Sport

Dagskráin í dag: Hlín í eldlínunni og stórleikir í körfunni

Hjörvar Ólafsson skrifar
Stephen Curry og Jayson Tatum í háloftunum í fjórða leik Golden State og Boston Celtics. 
Stephen Curry og Jayson Tatum í háloftunum í fjórða leik Golden State og Boston Celtics.  Vísir/Getty

Það eru þrjár beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 Sport í dag. Hlín Eiríksdóttir og samherjar hennar Piteå leika við Djurgården og sýnt verður frá úrslitaviðureignunum í NBA og ACB-deildunum. 

Barca og Real Madrid hefja seríu sína í úrslitum ACB-deildarinnar í körfubolta karla í kvöld. Útsending frá leiknum hefst klukkan 18.50 á Stöð 2 Sport 2.

 Leikur Piteå, liðs Hlíns Eiríksdóttur, og Djurgården verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 klukkan 20.55. 

Upphitun fyrir fimmta leik Golden State Warriors og Boston Celtics hefst klukkan 00.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn svo klukkan 01.00. Staðan í einvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn er jöfn, 2-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×