„Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2022 14:37 Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi og lögmaður, afhenti Alþingi kosningakæru síðasta haust. Nú hefur mál hans fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu komist í gegnum fyrstu síu. Vísir/Vilhelm Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. „Við erum auðvitað bara virkilega ánægð með þennan áfanga, það eru ekki öll mál sem að komast þarna í gegn,“ segir Magnús í samtali við Vísi en hann var oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum . Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður flytur mál Magnúsar og Guðmundar Gunnarssonar, frambjóðanda Viðreisnar, fyrir Mannréttindadómstólnum. Kosningamálið svokallaða komst í hámæli síðasta haust eftir að grunur kom upp um að framkvæmd endurtalningar og meðferð kjörgagna hafi ekki verið lögum samkvæmt. Afdrifarík endurtalning í kjördæminu leiddi mikillar hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum landsins nema Norðausturkjördæmi. Í kjölfarið var kjörbréfanefnd skipuð til að meta hvort talning og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi hafi verið lögmæt, en meirihluti nefndarinnar lagði til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Alþingi samþykkti síðan þá niðurstöðu. Spurningar lagðar fyrir ríkið Mál Magnúsar og Guðmundar snýr að þeirri stjórnskipulegu framkvæmd sem fór af stað í kjölfar rannsóknar kjörbréfanefndar á kosningum í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörbréfa þar. Samkvæmt stjórnarskránni sker Alþingi sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir. Magnús telur þessa framkvæmd ekki í samræmi við meginreglur stjórnskipunarréttar Mannréttindadómstólsins. Hann telur því ágætis líkur á því að Mannréttindadómstóllinn dæmi sér í vil og vísar til sambærilegs máls fyrir dómstólnum þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg. Mannréttindadómstóllinn hefur nú lagt fram spurningar í tengslum við málið fyrir íslenska ríkið sem snúa réttindum Magnúsar og Guðmundar sem frambjóðendur í lýðræðiskosningum og leiða þeirra til að niðustöðu Alþingis hnekkt hérlendis. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 29. nóvember 2021 11:47 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Sjá meira
„Við erum auðvitað bara virkilega ánægð með þennan áfanga, það eru ekki öll mál sem að komast þarna í gegn,“ segir Magnús í samtali við Vísi en hann var oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum . Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður flytur mál Magnúsar og Guðmundar Gunnarssonar, frambjóðanda Viðreisnar, fyrir Mannréttindadómstólnum. Kosningamálið svokallaða komst í hámæli síðasta haust eftir að grunur kom upp um að framkvæmd endurtalningar og meðferð kjörgagna hafi ekki verið lögum samkvæmt. Afdrifarík endurtalning í kjördæminu leiddi mikillar hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum landsins nema Norðausturkjördæmi. Í kjölfarið var kjörbréfanefnd skipuð til að meta hvort talning og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi hafi verið lögmæt, en meirihluti nefndarinnar lagði til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Alþingi samþykkti síðan þá niðurstöðu. Spurningar lagðar fyrir ríkið Mál Magnúsar og Guðmundar snýr að þeirri stjórnskipulegu framkvæmd sem fór af stað í kjölfar rannsóknar kjörbréfanefndar á kosningum í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörbréfa þar. Samkvæmt stjórnarskránni sker Alþingi sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir. Magnús telur þessa framkvæmd ekki í samræmi við meginreglur stjórnskipunarréttar Mannréttindadómstólsins. Hann telur því ágætis líkur á því að Mannréttindadómstóllinn dæmi sér í vil og vísar til sambærilegs máls fyrir dómstólnum þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg. Mannréttindadómstóllinn hefur nú lagt fram spurningar í tengslum við málið fyrir íslenska ríkið sem snúa réttindum Magnúsar og Guðmundar sem frambjóðendur í lýðræðiskosningum og leiða þeirra til að niðustöðu Alþingis hnekkt hérlendis.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 29. nóvember 2021 11:47 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Sjá meira
Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 29. nóvember 2021 11:47