Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2022 19:20 Mikið ósætti hefur ríkt um útlendingamál innan og utan þings undanfarin ár. Ítrekaðar tilraunir innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til að breyta lögum um útlendinga hafa runnið út í sandinn á Alþingi undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. Þetta er fjórða útlendingafrumvarp innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem deyr drottni sínum á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og aðrir andstæðingar frumvarpsins bentu á að það hefði falið í sér, eftir aðendanleg niðurstaða með höfnun um vernd eða hæli hér álandi lægi fyrir, missti fólk rétt á öllum bótum, heilbrigðisþjónustu og húsaskjóli eftir 30 daga. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar fagnar því að dómsmálaráðherra hafi fallið frá frumvarpi sínu um útlendinga. Engu að síður þurfi að gera bætur á lögunum.Stöð 2/Sigurjón „Það átti að skerða friðhelgi þeirra. Stjórnvöld áttu að fá að sækja heilbrigðisupplýsingar án samþykkis. Algerlega opið. Það er hvergi þannig og hvergi í kerfinu okkar þannig. Það var auðvitað algerlega óásættanlegt,“ segir Helga Vala. Þá hefði verið þrengt að möguleikum til fjölskyldusameininga. Eftir að dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram lögðu þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins til breytingar á frumvarpinu. „Til mikils batnaðar og erum mjög stolt af þeim. En Jón gat ekki fallist á þær allar. Kom með hugmyndir á móti sem voru þess eðlis að þær hefðu skert grundvallarréttindi fólks og þar með sofnaði málið,“ segir Helga Vala. Stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um rammáætlun Annað umdeilt mál á borði ríkisstjórnarinnar er þingályktun um rammaáætlun eða nýtingu og vernd orkuauðlinda. Ný heildstæð rammaáætlun hefur ekki litið dagsins ljós í níu ár vegna deilna um virkjanakosti en Hvammsvirkjun var þó bætt í nýtingarflokk árið2015. Nú er reiknað með að málið komi út úr nefnd eftir hádegi á morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir sæta tíðindum að ríkisstjórnarflokkarnir hafi náð saman um rammáætlun.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu tíðindin eru þau sýnist manni að ríkisstjórnarflokkarnir þrír virðast hafa komist að samkomulagi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar sem fjallað hefur um málið. Þótt nefndin hafi unnið vel í málinu væri niðurstaðan eingöngu stjórnarflokkanna. Eftir margar misheppnaðar tilraunir undanfarin ár til að afgreiða þessa þriðju rammaáætlun hefðu stjórnarflokkarnir loks náð lendingu. „Það hefur ekki unnið með þeim í þessu máli að vera á þessum ásum. En hérna virðist það vera að gerast að Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki sé að takast að ganga hönd í hönd í þessum málaflokki. Sem eru auðvitað tíðindi í sjálfu sér,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún reikni með töluverðri umræðu um málið eftir að það kemur út úr nefnd, enda málið umdeilt. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9. júní 2022 15:50 Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56 Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þetta er fjórða útlendingafrumvarp innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem deyr drottni sínum á Alþingi. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar og aðrir andstæðingar frumvarpsins bentu á að það hefði falið í sér, eftir aðendanleg niðurstaða með höfnun um vernd eða hæli hér álandi lægi fyrir, missti fólk rétt á öllum bótum, heilbrigðisþjónustu og húsaskjóli eftir 30 daga. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar fagnar því að dómsmálaráðherra hafi fallið frá frumvarpi sínu um útlendinga. Engu að síður þurfi að gera bætur á lögunum.Stöð 2/Sigurjón „Það átti að skerða friðhelgi þeirra. Stjórnvöld áttu að fá að sækja heilbrigðisupplýsingar án samþykkis. Algerlega opið. Það er hvergi þannig og hvergi í kerfinu okkar þannig. Það var auðvitað algerlega óásættanlegt,“ segir Helga Vala. Þá hefði verið þrengt að möguleikum til fjölskyldusameininga. Eftir að dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram lögðu þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins til breytingar á frumvarpinu. „Til mikils batnaðar og erum mjög stolt af þeim. En Jón gat ekki fallist á þær allar. Kom með hugmyndir á móti sem voru þess eðlis að þær hefðu skert grundvallarréttindi fólks og þar með sofnaði málið,“ segir Helga Vala. Stjórnarflokkarnir ná samkomulagi um rammáætlun Annað umdeilt mál á borði ríkisstjórnarinnar er þingályktun um rammaáætlun eða nýtingu og vernd orkuauðlinda. Ný heildstæð rammaáætlun hefur ekki litið dagsins ljós í níu ár vegna deilna um virkjanakosti en Hvammsvirkjun var þó bætt í nýtingarflokk árið2015. Nú er reiknað með að málið komi út úr nefnd eftir hádegi á morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar segir sæta tíðindum að ríkisstjórnarflokkarnir hafi náð saman um rammáætlun.Stöð 2/Sigurjón „Stærstu tíðindin eru þau sýnist manni að ríkisstjórnarflokkarnir þrír virðast hafa komist að samkomulagi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar sem fjallað hefur um málið. Þótt nefndin hafi unnið vel í málinu væri niðurstaðan eingöngu stjórnarflokkanna. Eftir margar misheppnaðar tilraunir undanfarin ár til að afgreiða þessa þriðju rammaáætlun hefðu stjórnarflokkarnir loks náð lendingu. „Það hefur ekki unnið með þeim í þessu máli að vera á þessum ásum. En hérna virðist það vera að gerast að Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki sé að takast að ganga hönd í hönd í þessum málaflokki. Sem eru auðvitað tíðindi í sjálfu sér,“ segir Þorbjörg Sigríður. Hún reikni með töluverðri umræðu um málið eftir að það kemur út úr nefnd, enda málið umdeilt.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9. júní 2022 15:50 Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56 Mest lesið Fundu Guð í App store Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Útlendingafrumvarpi Jóns frestað fram á haust Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur frestað afgreiðslu útlendingafrumvarps síns fram á haust. Jón segir þetta gert til að liðka fyrir þinglokum. Það er því ljóst að málamiðlanir ríkisstjórnarinnar báru ekki árangur. 9. júní 2022 15:50
Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40
Sakaði ráðherra um rangfærslur og útúrsnúning Þingmaður Pírata sakar dómsmálaráðherra um rangfærslur og útúrsnúning um mál hælisleitenda á Íslandi. Ráðherrann segir grundvallarmisskilning ríkja um þau en segist vilja auka möguleika útlendinga alls staðar að á að koma til landsins og vinna. 29. maí 2022 13:56