„Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 12:30 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands. Stöð 2 Sport Ungmennalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri mæti Kýpur á Víkingsvelli í mikilvægum leik í undankeppni EM í kvöld. Með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í lokakeppni EM í gegnum umspil. Til að það gangi eftir þarf Ísland einnig að að treysta á að Portúgal vinni sinn leik gegn Grikklandi og þá hafnar íslenska liðið í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgölum. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segir að stemningin í hópnum fyrir leikinn sé góð. „Hún er góð. Bara mjög góð,“ sagði Davíð Snorri á æfingu liðsins í gær. „Þetta er bara augnablik sem við viljum vera í og við ætlum að elska það. Þannig að við verðum klárir á morgun.“ Portúgal og Grikkland eigast við á sama tíma og leikur Íslands og Kýpur fer fram, en Davíð segir að það þýði lítið fyrir sína menn að vera að velta þeim leik fyrir sér. „Það er hægt að tvískipta þessu. Þú þarft að treysta á að Portúgal klári sitt og að Grikkir misstígi sig. Við getum ekki stjórnað því, en við getum stjórnað því að eiga bara gott kvöld hérna á morgun, góða frammistöðu og fara út úr glugganum með góða tilfinningu. Og það var það sem við lögðum upp með fyrir fyrsta leik og það er enn möguleiki. Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist.“ Eftir góða frammistöðu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þessum landsleikjaglugga segir Davíð fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. „Já klárlega. Við munum halda áfram að vinna með pressuna okkar og að vera fljótir að vinna boltann aftur. Svo munum við halda áfram að vinna í því að finna jafnvægið þar á milli og skerpa á hreyfingunum á köntunum áfram.“ „Kýpverjarnir eru góðir og þetta eru mjög jöfn lið í þessum riðli. Við sáum Hvít-Rússana, þeir voru góðir og Kýpverjarnir eru það líka. Við áttum hörkuleik fyrir tveim mánuðum úti í Kýpur þannig að þetta verður alvöru leikur.“ Eins og Íslendingum sæmir þá spáum við mikið í veðrinu. Spáin á höfuðborgarsvæðinu er góð og Davíð vonast því eftir miklum og góðum stuðningi úr stúkunni. „Jú vonandi. Við fengum flottan stuðning síðast og vonandi verður áfram góður stuðningur og við náum að sýna okkar rétta andlit. Við erum með flott lið og efnilega stráka og ég hvet fólk bara til að koma og horfa á þá spila.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri fyrir leikinn við Kýpur Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Sjá meira
Til að það gangi eftir þarf Ísland einnig að að treysta á að Portúgal vinni sinn leik gegn Grikklandi og þá hafnar íslenska liðið í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgölum. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segir að stemningin í hópnum fyrir leikinn sé góð. „Hún er góð. Bara mjög góð,“ sagði Davíð Snorri á æfingu liðsins í gær. „Þetta er bara augnablik sem við viljum vera í og við ætlum að elska það. Þannig að við verðum klárir á morgun.“ Portúgal og Grikkland eigast við á sama tíma og leikur Íslands og Kýpur fer fram, en Davíð segir að það þýði lítið fyrir sína menn að vera að velta þeim leik fyrir sér. „Það er hægt að tvískipta þessu. Þú þarft að treysta á að Portúgal klári sitt og að Grikkir misstígi sig. Við getum ekki stjórnað því, en við getum stjórnað því að eiga bara gott kvöld hérna á morgun, góða frammistöðu og fara út úr glugganum með góða tilfinningu. Og það var það sem við lögðum upp með fyrir fyrsta leik og það er enn möguleiki. Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist.“ Eftir góða frammistöðu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þessum landsleikjaglugga segir Davíð fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. „Já klárlega. Við munum halda áfram að vinna með pressuna okkar og að vera fljótir að vinna boltann aftur. Svo munum við halda áfram að vinna í því að finna jafnvægið þar á milli og skerpa á hreyfingunum á köntunum áfram.“ „Kýpverjarnir eru góðir og þetta eru mjög jöfn lið í þessum riðli. Við sáum Hvít-Rússana, þeir voru góðir og Kýpverjarnir eru það líka. Við áttum hörkuleik fyrir tveim mánuðum úti í Kýpur þannig að þetta verður alvöru leikur.“ Eins og Íslendingum sæmir þá spáum við mikið í veðrinu. Spáin á höfuðborgarsvæðinu er góð og Davíð vonast því eftir miklum og góðum stuðningi úr stúkunni. „Jú vonandi. Við fengum flottan stuðning síðast og vonandi verður áfram góður stuðningur og við náum að sýna okkar rétta andlit. Við erum með flott lið og efnilega stráka og ég hvet fólk bara til að koma og horfa á þá spila.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri fyrir leikinn við Kýpur
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Fleiri fréttir Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Sjá meira