Tívolí í Kaupmannahöfn skreytt íslenskum veifum úr lopa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2022 20:05 Hressar íslenskar prjónakonur í Jónshúsi í Danmörku, sem taka þátt í veifuverkefninu í Tívolí. Aðsend Það verður Íslendingabragur í Tívolíinu í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, því þá verður tívolíið allt meira og minna skreytt með handprjónuðum veifum úr íslenskri ull. Íslenskar hannyrðakonur á öllum Norðurlöndunum hafa tekið þátt í prjónaskapnum en stefnan er sett á að prjóna einn kílómetra af veifum til að skreyta með í tívolíinu. Selfyssingurinn Guðný Traustadóttir er ein af konunum, sem er í forsvari fyrir veifuverkefnið í Tívolíinu en hún er með garnverslun á Amager með vinkonu sinni. Hópur íslenskra kvenna hefur hist í Jónshúsi undir forystu Höllu Benediktsdóttur síðustu mánuði og setið saman og prjónað íslensku veifurnar í fánalitunum. Stefnan er að prjóna einn kílómetra af veifum, sem verða út um allt í tívolíinu á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. „Við erum í hópi nokkrar íslenskar konur þar sem við erum að prjóna svona veifur með íslensku fánalitunum úr íslenskri ull og garðurinn verður skreyttur frá inngangi og niður á Orangeri þar sem við verðum með aðstöðu. Þetta verður lengsta veifulengja í Tívolí nokkru sinni. Þetta verður rosalega gaman og það verða allskonar íslenskir viðburðir,“ segir Guðný og bætir við. Mikil stemming og stuð er í krinigum þessa prjónamennsku, enda allir til í að leggja sitt af mörgum við prjónamennskuna.Aðsend „Þetta er alveg dásamlegt og gaman að vera þátttakandi í þessu. Tívolí er náttúrulega elsti skemmtistaður í Evrópu og hvergi fallegra að vera, þannig að þetta er mikill heiður, þeir ætla að hylla íslenska menningu og tónlist.“ Guðný Traustadóttir í Tryggvagarði á Selfossi að prjóna en hún er ein af þeim, sem stýrir verkefninu fyrir 17. júní hátíðarhöldin í Tívolí. Guðný segir frábært að verða vitni af samtakamætti íslenskra kvenna á öllum Norðurlöndunum í veifuverkefninu. Konurnar hafi allir verið til og komið saman víða til að prjóna og eiga góða stund saman. Stefnan er að prjóna tvö þúsund veifur. Prjónaðar veifur og veifur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þurfa þá Íslendingar að fjölmenna í Tívolí á þjóðhátíðardaginn? „Algjörlega, þetta verður svo gaman. Það er spáð góðu veðri, Danir geta spáð langt fram í tímann og það stenst, það verður sól og hlýtt.“ Og þú ert alsæl í Danmörku með prjónana þína? „Já, já, alsæl, ég er nú hérna í fjarbúð á Íslandi, þannig að við fljúgumst á, ég og kærastinn minn,“ segir Guðný og hlær. Mikil og góð stemming hefur verið í Jónshúsi við prjónaskapinn.Aðsend Prjónaskapur Danmörk Menning Íslendingar erlendis 17. júní Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Selfyssingurinn Guðný Traustadóttir er ein af konunum, sem er í forsvari fyrir veifuverkefnið í Tívolíinu en hún er með garnverslun á Amager með vinkonu sinni. Hópur íslenskra kvenna hefur hist í Jónshúsi undir forystu Höllu Benediktsdóttur síðustu mánuði og setið saman og prjónað íslensku veifurnar í fánalitunum. Stefnan er að prjóna einn kílómetra af veifum, sem verða út um allt í tívolíinu á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. „Við erum í hópi nokkrar íslenskar konur þar sem við erum að prjóna svona veifur með íslensku fánalitunum úr íslenskri ull og garðurinn verður skreyttur frá inngangi og niður á Orangeri þar sem við verðum með aðstöðu. Þetta verður lengsta veifulengja í Tívolí nokkru sinni. Þetta verður rosalega gaman og það verða allskonar íslenskir viðburðir,“ segir Guðný og bætir við. Mikil stemming og stuð er í krinigum þessa prjónamennsku, enda allir til í að leggja sitt af mörgum við prjónamennskuna.Aðsend „Þetta er alveg dásamlegt og gaman að vera þátttakandi í þessu. Tívolí er náttúrulega elsti skemmtistaður í Evrópu og hvergi fallegra að vera, þannig að þetta er mikill heiður, þeir ætla að hylla íslenska menningu og tónlist.“ Guðný Traustadóttir í Tryggvagarði á Selfossi að prjóna en hún er ein af þeim, sem stýrir verkefninu fyrir 17. júní hátíðarhöldin í Tívolí. Guðný segir frábært að verða vitni af samtakamætti íslenskra kvenna á öllum Norðurlöndunum í veifuverkefninu. Konurnar hafi allir verið til og komið saman víða til að prjóna og eiga góða stund saman. Stefnan er að prjóna tvö þúsund veifur. Prjónaðar veifur og veifur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þurfa þá Íslendingar að fjölmenna í Tívolí á þjóðhátíðardaginn? „Algjörlega, þetta verður svo gaman. Það er spáð góðu veðri, Danir geta spáð langt fram í tímann og það stenst, það verður sól og hlýtt.“ Og þú ert alsæl í Danmörku með prjónana þína? „Já, já, alsæl, ég er nú hérna í fjarbúð á Íslandi, þannig að við fljúgumst á, ég og kærastinn minn,“ segir Guðný og hlær. Mikil og góð stemming hefur verið í Jónshúsi við prjónaskapinn.Aðsend
Prjónaskapur Danmörk Menning Íslendingar erlendis 17. júní Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira