tvo góða varnarmenn fyrir framan miðverðina sína.“ Segist kominn yfir hæðina „Þetta er mjög fín spurning nema þú sért bara að stríða mér. Þegar ég horfi í spegilinn sé ég að ég er kominn yfir hæðina, “ sagði Lars aðspurður hvort hann myndi taka við íslenska landsliðinu ef starfið stæði til boða. „Auðvitað saknar maður þess eftir að hafa hætt að þjálfa. Á sama tíma átta ég mig á að ég er ekki það ungur lengur. Það er áhugavert að vera hluti af því á einn eða annan hátt. Hjálpa smávegis hér og þar. En það kæmi mér verulega á óvart ef ég væri að þjálfa aftur.“
Fótbolti KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira