Matthías Örn mætir heimsmeistaranum í kvöld: „Draumur að rætast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 09:00 Íslandsmeistarinn Matthías Örn mætir heimsmeistaranum Peter Wright í kvöld. PDC Matthías Örn Friðriksson, þrefaldur Íslandsmeistari í pílukasti, tekur þátt á gríðarsterku móti í Kaupmannahöfn í dag. Hann hefur leik gegn heimsmeistaranum Peter Wright, eða Snakebite, en er lítið að spá í því þar sem það er einfaldlega draumur að rætast. Matthías Örn var tekinn tals á vef PDC (Professional Darts Corporation) þar sem hann fór yfir viðureign kvöldsins og uppgang sinn í pílukasti. „Eftir að ég hætti að spila fótbolta árið 2019 hef ég haft meiri tíma fyrir pílukast og átt möguleika á að keppa erlendis. Ég byrjaði að keppa á Nordic & Baltic mótaröðinni það ár og hef bætt mig gríðarlega síðan þá. Það er þó enn mikil vinna framundan ef ég ætla að verða með betri leikmönnum mótaraðarinnar,“ sagði Íslandsmeistarinn. „Það er draumur að rætast. Ég byrjaði að horfa á pílukast og spila það árið 2012. Ég hef alltaf ímyndað mér að ég myndi komast á stóra sviðið einn daginn.“ Krefjandi að búa á Íslandi en þetta mjakast í rétta átt „Ég er viss um að stressið mun segja til sín á einhverjum tímapunkti, en það er hluti af leiknum og ég sé þetta sem tækifæri til að læra og þróa leik minn enn frekar. Það er erfitt að keppa við þá bestu ef þú býrð á Íslandi en við höfum tekið stór skref fram á við.“ „Íþróttin er nú sýnt reglulega í sjónvarpinu og fær hún mikla athygli. Stærstu mót Íslands eru sýnt beint og við erum að byggja upp yngri kynslóðir. Það hefur verið frábært að sjá íþróttina vaxa á undanförnum árum,“ sagði Matthías Örn en hann er einnig forseti Íslenska Pílukastsambandsins. Anyone up for the Icelandic Viking clap in Forum? https://t.co/Az9uYLIGiu— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) June 9, 2022 „Að vera meðal keppenda á þessu móti mun veita íþróttinni enn meiri athygli á Íslandi og fleira fólk mun byrja að spila. Ég hef séð gríðarlega efnilega leikmenn spila á yngri flokka mótunum okkar og framtíðin er björt. Ég er ánægður með að geta sýnt fólk hvað er hægt að áorka ef þú leggur vinnuna á þig og æfir daglega,“ sagði Matthías Örn Friðriksson að endingu. Mattías Örn mætir hinum goðsagnakennda Snakebite í kvöld.PDC Pílukast Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Sjá meira
Matthías Örn var tekinn tals á vef PDC (Professional Darts Corporation) þar sem hann fór yfir viðureign kvöldsins og uppgang sinn í pílukasti. „Eftir að ég hætti að spila fótbolta árið 2019 hef ég haft meiri tíma fyrir pílukast og átt möguleika á að keppa erlendis. Ég byrjaði að keppa á Nordic & Baltic mótaröðinni það ár og hef bætt mig gríðarlega síðan þá. Það er þó enn mikil vinna framundan ef ég ætla að verða með betri leikmönnum mótaraðarinnar,“ sagði Íslandsmeistarinn. „Það er draumur að rætast. Ég byrjaði að horfa á pílukast og spila það árið 2012. Ég hef alltaf ímyndað mér að ég myndi komast á stóra sviðið einn daginn.“ Krefjandi að búa á Íslandi en þetta mjakast í rétta átt „Ég er viss um að stressið mun segja til sín á einhverjum tímapunkti, en það er hluti af leiknum og ég sé þetta sem tækifæri til að læra og þróa leik minn enn frekar. Það er erfitt að keppa við þá bestu ef þú býrð á Íslandi en við höfum tekið stór skref fram á við.“ „Íþróttin er nú sýnt reglulega í sjónvarpinu og fær hún mikla athygli. Stærstu mót Íslands eru sýnt beint og við erum að byggja upp yngri kynslóðir. Það hefur verið frábært að sjá íþróttina vaxa á undanförnum árum,“ sagði Matthías Örn en hann er einnig forseti Íslenska Pílukastsambandsins. Anyone up for the Icelandic Viking clap in Forum? https://t.co/Az9uYLIGiu— PDC Nordic & Baltic (@PDCNordic) June 9, 2022 „Að vera meðal keppenda á þessu móti mun veita íþróttinni enn meiri athygli á Íslandi og fleira fólk mun byrja að spila. Ég hef séð gríðarlega efnilega leikmenn spila á yngri flokka mótunum okkar og framtíðin er björt. Ég er ánægður með að geta sýnt fólk hvað er hægt að áorka ef þú leggur vinnuna á þig og æfir daglega,“ sagði Matthías Örn Friðriksson að endingu. Mattías Örn mætir hinum goðsagnakennda Snakebite í kvöld.PDC
Pílukast Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum „Vinnum ekki leiki ef við spilum ekki vörn“ Saka í aðalhltuverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Sonja skaraði fram úr: „Mestu máli skiptir að hafa trú á sjálfum sér“ „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Snæfríður sló nokkurra klukkutíma gamalt Íslandsmet sitt Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Drungilas í eins leiks bann Eygló fjórða á HM Sonja og Róbert íþróttafólk fatlaðra 2024 HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Sjá meira