Ríkisstjórn fyrir virkjunarsinna! Andrés Ingi Jónsson skrifar 11. júní 2022 17:01 Rammaáætlun var ætlað að skapa eins mikla sátt og hægt verður að ná um virkjanir í landinu. Þær breytingar sem stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til á þingi gera þá sátt að litlu. Þær byggja ekki á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega er óskiljanlegt ef Vinstri græn telja sig hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð í þessu. Í öllum stærstu breytingum meirihlutans tapar náttúran. Sem forsmekk fyrir umræðuna sem verður í þingsal eftir helgi nefni ég hérna þrjár verstu ákvarðanir meirihluta Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í umhverfis- og samgöngunefnd. Sýndarmennska í Neðri-Þjórsá. Urriðafoss- og Holtavirkjanir eru færðar úr nýtingu í bið. Það hefur virkjanasinnum ekki þótt erfitt, enda langt í að þær komist á eitthvað framkvæmdastig. Hvammsvirkjun er hins vegar skilin eftir í nýtingu, þar er Landsvirkjun líka með gröfurnar tilbúnar. Þetta gerir hvatningu meirihlutans um að mikilvægt sé fyrir ráðherra og verkefnastjórn að horfa á neðri hluta Þjórsár sem eina heild ansi innantóma. Ef meirihlutinn vill láta meta allar þrjár virkjanir sem eina heild, þá þarf meirihlutinn einfaldlega að setja þær allar þrjár í bið. Stóra fórnin: Þjórsárver. Kjalölduveita er færð úr vernd í biðflokk. Fyrsta skrefið í átt að því að uppfylla draum Landsvirkjunar um að eyðileggja Þjórsárver, eftir hálfrar aldar baráttu náttúruverndarfólks. Meirihlutinn lætur þannig undan dylgjum Landsvirkjunar um að ólöglega hafi verið staðið að mati virkjunarkostsins í verndarflokk, þó að umhverfisráðuneytið sé búið að hrekja þær skilmerkilega. Verðmætasta vatnasviðið fært nær virkjun. Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna. Vatnasvið Héraðsvatan er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í rammaáætlun. Hér stendur meirihlutinn rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni. Atkvæðagreiðsla um rammaáætlun verður í næstu viku. Þar verður þingflokkur Pírata í hópi þeirra sem áfram berjast fyrir náttúrunni. Við sjáum svo eftir það hvaða flokkar eru alvöru náttúruverndarflokkar. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Andrés Ingi Jónsson Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Rammaáætlun var ætlað að skapa eins mikla sátt og hægt verður að ná um virkjanir í landinu. Þær breytingar sem stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til á þingi gera þá sátt að litlu. Þær byggja ekki á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar. Sérstaklega er óskiljanlegt ef Vinstri græn telja sig hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð í þessu. Í öllum stærstu breytingum meirihlutans tapar náttúran. Sem forsmekk fyrir umræðuna sem verður í þingsal eftir helgi nefni ég hérna þrjár verstu ákvarðanir meirihluta Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í umhverfis- og samgöngunefnd. Sýndarmennska í Neðri-Þjórsá. Urriðafoss- og Holtavirkjanir eru færðar úr nýtingu í bið. Það hefur virkjanasinnum ekki þótt erfitt, enda langt í að þær komist á eitthvað framkvæmdastig. Hvammsvirkjun er hins vegar skilin eftir í nýtingu, þar er Landsvirkjun líka með gröfurnar tilbúnar. Þetta gerir hvatningu meirihlutans um að mikilvægt sé fyrir ráðherra og verkefnastjórn að horfa á neðri hluta Þjórsár sem eina heild ansi innantóma. Ef meirihlutinn vill láta meta allar þrjár virkjanir sem eina heild, þá þarf meirihlutinn einfaldlega að setja þær allar þrjár í bið. Stóra fórnin: Þjórsárver. Kjalölduveita er færð úr vernd í biðflokk. Fyrsta skrefið í átt að því að uppfylla draum Landsvirkjunar um að eyðileggja Þjórsárver, eftir hálfrar aldar baráttu náttúruverndarfólks. Meirihlutinn lætur þannig undan dylgjum Landsvirkjunar um að ólöglega hafi verið staðið að mati virkjunarkostsins í verndarflokk, þó að umhverfisráðuneytið sé búið að hrekja þær skilmerkilega. Verðmætasta vatnasviðið fært nær virkjun. Héraðsvötnin eru færð úr vernd í biðflokk, vegna þess að meirihlutanum þykir áhrif virkjana hafa verið ofmetin. Þar er málum snúið á haus, því Héraðsvötnin fóru í verndarflokk fyrir að vera einfaldlega með dýrmætustu náttúruna. Vatnasvið Héraðsvatan er með hæsta verðmætamat allra landsvæða sem fjallað var um í rammaáætlun. Hér stendur meirihlutinn rækilega með hagsmunum virkjunaraðila frekar en náttúrunni. Atkvæðagreiðsla um rammaáætlun verður í næstu viku. Þar verður þingflokkur Pírata í hópi þeirra sem áfram berjast fyrir náttúrunni. Við sjáum svo eftir það hvaða flokkar eru alvöru náttúruverndarflokkar. Höfundur er þingmaður Pírata.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun