„Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2022 14:37 Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi og lögmaður, afhenti Alþingi kosningakæru síðasta haust. Nú hefur mál hans fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu komist í gegnum fyrstu síu. Vísir/Vilhelm Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. „Við erum auðvitað bara virkilega ánægð með þennan áfanga, það eru ekki öll mál sem að komast þarna í gegn,“ segir Magnús í samtali við Vísi en hann var oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum . Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður flytur mál Magnúsar og Guðmundar Gunnarssonar, frambjóðanda Viðreisnar, fyrir Mannréttindadómstólnum. Kosningamálið svokallaða komst í hámæli síðasta haust eftir að grunur kom upp um að framkvæmd endurtalningar og meðferð kjörgagna hafi ekki verið lögum samkvæmt. Afdrifarík endurtalning í kjördæminu leiddi mikillar hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum landsins nema Norðausturkjördæmi. Í kjölfarið var kjörbréfanefnd skipuð til að meta hvort talning og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi hafi verið lögmæt, en meirihluti nefndarinnar lagði til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Alþingi samþykkti síðan þá niðurstöðu. Spurningar lagðar fyrir ríkið Mál Magnúsar og Guðmundar snýr að þeirri stjórnskipulegu framkvæmd sem fór af stað í kjölfar rannsóknar kjörbréfanefndar á kosningum í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörbréfa þar. Samkvæmt stjórnarskránni sker Alþingi sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir. Magnús telur þessa framkvæmd ekki í samræmi við meginreglur stjórnskipunarréttar Mannréttindadómstólsins. Hann telur því ágætis líkur á því að Mannréttindadómstóllinn dæmi sér í vil og vísar til sambærilegs máls fyrir dómstólnum þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg. Mannréttindadómstóllinn hefur nú lagt fram spurningar í tengslum við málið fyrir íslenska ríkið sem snúa réttindum Magnúsar og Guðmundar sem frambjóðendur í lýðræðiskosningum og leiða þeirra til að niðustöðu Alþingis hnekkt hérlendis. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 29. nóvember 2021 11:47 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Við erum auðvitað bara virkilega ánægð með þennan áfanga, það eru ekki öll mál sem að komast þarna í gegn,“ segir Magnús í samtali við Vísi en hann var oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum . Sigurður Örn Hilmarsson hæstaréttarlögmaður flytur mál Magnúsar og Guðmundar Gunnarssonar, frambjóðanda Viðreisnar, fyrir Mannréttindadómstólnum. Kosningamálið svokallaða komst í hámæli síðasta haust eftir að grunur kom upp um að framkvæmd endurtalningar og meðferð kjörgagna hafi ekki verið lögum samkvæmt. Afdrifarík endurtalning í kjördæminu leiddi mikillar hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum landsins nema Norðausturkjördæmi. Í kjölfarið var kjörbréfanefnd skipuð til að meta hvort talning og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi hafi verið lögmæt, en meirihluti nefndarinnar lagði til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. Alþingi samþykkti síðan þá niðurstöðu. Spurningar lagðar fyrir ríkið Mál Magnúsar og Guðmundar snýr að þeirri stjórnskipulegu framkvæmd sem fór af stað í kjölfar rannsóknar kjörbréfanefndar á kosningum í Norðvesturkjördæmi og meðferð kjörbréfa þar. Samkvæmt stjórnarskránni sker Alþingi sjálft úr, hvort þingmenn þess séu löglega kosnir. Magnús telur þessa framkvæmd ekki í samræmi við meginreglur stjórnskipunarréttar Mannréttindadómstólsins. Hann telur því ágætis líkur á því að Mannréttindadómstóllinn dæmi sér í vil og vísar til sambærilegs máls fyrir dómstólnum þar sem belgísk yfirvöld voru dæmd brotleg. Mannréttindadómstóllinn hefur nú lagt fram spurningar í tengslum við málið fyrir íslenska ríkið sem snúa réttindum Magnúsar og Guðmundar sem frambjóðendur í lýðræðiskosningum og leiða þeirra til að niðustöðu Alþingis hnekkt hérlendis.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 29. nóvember 2021 11:47 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. 29. nóvember 2021 11:47
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels