Telur frumvarp Katrínar innleiða aftur bann við guðlasti Kjartan Kjartansson skrifar 8. júní 2022 09:17 Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins telur að frumvarp forsætisráðherra um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna feli í sér að bann við guðlasti sem var afnumið árið 2015 verði komið aftur á. Vegið sé að tjáningarfrelsinu með því. Mismununarþáttum er fjölgað í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisáðherra, um breytingar á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Til viðbótar við kynþátt og þjóðernisuppruna eiga lögin að vernda fólk á grundvelli trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Áreitni sem tengist þessum þáttum er skilgreind í frumvarpinu sem hegðun sem hefur þann tilgang eða áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, finnst afar óljóst hvort að með þessu orðalagi sé bann við guðlasti innleitt aftur eða ekki. „Ef þú móðgar einhvern út af trú, er það ekki guðlast? Er ekki verið að draga dár að trúarskoðun viðkomandi? Þá er komið guðlast aftur þarna inn,“ sagði Eyjólfur í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sjálfagt að veita réttarvernd Eyjólfur tók fram að honum þætti sjálfsagt að veita réttarvernd vegna kynvitundar, kynhneigð eða öðru slíku. Bann við guðlasti hafi hins vegar verið afnumið árið 2015 með þeim rökum að tjáningarfrelsið ætti að ganga framar. „Við ákváðum það árið 2015 að afnema bann gegn guðlasti. Þá er spurningin, er það að koma núna inn aftur án þess að það sé umfjöllun um það? Ég tel að það sé verið að gera það aftur og ég tel að það vegi að tjáningarfrelsinu,“ sagði Eyjólfur sem skilaði minnihlutaáliti um frumvarpið í allsherjar- og menntamálanefnd. Frumvarpið bíður nú annarrar umræðu á Alþingi. Jafnréttisstofa hvatti þingmenn til þess að samþykkja frumvarpið sem lög í umsögn sinni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði til að frumvarpinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar í minnihlutaáliti sínu.Vísir/Arnar Yrði hinsegin fólki refsað fyrir að móðga trúaða? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, skilaði einnig minnihlutaáliti í nefndinni og gagnrýndi meðal annars að trú og lífsskoðun væru skilgreind sem mismununarþættir í frumvarpinu. Óljóst væri hvort upptaka þeirra í lög hefði þau áhrif í reynd að bann við guðlasti yrði tekið upp að nýju. Eins væri alls óljóst hvort að ætlunin með frumvarpinu væri að taka slíkt bann upp aftur á sama tíma og Evrópuríki hafi eitt af öðru fjarlægt slík ákvæði á undanförnum árum. Benti Arndís á að í greinargerð með frumvarpinu væri vísað til tilskipunar ráðherraráðs Evrópusambandsins um jafna meðferð án tillits til kynþáttar eða þjóðernis en í henni væri ekki vikið að trú og lífsskoðun. Þannig myndi íslensk löggjöf ganga lengra en gert hafi verið ráð fyrir í tilskipuninni verði frumvarpið að lögum. Þá taldi Arndís óljóst hvernig lögunum yrði beitt þegar tveir mismununarþættir mættust, til dæmis þegar trúarskoðanir sem eru andstæðar réttindum hinsegin fólks væru orðnar mismununarþáttur í lögunum. „Óljóst er til að mynda hvort lögin myndu leiða til þess að trúfélögum yrði gert skylt að gefa saman hinsegin einstaklinga, eða hvort ákveðin tjáning eða hegðun hinsegin fólks yrði talin refsiverð ef einstaklingum af tiltekinni trú þætti hún móðgandi,“ sagði í áliti hennar. Uppfært 10:15 Mynd sem fylgdi upphaflegri útgáfu fréttarinnar var af Stefáni Vagni Stefánssyni, þingmanni Framsóknaflokksins, en ekki Eyjólfi Ármannssyni. Beðist er afsökuna á mistökunum. Alþingi Trúmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Mismununarþáttum er fjölgað í frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisáðherra, um breytingar á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Til viðbótar við kynþátt og þjóðernisuppruna eiga lögin að vernda fólk á grundvelli trúar, lífsskoðunar, fötlunar, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Áreitni sem tengist þessum þáttum er skilgreind í frumvarpinu sem hegðun sem hefur þann tilgang eða áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi. Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og fyrsti varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, finnst afar óljóst hvort að með þessu orðalagi sé bann við guðlasti innleitt aftur eða ekki. „Ef þú móðgar einhvern út af trú, er það ekki guðlast? Er ekki verið að draga dár að trúarskoðun viðkomandi? Þá er komið guðlast aftur þarna inn,“ sagði Eyjólfur í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Sjálfagt að veita réttarvernd Eyjólfur tók fram að honum þætti sjálfsagt að veita réttarvernd vegna kynvitundar, kynhneigð eða öðru slíku. Bann við guðlasti hafi hins vegar verið afnumið árið 2015 með þeim rökum að tjáningarfrelsið ætti að ganga framar. „Við ákváðum það árið 2015 að afnema bann gegn guðlasti. Þá er spurningin, er það að koma núna inn aftur án þess að það sé umfjöllun um það? Ég tel að það sé verið að gera það aftur og ég tel að það vegi að tjáningarfrelsinu,“ sagði Eyjólfur sem skilaði minnihlutaáliti um frumvarpið í allsherjar- og menntamálanefnd. Frumvarpið bíður nú annarrar umræðu á Alþingi. Jafnréttisstofa hvatti þingmenn til þess að samþykkja frumvarpið sem lög í umsögn sinni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði til að frumvarpinu yrði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar í minnihlutaáliti sínu.Vísir/Arnar Yrði hinsegin fólki refsað fyrir að móðga trúaða? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, skilaði einnig minnihlutaáliti í nefndinni og gagnrýndi meðal annars að trú og lífsskoðun væru skilgreind sem mismununarþættir í frumvarpinu. Óljóst væri hvort upptaka þeirra í lög hefði þau áhrif í reynd að bann við guðlasti yrði tekið upp að nýju. Eins væri alls óljóst hvort að ætlunin með frumvarpinu væri að taka slíkt bann upp aftur á sama tíma og Evrópuríki hafi eitt af öðru fjarlægt slík ákvæði á undanförnum árum. Benti Arndís á að í greinargerð með frumvarpinu væri vísað til tilskipunar ráðherraráðs Evrópusambandsins um jafna meðferð án tillits til kynþáttar eða þjóðernis en í henni væri ekki vikið að trú og lífsskoðun. Þannig myndi íslensk löggjöf ganga lengra en gert hafi verið ráð fyrir í tilskipuninni verði frumvarpið að lögum. Þá taldi Arndís óljóst hvernig lögunum yrði beitt þegar tveir mismununarþættir mættust, til dæmis þegar trúarskoðanir sem eru andstæðar réttindum hinsegin fólks væru orðnar mismununarþáttur í lögunum. „Óljóst er til að mynda hvort lögin myndu leiða til þess að trúfélögum yrði gert skylt að gefa saman hinsegin einstaklinga, eða hvort ákveðin tjáning eða hegðun hinsegin fólks yrði talin refsiverð ef einstaklingum af tiltekinni trú þætti hún móðgandi,“ sagði í áliti hennar. Uppfært 10:15 Mynd sem fylgdi upphaflegri útgáfu fréttarinnar var af Stefáni Vagni Stefánssyni, þingmanni Framsóknaflokksins, en ekki Eyjólfi Ármannssyni. Beðist er afsökuna á mistökunum.
Alþingi Trúmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent