Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 07:31 Jayson Tatum var illviðráðanlegur í nótt. Kyle Terada/Getty Images Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. Enn og aftur byrjaði Boston af miklum krafti og áttu Stephen Curry og félagar fá svör í upphafi leiks. Stríðsmennirnir réðu sérstaklega illa við Jaylen Brown en hann skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 33-22 Boston í vil. Áfram héldu yfirburðir Celtics í öðrum leikhluta en um hann miðjan smellti Jayson Tatum niður þrist og jók muninn í 18 stig. Við það vöknuðu gestirnir og skoruðu næstu níu stig leiksins. Jaylen Brown got off to a start dropping 22 first-half points on his way to 27 points and the @celtics Game 3 victory!@FCHWPO: 27 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/5H9iDlPNYf— NBA (@NBA) June 9, 2022 Munurinn var hins vegar 12 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 68-56. Sem betur fer fyrir Boston því í leikjunum á undan hafði Golden State alltaf spilað hvað best í þriðja leikhluta. Það hélt áfram en munurinn var allt í einu kominn niður í tvö stig, 82-80, eftir ótrúlegan þrist frá Otto Porter Jr. þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Curry kom gestunum svo yfir með öðrum þrist í næstu sókn eftir að Boston mistókst að koma boltanum í körfuna. Þarna hafði Golden State ekki verið yfir í leiknum frá því staðan var 0-2. Boston rankaði við sér og náði aftur forystunni áður en fjórði leikhluti hófst. Þar virtust gestirnir alveg sprungnir Stríðsmennirnir skoruðu aðeins 11 stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Lokatölur í Boston 116-110 heimamönnum í vil sem eru nú komnir 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Jaylen Brown, Jayson Tatum, and Marcus Smart are the 4th trio of teammates in NBA History to record 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in a #NBAFinals game. pic.twitter.com/S3LLMstiGS— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2022 Þríeykið hjá Boston fór eins og áður sagði mikinn. Þeirra stigahæstur var Jaylen Brown en hann skoraði 27 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 26 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Marcus Smart skoraði 24 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þá skoraði gamla brýnið Al Horford 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Marcus Smart dropped 24 points in the @celtics Game 3 victory to take a 2-1 series lead! #AllAbout18@smart_MS3: 24 PTS, 7 REB, 5 ASTGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/iwDeVzaHBQ— NBA (@NBA) June 9, 2022 Hjá Warriors var Steph Curry með 31 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 25 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Andew Wiggins skoraði svo 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Steph Curry & Klay Thompson combined for 56 points and 11 3PM in Game 3.@StephenCurry30: 31 PTS, 4 REB, 2 STL, 6 3PM@KlayThompson: 25 PTS, 5 3PMGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/3rBopfokmb— NBA (@NBA) June 9, 2022 Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00. Körfubolti NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Enn og aftur byrjaði Boston af miklum krafti og áttu Stephen Curry og félagar fá svör í upphafi leiks. Stríðsmennirnir réðu sérstaklega illa við Jaylen Brown en hann skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta, staðan að honum loknum 33-22 Boston í vil. Áfram héldu yfirburðir Celtics í öðrum leikhluta en um hann miðjan smellti Jayson Tatum niður þrist og jók muninn í 18 stig. Við það vöknuðu gestirnir og skoruðu næstu níu stig leiksins. Jaylen Brown got off to a start dropping 22 first-half points on his way to 27 points and the @celtics Game 3 victory!@FCHWPO: 27 PTS, 9 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/5H9iDlPNYf— NBA (@NBA) June 9, 2022 Munurinn var hins vegar 12 stig er liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik, 68-56. Sem betur fer fyrir Boston því í leikjunum á undan hafði Golden State alltaf spilað hvað best í þriðja leikhluta. Það hélt áfram en munurinn var allt í einu kominn niður í tvö stig, 82-80, eftir ótrúlegan þrist frá Otto Porter Jr. þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Curry kom gestunum svo yfir með öðrum þrist í næstu sókn eftir að Boston mistókst að koma boltanum í körfuna. Þarna hafði Golden State ekki verið yfir í leiknum frá því staðan var 0-2. Boston rankaði við sér og náði aftur forystunni áður en fjórði leikhluti hófst. Þar virtust gestirnir alveg sprungnir Stríðsmennirnir skoruðu aðeins 11 stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Lokatölur í Boston 116-110 heimamönnum í vil sem eru nú komnir 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar. Jaylen Brown, Jayson Tatum, and Marcus Smart are the 4th trio of teammates in NBA History to record 20+ PTS, 5+ REB, and 5+ AST in a #NBAFinals game. pic.twitter.com/S3LLMstiGS— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2022 Þríeykið hjá Boston fór eins og áður sagði mikinn. Þeirra stigahæstur var Jaylen Brown en hann skoraði 27 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 26 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Marcus Smart skoraði 24 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þá skoraði gamla brýnið Al Horford 11 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Marcus Smart dropped 24 points in the @celtics Game 3 victory to take a 2-1 series lead! #AllAbout18@smart_MS3: 24 PTS, 7 REB, 5 ASTGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/iwDeVzaHBQ— NBA (@NBA) June 9, 2022 Hjá Warriors var Steph Curry með 31 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 25 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Andew Wiggins skoraði svo 18 stig, tók 7 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Steph Curry & Klay Thompson combined for 56 points and 11 3PM in Game 3.@StephenCurry30: 31 PTS, 4 REB, 2 STL, 6 3PM@KlayThompson: 25 PTS, 5 3PMGame 4: Fri. 9pm/et on ABC pic.twitter.com/3rBopfokmb— NBA (@NBA) June 9, 2022 Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöld. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 00.30 og leikurinn sjálfur 01.00.
Körfubolti NBA Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira