Höfnum nýjum lögum um leigubifreiðar Daníel O. Einarsson skrifar 10. júní 2022 15:00 Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur svo sem kunnugt er af fréttum. Frami, félag leigubifreiðastjóra, og Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra hafa lagst gegn frumvarpinu. Gild ástæða er til að útlista betur röksemdir samtaka leigubifreiðastjóra þar sem misskilnings hefur gætt í umfjöllun fjölmiðla undanfarnar vikur. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði á leigubifreiðaakstri myndar sannarlega mikilvægan hlekk í samgönguinnviðum landsins. Fullri þjónustu leigubifreiða er haldið uppi allan sólarhringinn, árið um kring í krafti a) vinnuskyldu leyfishafa, b) stöðvarskyldu leigubifreiða og 3) takmörkunar á fjölda leyfa. Á hinum Norðurlöndunum hafa verið stigin ýmis skref í afnámi þessara þriggja þátta sem alls staðar hefur leitt til ófarnaðar, jafnt fyrir neytendur sem leigubifreiðastjóra. Samtök launafólks gera kjarasamninga við atvinnurekendur, en starfsskilyrði leigubifreiðastjóra eru eðli máls samkvæmt mun ótryggari en almenns launafólks. Með áratugalangri baráttu tókst þó að skapa stéttinni viðunandi starfsskilyrði. Sem dæmi á sjötta áratug síðustu aldar var fjöldi „götuharkara“ orðinn slíkur að einsýnt var að takmarka yrði fjölda leyfa til leigubifreiðaaksturs samhliða því sem gera yrði margháttaðar kröfur til leyfishafa svo þjónustunni yrði sinnt af fagmennsku. Allt var þetta unnið eftir evrópskri og einkum norrænni fyrirmynd. Afregluvæðing hefur haft hörmulegar afleiðingar Afnám fjöldatakmarkana á hinum Norðurlöndunum hefur orðið til þess að áhugasamir verða sér úti um leyfi og sinna akstri nær eingöngu á stöðum og tímum þegar líklegast er að vænta viðskipta. Þetta hefur haft í för með sér að þeir sem sinnt hafa leigubifreiðaakstri í fullu starfi, hafa hrakist úr greininni. Afleiðingarnar eru þannig verri þjónusta fyrir neytendur á virkum dögum, utan háannatíma og þjónustuna skortir á fjarlægari stöðum. Þetta mun eðlilega æxlast með sama hætti hér á landi og bitna einkum og sér í lagi á öldruðum, fötluðum, sjónskertum og öðrum þeim er síst skyldi. Þessir hópar fólks hafa getað treyst á þjónustu leigubifreiða hvenær sem er sólarhringsins og reyndir leigubifreiðastjórar sinnt þeim af fagmennsku. Þetta er enginn hræðsluáróður, heldur beinharðar staðreyndir af þróun mála í nágrannalöndunum. Nýlega var leigubifreiðaakstur afregluvæddur í Noregi, hámarksfjöldi leyfa afnuminn og stöðvarskylda sömuleiðis. Eftir að nýju lögin komu til framkvæmda hefur farveitan Uber komið inn á norskan markað og vegna færri ferða farþega hafa margir leigubifreiðastjórar séð sig knúna til að aka fyrir Uber. Í viðtölum benda leigubifreiðastjórar í Osló á að of lítið sé að hafa upp úr akstri fyrir Uber til að hægt sé að lifa af honum mannsæmandi lífi. Hið nýja fyrirkomulag er því ávísun á félagsleg undirboð, stór hluti ágóðans flyst úr landi og allt skattaeftirlit verður til muna erfiðara. Að ekki sé minnst á lakari þjónustu við neytendur sem hefur, þegar á hólminn er komið, reynst töluvert dýrari en áður. Lærum af mistökum nágrannalandanna Norsk stjórnvöld hafa hafið vinnu við endurskoðun nýlegrar afregluvæðingar leigubifreiðaaksturs þar í landi, en á fundi fulltrúa samtaka norskra leigubifreiðastjóra með samgöngunefnd norska Stórþingsins á dögunum, var rætt um svigrúm til að innleiða á nýjan leik nauðsynlegt regluverk um leigubifreiðaakstur innan marka löggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu. Samtök íslenskra leigubifreiðastjóra hvetja alþingismenn til að leggja núverandi frumvarp um leigubifreiðaaksturs til hliðar. Mikilvægt er að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið við afregluvæðingu atvinnugreinarinnar á hinum Norðurlöndunum og annars staðar um heiminn. Sér í lagi er ástæða til að fylgjast með þeirri endurskoðun norskra laga um málaflokkinn sem nú stendur yfir þar í landi. Í reynd skiptir enn meira máli að virða núgildandi löggjöf og skerpa á áherslum en að ráðast í heildarenduskoðun. Meðal röksemda gegn núverandi fyrirkomulagi er skortur á leigubifreiðum á annatímum. Sá skortur er meðal annars tilkominn vegna ólöglegrar starfsemi, til dæmis svokallaðra „skutlara“ sem oft tengjast ýmissi annarri glæpastarfsemi, þar sem stjórnvöld hafa sýnt lítinn vilja til að uppræta þennan vanda. Slíkt ástand kemur niður á öryggi farþega og sér í lagi þeirra sem nýta sér ólöglegan akstur á eigin áhættu. Mikilvægt er að skerpa á refsiákvæðum í núverandi lögum um leigubifreiðar svo lögreglu verði búnar traustari heimildir til að beita gegn ólögmætri samkeppni. Umfram allt hvetjum við stjórnmálamenn til að eiga gott samstarf við stétt leigubifreiðastjóra um allar breytingar á rekstrarumhverfi greinarinnar og hafa hugfast hvernig megi í senn tryggja sem bestu þjónustu við neytendur og skapa leigubifreiðastjórum hagfellt vinnuumhverfi. Öryggi leigubifreiðastjóra og farþega helst í hendur, gagnkvæmt. Höfundur er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigubílar Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur svo sem kunnugt er af fréttum. Frami, félag leigubifreiðastjóra, og Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra hafa lagst gegn frumvarpinu. Gild ástæða er til að útlista betur röksemdir samtaka leigubifreiðastjóra þar sem misskilnings hefur gætt í umfjöllun fjölmiðla undanfarnar vikur. Það fyrirkomulag sem nú er við lýði á leigubifreiðaakstri myndar sannarlega mikilvægan hlekk í samgönguinnviðum landsins. Fullri þjónustu leigubifreiða er haldið uppi allan sólarhringinn, árið um kring í krafti a) vinnuskyldu leyfishafa, b) stöðvarskyldu leigubifreiða og 3) takmörkunar á fjölda leyfa. Á hinum Norðurlöndunum hafa verið stigin ýmis skref í afnámi þessara þriggja þátta sem alls staðar hefur leitt til ófarnaðar, jafnt fyrir neytendur sem leigubifreiðastjóra. Samtök launafólks gera kjarasamninga við atvinnurekendur, en starfsskilyrði leigubifreiðastjóra eru eðli máls samkvæmt mun ótryggari en almenns launafólks. Með áratugalangri baráttu tókst þó að skapa stéttinni viðunandi starfsskilyrði. Sem dæmi á sjötta áratug síðustu aldar var fjöldi „götuharkara“ orðinn slíkur að einsýnt var að takmarka yrði fjölda leyfa til leigubifreiðaaksturs samhliða því sem gera yrði margháttaðar kröfur til leyfishafa svo þjónustunni yrði sinnt af fagmennsku. Allt var þetta unnið eftir evrópskri og einkum norrænni fyrirmynd. Afregluvæðing hefur haft hörmulegar afleiðingar Afnám fjöldatakmarkana á hinum Norðurlöndunum hefur orðið til þess að áhugasamir verða sér úti um leyfi og sinna akstri nær eingöngu á stöðum og tímum þegar líklegast er að vænta viðskipta. Þetta hefur haft í för með sér að þeir sem sinnt hafa leigubifreiðaakstri í fullu starfi, hafa hrakist úr greininni. Afleiðingarnar eru þannig verri þjónusta fyrir neytendur á virkum dögum, utan háannatíma og þjónustuna skortir á fjarlægari stöðum. Þetta mun eðlilega æxlast með sama hætti hér á landi og bitna einkum og sér í lagi á öldruðum, fötluðum, sjónskertum og öðrum þeim er síst skyldi. Þessir hópar fólks hafa getað treyst á þjónustu leigubifreiða hvenær sem er sólarhringsins og reyndir leigubifreiðastjórar sinnt þeim af fagmennsku. Þetta er enginn hræðsluáróður, heldur beinharðar staðreyndir af þróun mála í nágrannalöndunum. Nýlega var leigubifreiðaakstur afregluvæddur í Noregi, hámarksfjöldi leyfa afnuminn og stöðvarskylda sömuleiðis. Eftir að nýju lögin komu til framkvæmda hefur farveitan Uber komið inn á norskan markað og vegna færri ferða farþega hafa margir leigubifreiðastjórar séð sig knúna til að aka fyrir Uber. Í viðtölum benda leigubifreiðastjórar í Osló á að of lítið sé að hafa upp úr akstri fyrir Uber til að hægt sé að lifa af honum mannsæmandi lífi. Hið nýja fyrirkomulag er því ávísun á félagsleg undirboð, stór hluti ágóðans flyst úr landi og allt skattaeftirlit verður til muna erfiðara. Að ekki sé minnst á lakari þjónustu við neytendur sem hefur, þegar á hólminn er komið, reynst töluvert dýrari en áður. Lærum af mistökum nágrannalandanna Norsk stjórnvöld hafa hafið vinnu við endurskoðun nýlegrar afregluvæðingar leigubifreiðaaksturs þar í landi, en á fundi fulltrúa samtaka norskra leigubifreiðastjóra með samgöngunefnd norska Stórþingsins á dögunum, var rætt um svigrúm til að innleiða á nýjan leik nauðsynlegt regluverk um leigubifreiðaakstur innan marka löggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu. Samtök íslenskra leigubifreiðastjóra hvetja alþingismenn til að leggja núverandi frumvarp um leigubifreiðaaksturs til hliðar. Mikilvægt er að læra af þeim mistökum sem gerð hafa verið við afregluvæðingu atvinnugreinarinnar á hinum Norðurlöndunum og annars staðar um heiminn. Sér í lagi er ástæða til að fylgjast með þeirri endurskoðun norskra laga um málaflokkinn sem nú stendur yfir þar í landi. Í reynd skiptir enn meira máli að virða núgildandi löggjöf og skerpa á áherslum en að ráðast í heildarenduskoðun. Meðal röksemda gegn núverandi fyrirkomulagi er skortur á leigubifreiðum á annatímum. Sá skortur er meðal annars tilkominn vegna ólöglegrar starfsemi, til dæmis svokallaðra „skutlara“ sem oft tengjast ýmissi annarri glæpastarfsemi, þar sem stjórnvöld hafa sýnt lítinn vilja til að uppræta þennan vanda. Slíkt ástand kemur niður á öryggi farþega og sér í lagi þeirra sem nýta sér ólöglegan akstur á eigin áhættu. Mikilvægt er að skerpa á refsiákvæðum í núverandi lögum um leigubifreiðar svo lögreglu verði búnar traustari heimildir til að beita gegn ólögmætri samkeppni. Umfram allt hvetjum við stjórnmálamenn til að eiga gott samstarf við stétt leigubifreiðastjóra um allar breytingar á rekstrarumhverfi greinarinnar og hafa hugfast hvernig megi í senn tryggja sem bestu þjónustu við neytendur og skapa leigubifreiðastjórum hagfellt vinnuumhverfi. Öryggi leigubifreiðastjóra og farþega helst í hendur, gagnkvæmt. Höfundur er formaður Bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun