Lið Óttars segir öldungardeildarþingmanni að halda sig frá félaginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 08:31 Lið Oakland Roots. Óttar Magnús Karlsson er þriðji frá hægri í efri röð. Twitter@oaklandrootssc Bandaríska fótboltaliðið Oakland Roots hefur sent öldungardeildarþingmanninum Ted Cruz skýr skilaboð eftir nýjasta útspil þingmannsins á Twitter-síðu sinni. Óttar Magnús Karlsson leikur með félaginu. Fótboltaliðið Oakland Roots var stofnað árið 2018. Er það staðsett í Oakland í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Framherjinn Óttar Magnús leikur með liðinu á láni frá ítalska félaginu Venezia. GOATar.Iceman @ottar7 is up for @USLChampionship Player of the Month. Be sure to place your votes by Monday, June 6 at 9 AM PT.Vote Now: https://t.co/MKCFpl8roM#KnowYourRoots pic.twitter.com/hdcI2XMObm— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 2, 2022 Óttar Magnús hefur verið frábær í treyju Oakland og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu liðsins. Hefur hann fengið mikið hrós á Twitter-síðu Oakland en það er ljóst að þar eru málefni líðandi stundar einnig tækluð. Þannig er mál með vexti að Repúblikaninn Ted Cruz birti hreyfimynd (e. GIF) á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Cruz er einkar umdeildur í starfi en hann er öldungardeildarþingmaður fyrir Texas-ríki. Sjá einnig: Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Cruz birti hreyfimynd á Twitter-síðu sinni þar sem leikmaður Oakland Roots sést segja „án leigu elskan,“ stendur það einnig á ensku á hreyfimyndinni. Með þessu er þingmaðurinn að gefa í skyn að hann búi án leigu í höfðinu á sumu fólki. Þessu tók Oakland Roots einkar illa og ljóst er að félaginu líkar ekki vel við Ted Cruz. Svarið gaf það einfaldlega til kynna: Yo @tedcruz, keep Roots GIFs off your feed and out your mouth. Oakland don t like you. https://t.co/eiOtcokOhT— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 9, 2022 „Yo Ted Cruz, haltu hreyfimyndum Roots frá síðunni þinni og munninum á þér. Oakland líkar ekki vel við þig.“ Það má reikna með því óþol félagsns fyrir Cruz byggist á ummælum hans um Kaliforníu frá árinu 2020. Þar gagnrýndi ástandið í Kaliforníu og sagði ríkið ekki geta veitt þegnum sínum áreiðanlegt rafmagn. California is now unable to perform even basic functions of civilization, like having reliable electricity. Biden/Harris/AOC want to make CA s failed energy policy the standard nationwide. Hope you don t like air conditioning! https://t.co/UkKBq9HkoK— Ted Cruz (@tedcruz) August 19, 2020 Þá skaut hann í kjölfarið á Joe Bidin, Kamölu Harris (núverandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna) sem og Alexandriu Ocasio-Cortez en þau eru öll Demókratar. Fótbolti Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira
Fótboltaliðið Oakland Roots var stofnað árið 2018. Er það staðsett í Oakland í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Framherjinn Óttar Magnús leikur með liðinu á láni frá ítalska félaginu Venezia. GOATar.Iceman @ottar7 is up for @USLChampionship Player of the Month. Be sure to place your votes by Monday, June 6 at 9 AM PT.Vote Now: https://t.co/MKCFpl8roM#KnowYourRoots pic.twitter.com/hdcI2XMObm— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 2, 2022 Óttar Magnús hefur verið frábær í treyju Oakland og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu liðsins. Hefur hann fengið mikið hrós á Twitter-síðu Oakland en það er ljóst að þar eru málefni líðandi stundar einnig tækluð. Þannig er mál með vexti að Repúblikaninn Ted Cruz birti hreyfimynd (e. GIF) á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu. Cruz er einkar umdeildur í starfi en hann er öldungardeildarþingmaður fyrir Texas-ríki. Sjá einnig: Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Cruz birti hreyfimynd á Twitter-síðu sinni þar sem leikmaður Oakland Roots sést segja „án leigu elskan,“ stendur það einnig á ensku á hreyfimyndinni. Með þessu er þingmaðurinn að gefa í skyn að hann búi án leigu í höfðinu á sumu fólki. Þessu tók Oakland Roots einkar illa og ljóst er að félaginu líkar ekki vel við Ted Cruz. Svarið gaf það einfaldlega til kynna: Yo @tedcruz, keep Roots GIFs off your feed and out your mouth. Oakland don t like you. https://t.co/eiOtcokOhT— Oakland Roots (@oaklandrootssc) June 9, 2022 „Yo Ted Cruz, haltu hreyfimyndum Roots frá síðunni þinni og munninum á þér. Oakland líkar ekki vel við þig.“ Það má reikna með því óþol félagsns fyrir Cruz byggist á ummælum hans um Kaliforníu frá árinu 2020. Þar gagnrýndi ástandið í Kaliforníu og sagði ríkið ekki geta veitt þegnum sínum áreiðanlegt rafmagn. California is now unable to perform even basic functions of civilization, like having reliable electricity. Biden/Harris/AOC want to make CA s failed energy policy the standard nationwide. Hope you don t like air conditioning! https://t.co/UkKBq9HkoK— Ted Cruz (@tedcruz) August 19, 2020 Þá skaut hann í kjölfarið á Joe Bidin, Kamölu Harris (núverandi forseta og varaforseta Bandaríkjanna) sem og Alexandriu Ocasio-Cortez en þau eru öll Demókratar.
Fótbolti Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira