Af hverju skiptir kvennasáttmálinn máli? Rut Einarsdóttir skrifar 14. júní 2022 08:01 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Ísland hefur trónað á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) síðustu ár og má því segja að Ísland standi öðrum þjóðum framar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, enda hæla stjórnvöld sér oft af því á alþjóðavettvangi. En hvað þýðir það í stóra samhenginu? Þýðir það ekki að við þurfum að vera öðrum þjóðum fyrirmynd og passa að viðhalda og bæta jafnrétti hér á landi á sama tíma og við styðjum við aðrar þjóðir? Ísland undirritaði Kvennasáttmálann árið 1980, en hann var ekki fullgiltur af Alþingi fyrr en 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Með fullgildingu skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til þess að fara eftir sáttmálanum bæði við lagagerð og þegar mál fara fyrir dómstóla. Nú erum við vissulega með sterk jafnréttislög á Íslandi en samningurinn hefur þó ekki verið að fullu innleiddur í íslenska löggjöf. Þrátt fyrir að dómstólar eigi að horfa til alþjóðlegra sáttmála þegar dómar eru felldir, þá sjáum við það ítrekað að það virðist gleymast og eingöngu sé farið eftir íslenskum lögum, sem ekki eru jafn sterk og kvennasáttmálinn þegar kemur að mismunun gagnvart konum. Sem dæmi um það má nefna þá gagnrýni sem við setjum fram í skuggaskýrslunni sem nú hefur verið send til CEDAW nefndarinnar. Í 5. gr. sáttmálans kemur m.a. fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að breyta félagslegum og menningarlegum hegðunarvenjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að uppræta fordóma og venjur sem byggjast á hugmyndinni um vanmátt eða ofurmátt annars hvort kynsins eða á viðteknum hlutverkum karla og kvenna. Enn er náms- og starfsval kynjanna kynbundið hér á landi. Ábyrgð á heimilum og börnum er enn oft á herðum kvenna og hér ríkja enn ákveðnar hugmyndir um það hvað hvoru kyni um sig leyfist, sem m.a. birtast í starfs- og námsvali. Það þarf samstillt átak stjórnvalda til þess að bæta úr þessu. Til þess þarf t.d. að gera kynjafræði að skyldufagi á öllum skólastigum, eins og kemur fram í skuggaskýrslunni. Í 6. gr. sáttmálans er áhersla á að koma í veg fyrir mansal og vændi sem hefur fengið mjög aukið vægi á síðustu árum, en þrátt fyrir það eru ekki nægileg úrræði fyrir konur í vændi eða sem lenda í mansali. Samkvæmt Eurostat hefur vændi aukist gríðarlega á árunum 2016-2019 á Íslandi, en þrátt fyrir það er ekki nægilegt fjármagn hjá lögreglu til þess að rannsaka mansal á konum, eða til að aðstoða þær sem lenda í því. Samtökin hvetja því stjórnvöld í skuggaskýrslunni m.a. Til að auka fjármagn til lögreglunnar til þess að rannsaka þetta og koma í veg fyrir mansal á Íslandi, sem og við köllum eftir auknu fjármagni til þess að styðja við þolendur. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir jafnrétti á Íslandi að sáttmálinn sé innleiddur að fullu hérlendis, heldur skiptir það einnig máli á alþjóðaskala. Við höfum ekki náð jafnrétti fyrr en jafnrétti hefur verið náð alls staðar. Reglulega fá íslenskar kvennahreyfingar gagnrýni fyrir að vera of kröfuharðar, því jafnrétti er mun verra í öðrum löndum og megum við því prísa okkur sælar hérlendis. Þar komum við að ábyrgð Íslands sem það land sem trónar á toppi allra lista yfir kynjajafnrétti í löndum. Með því að innleiða kvennasáttmálann í íslensk lög sýnum við í verki að við virðum alþjóðaskuldbindingar, tökum jafnrétti kynjanna alvarlega og styðjum um leið við það að styrkja jafnrétti á heimsmælikvarða því það er mikilvægt að það sé samræmi í lögum um jafnrétti á milli landa. Því fleiri lönd sem innleiða sáttmálann, því nær erum við að ná jafnrétti. Framkvæmd Íslands á Kvennasáttmálanum verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar í Genf í febrúar 2023. Í skyggaskýrslu samtakanna er bent á hvað betur má fara í starfi íslenska ríkisins til að útrýma mismunun gagnvart konum og hafa þau því enn tækifæri til þess að gera betur áður en staða Íslands gagnvart sáttmálanum verður tekin fyrir í febrúar. Mun fulltrúi samtakanna sem skrifuðu skuggaskýrsluna einnig ávarpa undirbúningsnefnd fundarins þann 4.júlí þar sem farið verður ítarlegar í þau atriði sem fram koma í skuggaskýrslu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Ísland hefur trónað á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) síðustu ár og má því segja að Ísland standi öðrum þjóðum framar þegar kemur að jafnrétti kynjanna, enda hæla stjórnvöld sér oft af því á alþjóðavettvangi. En hvað þýðir það í stóra samhenginu? Þýðir það ekki að við þurfum að vera öðrum þjóðum fyrirmynd og passa að viðhalda og bæta jafnrétti hér á landi á sama tíma og við styðjum við aðrar þjóðir? Ísland undirritaði Kvennasáttmálann árið 1980, en hann var ekki fullgiltur af Alþingi fyrr en 1985 eftir mikinn þrýsting frá kvennasamtökum. Með fullgildingu skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til þess að fara eftir sáttmálanum bæði við lagagerð og þegar mál fara fyrir dómstóla. Nú erum við vissulega með sterk jafnréttislög á Íslandi en samningurinn hefur þó ekki verið að fullu innleiddur í íslenska löggjöf. Þrátt fyrir að dómstólar eigi að horfa til alþjóðlegra sáttmála þegar dómar eru felldir, þá sjáum við það ítrekað að það virðist gleymast og eingöngu sé farið eftir íslenskum lögum, sem ekki eru jafn sterk og kvennasáttmálinn þegar kemur að mismunun gagnvart konum. Sem dæmi um það má nefna þá gagnrýni sem við setjum fram í skuggaskýrslunni sem nú hefur verið send til CEDAW nefndarinnar. Í 5. gr. sáttmálans kemur m.a. fram að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að breyta félagslegum og menningarlegum hegðunarvenjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að uppræta fordóma og venjur sem byggjast á hugmyndinni um vanmátt eða ofurmátt annars hvort kynsins eða á viðteknum hlutverkum karla og kvenna. Enn er náms- og starfsval kynjanna kynbundið hér á landi. Ábyrgð á heimilum og börnum er enn oft á herðum kvenna og hér ríkja enn ákveðnar hugmyndir um það hvað hvoru kyni um sig leyfist, sem m.a. birtast í starfs- og námsvali. Það þarf samstillt átak stjórnvalda til þess að bæta úr þessu. Til þess þarf t.d. að gera kynjafræði að skyldufagi á öllum skólastigum, eins og kemur fram í skuggaskýrslunni. Í 6. gr. sáttmálans er áhersla á að koma í veg fyrir mansal og vændi sem hefur fengið mjög aukið vægi á síðustu árum, en þrátt fyrir það eru ekki nægileg úrræði fyrir konur í vændi eða sem lenda í mansali. Samkvæmt Eurostat hefur vændi aukist gríðarlega á árunum 2016-2019 á Íslandi, en þrátt fyrir það er ekki nægilegt fjármagn hjá lögreglu til þess að rannsaka mansal á konum, eða til að aðstoða þær sem lenda í því. Samtökin hvetja því stjórnvöld í skuggaskýrslunni m.a. Til að auka fjármagn til lögreglunnar til þess að rannsaka þetta og koma í veg fyrir mansal á Íslandi, sem og við köllum eftir auknu fjármagni til þess að styðja við þolendur. Það er ekki einungis mikilvægt fyrir jafnrétti á Íslandi að sáttmálinn sé innleiddur að fullu hérlendis, heldur skiptir það einnig máli á alþjóðaskala. Við höfum ekki náð jafnrétti fyrr en jafnrétti hefur verið náð alls staðar. Reglulega fá íslenskar kvennahreyfingar gagnrýni fyrir að vera of kröfuharðar, því jafnrétti er mun verra í öðrum löndum og megum við því prísa okkur sælar hérlendis. Þar komum við að ábyrgð Íslands sem það land sem trónar á toppi allra lista yfir kynjajafnrétti í löndum. Með því að innleiða kvennasáttmálann í íslensk lög sýnum við í verki að við virðum alþjóðaskuldbindingar, tökum jafnrétti kynjanna alvarlega og styðjum um leið við það að styrkja jafnrétti á heimsmælikvarða því það er mikilvægt að það sé samræmi í lögum um jafnrétti á milli landa. Því fleiri lönd sem innleiða sáttmálann, því nær erum við að ná jafnrétti. Framkvæmd Íslands á Kvennasáttmálanum verður tekin fyrir á fundi nefndarinnar í Genf í febrúar 2023. Í skyggaskýrslu samtakanna er bent á hvað betur má fara í starfi íslenska ríkisins til að útrýma mismunun gagnvart konum og hafa þau því enn tækifæri til þess að gera betur áður en staða Íslands gagnvart sáttmálanum verður tekin fyrir í febrúar. Mun fulltrúi samtakanna sem skrifuðu skuggaskýrsluna einnig ávarpa undirbúningsnefnd fundarins þann 4.júlí þar sem farið verður ítarlegar í þau atriði sem fram koma í skuggaskýrslu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun