Ríkisstjórn fyrir virkjunarsinna! Andrés Ingi Jónsson skrifar 11. júní 2022 17:01 Rammaáætlun var ætlað að skapa eins mikla sátt og hægt verður að ná um virkjanir í landinu. Þær breytingar sem stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til á þingi gera þá sátt að litlu. Þær byggja ekki á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega er óskiljanlegt ef Vinstri græn telja sig hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð í þessu. Í öllum stærstu breytingum meirihlutans tapar náttúran. Sem forsmekk fyrir umræðuna sem verður í þingsal eftir helgi nefni ég hérna þrjár verstu ákvarðanir meirihluta Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í umhverfis- og samgöngunefnd. Sýndarmennska í Neðri-Þjórsá. Urriðafoss- og Holtavirkjanir eru færðar úr nýtingu í bið. Það hefur virkjanasinnum ekki þótt erfitt, enda langt í að þær komist á eitthvað framkvæmdastig. Hvammsvirkjun er hins vegar skilin eftir í nýtingu, þar er Landsvirkjun líka með gröfurnar tilbúnar. Þetta gerir hvatningu meirihlutans um að mikilvægt sé fyrir ráðherra og verkefnastjórn að horfa á neðri hluta Þjórsár sem eina heild ansi innantóma. Ef meirihlutinn vill láta meta allar þrjár virkjanir sem eina heild, þá þarf meirihlutinn einfaldlega að setja þær allar þrjár í bið. Stóra fórnin: Þjórsárver. Kjalölduveita er færð úr vernd í biðflokk. Fyrsta skrefið í átt að því að uppfylla draum Landsvirkjunar um að eyðileggja Þjórsárver, eftir hálfrar aldar baráttu náttúruverndarfólks. Meirihlutinn lætur þannig undan dylgjum Landsvirkjunar um að ólöglega hafi verið staðið að mati virkjunarkostsins í verndarflokk, þó að umhverfisráðuneytið sé búið að hrekja þær skilmerkilega. Verðmætasta vatnasviðið fært nær virkjun. Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna. Vatnasvið Héraðsvatan er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í rammaáætlun. Hér stendur meirihlutinn rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni. Atkvæðagreiðsla um rammaáætlun verður í næstu viku. Þar verður þingflokkur Pírata í hópi þeirra sem áfram berjast fyrir náttúrunni. Við sjáum svo eftir það hvaða flokkar eru alvöru náttúruverndarflokkar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Andrés Ingi Jónsson Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Rammaáætlun var ætlað að skapa eins mikla sátt og hægt verður að ná um virkjanir í landinu. Þær breytingar sem stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til á þingi gera þá sátt að litlu. Þær byggja ekki á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega er óskiljanlegt ef Vinstri græn telja sig hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð í þessu. Í öllum stærstu breytingum meirihlutans tapar náttúran. Sem forsmekk fyrir umræðuna sem verður í þingsal eftir helgi nefni ég hérna þrjár verstu ákvarðanir meirihluta Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í umhverfis- og samgöngunefnd. Sýndarmennska í Neðri-Þjórsá. Urriðafoss- og Holtavirkjanir eru færðar úr nýtingu í bið. Það hefur virkjanasinnum ekki þótt erfitt, enda langt í að þær komist á eitthvað framkvæmdastig. Hvammsvirkjun er hins vegar skilin eftir í nýtingu, þar er Landsvirkjun líka með gröfurnar tilbúnar. Þetta gerir hvatningu meirihlutans um að mikilvægt sé fyrir ráðherra og verkefnastjórn að horfa á neðri hluta Þjórsár sem eina heild ansi innantóma. Ef meirihlutinn vill láta meta allar þrjár virkjanir sem eina heild, þá þarf meirihlutinn einfaldlega að setja þær allar þrjár í bið. Stóra fórnin: Þjórsárver. Kjalölduveita er færð úr vernd í biðflokk. Fyrsta skrefið í átt að því að uppfylla draum Landsvirkjunar um að eyðileggja Þjórsárver, eftir hálfrar aldar baráttu náttúruverndarfólks. Meirihlutinn lætur þannig undan dylgjum Landsvirkjunar um að ólöglega hafi verið staðið að mati virkjunarkostsins í verndarflokk, þó að umhverfisráðuneytið sé búið að hrekja þær skilmerkilega. Verðmætasta vatnasviðið fært nær virkjun. Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna. Vatnasvið Héraðsvatan er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í rammaáætlun. Hér stendur meirihlutinn rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni. Atkvæðagreiðsla um rammaáætlun verður í næstu viku. Þar verður þingflokkur Pírata í hópi þeirra sem áfram berjast fyrir náttúrunni. Við sjáum svo eftir það hvaða flokkar eru alvöru náttúruverndarflokkar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun