„Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2022 14:37 Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi og lögmaður, afhenti Alþingi kosningakæru síðasta haust. Nú hefur mál hans fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu komist í gegnum fyrstu síu. Vísir/Vilhelm Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. „Við erum auðvitað bara virkilega ánægð með þennan áfanga, það eru ekki öll mál sem að komast þarna í gegn,“ segir Magnús í samtali við Vísi en hann var oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum . Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður flytur mál Magnúsar og Guðmundar Gunnarssonar, frambjóðanda Viðreisnar, fyrir Mannréttindadómstólnum. Kosningamálið svokallaða komst í hámæli síðasta haust eftir að grunur kom upp um að framkvæmd endurtalningar og meðferð kjörgagna hafi ekki verið lögum samkvæmt. Afdrifarík endurtalning í kjördæminu leiddi mikillar hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum landsins nema Norðausturkjördæmi. Í kjölfarið var kjörbréfanefnd skipuð til að meta hvort talning og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi hafi verið lögmæt, en meirihluti nefndarinnar lagði til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Alþingi samþykkti síðan þá niðurstöðu. Spurningar lagðar fyrir ríkið Mál Magnúsar og Guðmundar snýr að þeirri stjórnskipulegu framkvæmd sem fór af stað í kjölfar rannsóknar kjörbréfanefndar á kosningum í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörbréfa þar. Samkvæmt stjórnarskránni sker Alþingi sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir. Magnús telur þessa framkvæmd ekki í samræmi við meginreglur stjórnskipunarréttar Mannréttindadómstólsins. Hann telur því ágætis líkur á því að Mannréttindadómstóllinn dæmi sér í vil og vísar til sambærilegs máls fyrir dómstólnum þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg. Mannréttindadómstóllinn hefur nú lagt fram spurningar í tengslum við málið fyrir íslenska ríkið sem snúa réttindum Magnúsar og Guðmundar sem frambjóðendur í lýðræðiskosningum og leiða þeirra til að niðustöðu Alþingis hnekkt hérlendis. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 29. nóvember 2021 11:47 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Við erum auðvitað bara virkilega ánægð með þennan áfanga, það eru ekki öll mál sem að komast þarna í gegn,“ segir Magnús í samtali við Vísi en hann var oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum . Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður flytur mál Magnúsar og Guðmundar Gunnarssonar, frambjóðanda Viðreisnar, fyrir Mannréttindadómstólnum. Kosningamálið svokallaða komst í hámæli síðasta haust eftir að grunur kom upp um að framkvæmd endurtalningar og meðferð kjörgagna hafi ekki verið lögum samkvæmt. Afdrifarík endurtalning í kjördæminu leiddi mikillar hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum landsins nema Norðausturkjördæmi. Í kjölfarið var kjörbréfanefnd skipuð til að meta hvort talning og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi hafi verið lögmæt, en meirihluti nefndarinnar lagði til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Alþingi samþykkti síðan þá niðurstöðu. Spurningar lagðar fyrir ríkið Mál Magnúsar og Guðmundar snýr að þeirri stjórnskipulegu framkvæmd sem fór af stað í kjölfar rannsóknar kjörbréfanefndar á kosningum í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörbréfa þar. Samkvæmt stjórnarskránni sker Alþingi sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir. Magnús telur þessa framkvæmd ekki í samræmi við meginreglur stjórnskipunarréttar Mannréttindadómstólsins. Hann telur því ágætis líkur á því að Mannréttindadómstóllinn dæmi sér í vil og vísar til sambærilegs máls fyrir dómstólnum þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg. Mannréttindadómstóllinn hefur nú lagt fram spurningar í tengslum við málið fyrir íslenska ríkið sem snúa réttindum Magnúsar og Guðmundar sem frambjóðendur í lýðræðiskosningum og leiða þeirra til að niðustöðu Alþingis hnekkt hérlendis.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 29. nóvember 2021 11:47 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 29. nóvember 2021 11:47