Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður rætt við þingmann Pírata um ákall lögreglu um auknar rannsóknarheimildir. Hún segir það gamla sögu og nýja að lögregla kalli eftir frekari frekari valdheimildum og telur að koma þurfi á virku eftirliti með störfum lögreglu áður en hugmyndir um lengri gæsluvarðhaldstíma verði skoðaðar.
Rýma þurfti hótel og fresta opnun veitingastaðar á Seyðisfirði í dag eftir vatnsrör fór í sundur í bænum. Við ræðum við hótelstjóra í bænum sem segir þetta mikið bakslag núna þegar ferðasumarið er að fara í gang.
Við verðum einnig í beinni frá hljóðlausri diskógöngu og kynnum okkur listahátíð á Eyrarbakka.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.