Hæst dæmdi hestur í heimi: Ég svíf bara, segir ræktandinn Árni Sæberg skrifar 7. júní 2022 19:52 Nýtt heimsmet var slegið þegar Helga Una Björnsdóttir sýndi stóðhestinn Viðar frá Skör á Hellu og hleut hann í aðaleinkunn 9,04. Eiðfaxi/Nicki Pfau Nýtt heimsmet var slegið á kynbótabrautinni á Gaddstaðaflötum á Hellu í dag þegar stóðhesturinn Viðar frá Skör hlaut 9,04 í aðaleinkunn. Er hann þar með hæst dæmdi kynbótahestur í heimi, en það var afreksknapinn Helga Una Björnsdóttir sem sýndi Viðar af mikilli fagmennsku. Fáheyrð einkunn var gefin bæði fyrir hæfileika og sköpulag. Með þessu er fyrra heimsmet Þráins frá Flagbjarnarholti fallið, sem hlaut 8,95 í aðaleinkunn árið 2018. Greint var frá heimsmetinu á www.eidfaxi.is „Ég svíf bara og er svolítið lítill í mér,“ sagði Karl Áki Sigurðsson, ræktandi Viðars, í samtali við fréttastofu, hrærður yfir árangri hestsins, en um stórviðburð er að ræða í hestaheiminum. „Það er einsdæmi að rækta svona hest. Það var alveg meiriháttar að horfa á sýninguna og Helga Una gerði það frábærlega.“ Viðar er undan Hrannari frá Flugumýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Ræktandi er Karl Áki, eins og fyrr segir, og eigendur Gitte og Flemming Fast, frá Danmörku. „Viðar sýndi strax mikla hæfileika 4 vetra gamall og þá þegar var sagt í gríni að þessi hestur ætti eftir að slá heimsmet. Ótrúlegir ganghæfileikar komu mjög fljótt í ljós og svo er geðslag hestsins algert úrval,“ segir Karl Áki, sem var í áhorfendabrekkunni að fylgjast með í dag. ,,Ég er ekki kominn niður á jörðina ennþá. Þetta er svo ótrúlegt þegar vel gengur.“ Í meðfylgjandi myndbandi frá streymisveitunni Alendis TV má sjá valin brot úr stjörnusýningu Helgu Unu á Viðari frá Skör í dag. Hér má sjá dóm Viðars frá Skör: IS2014101486 Viðar frá Skör Örmerki: 352206000096660 Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt Ræktandi: Karl Áki Sigurðsson Eigandi: Flemming Fast, Gitte Fast Lambertsen F.: IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II Ff.: IS1995165864 Kraftur frá Bringu Fm.: IS1992258600 Hending frá Flugumýri M.: IS2003287015 Vár frá Auðsholtshjáleigu Mf.: IS1992158707 Spuni frá Miðsitju Mm.: IS1997287054 Vordís frá Auðsholtshjáleigu Mál (cm): 146 – 135 – 141 – 64 – 145 – 39 – 46 – 43 – 6,7 – 30,5 – 19,0 Hófa mál: V.fr.: 8,9 – V.a.: 7,8 Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 = 8,89 Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 9,5 = 9,12 Hægt tölt: 8,5 Aðaleinkunn: 9,04 Hæfileikar án skeiðs: 9,14 Aðaleinkunn án skeiðs: 9,05 Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir Hestaíþróttir Hestar Rangárþing ytra Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Með þessu er fyrra heimsmet Þráins frá Flagbjarnarholti fallið, sem hlaut 8,95 í aðaleinkunn árið 2018. Greint var frá heimsmetinu á www.eidfaxi.is „Ég svíf bara og er svolítið lítill í mér,“ sagði Karl Áki Sigurðsson, ræktandi Viðars, í samtali við fréttastofu, hrærður yfir árangri hestsins, en um stórviðburð er að ræða í hestaheiminum. „Það er einsdæmi að rækta svona hest. Það var alveg meiriháttar að horfa á sýninguna og Helga Una gerði það frábærlega.“ Viðar er undan Hrannari frá Flugumýri II og Vár frá Auðsholtshjáleigu. Ræktandi er Karl Áki, eins og fyrr segir, og eigendur Gitte og Flemming Fast, frá Danmörku. „Viðar sýndi strax mikla hæfileika 4 vetra gamall og þá þegar var sagt í gríni að þessi hestur ætti eftir að slá heimsmet. Ótrúlegir ganghæfileikar komu mjög fljótt í ljós og svo er geðslag hestsins algert úrval,“ segir Karl Áki, sem var í áhorfendabrekkunni að fylgjast með í dag. ,,Ég er ekki kominn niður á jörðina ennþá. Þetta er svo ótrúlegt þegar vel gengur.“ Í meðfylgjandi myndbandi frá streymisveitunni Alendis TV má sjá valin brot úr stjörnusýningu Helgu Unu á Viðari frá Skör í dag. Hér má sjá dóm Viðars frá Skör: IS2014101486 Viðar frá Skör Örmerki: 352206000096660 Litur: 2520 Brúnn/milli- stjörnótt Ræktandi: Karl Áki Sigurðsson Eigandi: Flemming Fast, Gitte Fast Lambertsen F.: IS2006158620 Hrannar frá Flugumýri II Ff.: IS1995165864 Kraftur frá Bringu Fm.: IS1992258600 Hending frá Flugumýri M.: IS2003287015 Vár frá Auðsholtshjáleigu Mf.: IS1992158707 Spuni frá Miðsitju Mm.: IS1997287054 Vordís frá Auðsholtshjáleigu Mál (cm): 146 – 135 – 141 – 64 – 145 – 39 – 46 – 43 – 6,7 – 30,5 – 19,0 Hófa mál: V.fr.: 8,9 – V.a.: 7,8 Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 = 8,89 Hæfileikar: 9,0 – 9,5 – 9,0 – 8,5 – 8,5 – 9,5 – 9,0 – 9,5 = 9,12 Hægt tölt: 8,5 Aðaleinkunn: 9,04 Hæfileikar án skeiðs: 9,14 Aðaleinkunn án skeiðs: 9,05 Sýnandi: Helga Una Björnsdóttir
Hestaíþróttir Hestar Rangárþing ytra Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum