„Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2022 14:37 Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi og lögmaður, afhenti Alþingi kosningakæru síðasta haust. Nú hefur mál hans fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu komist í gegnum fyrstu síu. Vísir/Vilhelm Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. „Við erum auðvitað bara virkilega ánægð með þennan áfanga, það eru ekki öll mál sem að komast þarna í gegn,“ segir Magnús í samtali við Vísi en hann var oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum . Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður flytur mál Magnúsar og Guðmundar Gunnarssonar, frambjóðanda Viðreisnar, fyrir Mannréttindadómstólnum. Kosningamálið svokallaða komst í hámæli síðasta haust eftir að grunur kom upp um að framkvæmd endurtalningar og meðferð kjörgagna hafi ekki verið lögum samkvæmt. Afdrifarík endurtalning í kjördæminu leiddi mikillar hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum landsins nema Norðausturkjördæmi. Í kjölfarið var kjörbréfanefnd skipuð til að meta hvort talning og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi hafi verið lögmæt, en meirihluti nefndarinnar lagði til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Alþingi samþykkti síðan þá niðurstöðu. Spurningar lagðar fyrir ríkið Mál Magnúsar og Guðmundar snýr að þeirri stjórnskipulegu framkvæmd sem fór af stað í kjölfar rannsóknar kjörbréfanefndar á kosningum í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörbréfa þar. Samkvæmt stjórnarskránni sker Alþingi sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir. Magnús telur þessa framkvæmd ekki í samræmi við meginreglur stjórnskipunarréttar Mannréttindadómstólsins. Hann telur því ágætis líkur á því að Mannréttindadómstóllinn dæmi sér í vil og vísar til sambærilegs máls fyrir dómstólnum þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg. Mannréttindadómstóllinn hefur nú lagt fram spurningar í tengslum við málið fyrir íslenska ríkið sem snúa réttindum Magnúsar og Guðmundar sem frambjóðendur í lýðræðiskosningum og leiða þeirra til að niðustöðu Alþingis hnekkt hérlendis. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 29. nóvember 2021 11:47 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Við erum auðvitað bara virkilega ánægð með þennan áfanga, það eru ekki öll mál sem að komast þarna í gegn,“ segir Magnús í samtali við Vísi en hann var oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum . Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður flytur mál Magnúsar og Guðmundar Gunnarssonar, frambjóðanda Viðreisnar, fyrir Mannréttindadómstólnum. Kosningamálið svokallaða komst í hámæli síðasta haust eftir að grunur kom upp um að framkvæmd endurtalningar og meðferð kjörgagna hafi ekki verið lögum samkvæmt. Afdrifarík endurtalning í kjördæminu leiddi mikillar hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum landsins nema Norðausturkjördæmi. Í kjölfarið var kjörbréfanefnd skipuð til að meta hvort talning og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi hafi verið lögmæt, en meirihluti nefndarinnar lagði til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Alþingi samþykkti síðan þá niðurstöðu. Spurningar lagðar fyrir ríkið Mál Magnúsar og Guðmundar snýr að þeirri stjórnskipulegu framkvæmd sem fór af stað í kjölfar rannsóknar kjörbréfanefndar á kosningum í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörbréfa þar. Samkvæmt stjórnarskránni sker Alþingi sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir. Magnús telur þessa framkvæmd ekki í samræmi við meginreglur stjórnskipunarréttar Mannréttindadómstólsins. Hann telur því ágætis líkur á því að Mannréttindadómstóllinn dæmi sér í vil og vísar til sambærilegs máls fyrir dómstólnum þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg. Mannréttindadómstóllinn hefur nú lagt fram spurningar í tengslum við málið fyrir íslenska ríkið sem snúa réttindum Magnúsar og Guðmundar sem frambjóðendur í lýðræðiskosningum og leiða þeirra til að niðustöðu Alþingis hnekkt hérlendis.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 29. nóvember 2021 11:47 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 29. nóvember 2021 11:47