Ferðamaður úrskurðaður í farbann vegna gruns um nauðgun á Akureyri Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. júní 2022 12:45 Meint brot áttu sér stað á skemmtistað á Akureyri. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í gær farbann yfir manni sem grunaður er um nauðgun og kynferðislega áreitni á skemmtistað á Akureyri. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að málið sé til rannsóknar en dyraverðir óskuðu eftir aðstoð lögreglu aðfaranótt 29. maí síðastliðinn vegna gruns um framangreind brot. Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi verið sjáanlega ölvaður og talað litla ensku og enga íslensku. Vitni hafi greint frá því að stúlka hafi komið hágrátandi niður á bar með fötin hálf niður um sig og sagt að maður hafi tekið niður um hana, farið með hana afsíðis og tekið getnaðarlim sinn út. Hún hafi náð að forða sér frá honum, farið niður að barnum, rætt við umrædd vitni og getað vísað á manninn. Maðurinn hafi þá reynt að hlaupa af vettvangi en dyraverðir héldu manninum þegar lögreglu bar að barði. Brotaþolar hafa lýst því að erlendur maður með derhúfu og skegg hafi kysst þær án samþykkis og káfað á þeim í þeirra óþökk. Þá hafi hann einnig reynt að setja getnaðarlim sinn í aðra þeirra en hún hafi að lokum náð að koma sér í burtu. Maðurinn sætir nú farbanni fram til 29. júní þar sem fram er kominn rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið fyrrgreind brot. Fallist var á að maðurinn kunni að reyna að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málssókn með öðrum hætti, enda hafi hann engin tengsl við landið og kvaðst sjálfur vera hér sem ferðamaður. Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Í úrskurðinum segir að maðurinn hafi verið sjáanlega ölvaður og talað litla ensku og enga íslensku. Vitni hafi greint frá því að stúlka hafi komið hágrátandi niður á bar með fötin hálf niður um sig og sagt að maður hafi tekið niður um hana, farið með hana afsíðis og tekið getnaðarlim sinn út. Hún hafi náð að forða sér frá honum, farið niður að barnum, rætt við umrædd vitni og getað vísað á manninn. Maðurinn hafi þá reynt að hlaupa af vettvangi en dyraverðir héldu manninum þegar lögreglu bar að barði. Brotaþolar hafa lýst því að erlendur maður með derhúfu og skegg hafi kysst þær án samþykkis og káfað á þeim í þeirra óþökk. Þá hafi hann einnig reynt að setja getnaðarlim sinn í aðra þeirra en hún hafi að lokum náð að koma sér í burtu. Maðurinn sætir nú farbanni fram til 29. júní þar sem fram er kominn rökstuddur grunur um að viðkomandi hafi framið fyrrgreind brot. Fallist var á að maðurinn kunni að reyna að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málssókn með öðrum hætti, enda hafi hann engin tengsl við landið og kvaðst sjálfur vera hér sem ferðamaður.
Kynferðisofbeldi Akureyri Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira