Heimskra manna ráð Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 7. júní 2022 09:01 Það var athyglisvert að sjá Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sópa af borðinu tillögur Atvinnufjelagsins um að vaktaálagsmál verði tekin til endurskoðunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 (4. júní sl.). Að mati framkvæmdastjórans er um það vitlausar hugmyndir að ræða að það tekur því ekki að ræða þær frekar. Rökin voru gamalkunnug; að atvinnurekendur ætli sér með þessu að hlunnfara launafólk. Er allt í himnalagi? Fyrst heimskra manna ráð, eins og þau að ræða áhrif núverandi vaktaálagskerfis á vinnumarkaði, eiga ekki upp á pallborðið hjá framkvæmdastjóra starfsgreinasambandsins, hljóta vinnumarkaðsmál að vera í mjög svo góðu standi hér á landi, eða hvað? Þá er ekki síður athyglivert hvernig ljóta-atvinnurekenda-spilið virðist dregið upp í hvert sinn sem launagreiðendur hreyfa við málum sem lúta að nýjum áherslum eða þróun kjarasamninga. Er það virkilega svo að atvinnurekendum geti ekkert annað gengið til en að hlunnfara eigið starfsfólk þegar rætt er um launamál? Hljóð og mynd þarf að fara saman Það er staðreynd að íslenskt efnahags- og atvinnulíf hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Kjarasamningar taka að mörgu leyti ekki mið af þessum breytingum og á það ekki hvað síst við um vaktaálagshlutann. Hér er því komin upp staða sem kallar á umræðu um æskilegar áherslubreytingar svo að kjarasamningar og veruleiki vinnumarkaðarins „tali“ betur saman. Að þessari umræðu þurfa allir aðilar vinnumarkaðarins að koma, ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga hér mikið undir. Kjarni málsins er í megindráttum sá, að dagvinnutaxtinn er of lágur. Vaktaálag reiknast sem hlutfall af þessum taxta, þannig að kerfið hefur í sér innbyggða tregðu gegn hækkun dagvinnutaxtans. Þetta gerir að verkum, að erfiðara er að manna dagvaktir en kvöld- og helgarvaktir, með þeim afleiðingum að þetta launakerfi er ekki að virka nógu vel. Þá myndast jafnframt ákveðin mismunun gagnvart þeim sem eiga óhægara um vik að vinna um kvöld og helgar, eins og hjá mörgu fjölskyldufólki, svo að dæmi sé nefnt. Þess vegna er eðlilegt að horfa til þess að hækka dagvinnuna og draga úr þeim hlutfallslega mun sem er á milli taxtanna. Þá er ekki síður mikilvægt að ráðast í þessa endurskoðun til að færast nær markmiðinu um að launafólk geti lifað á dagvinnulaununum. Spurningarinnar virði Fyrir einhverjum árum skiptu þessir vankantar líklega minna máli, en með miklum og örum vexti í ferðaþjónustu, skapandi greinum og nýsköpun hafa gallar kerfisins verið að koma sífellt betur í ljós. Þegar við lítum í kringum okkur og skoðum hvernig þetta er leyst á hinum Norðurlöndunum, sem dæmi, þá kemur jafnframt í ljós að mun minni hlutfallslegur munur er á milli dagvinnutaxtans annars vegar og kvöld- og helgartaxtanna hins vegar. Það hlýtur því að vera spurningarinnar virði að kanna hvort við getum gert betur. Í trausti þess, þá trúi ég ekki öðru en að framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins sé reiðubúinn að skoða málin og sjá hvort hagsmunir launafólks og atvinnurekenda gætu ef til vill legið hér saman. Höfundur er í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Kjaramál Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að sjá Flosa Eiríksson, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, sópa af borðinu tillögur Atvinnufjelagsins um að vaktaálagsmál verði tekin til endurskoðunar, í viðtali í fréttum Stöðvar 2 (4. júní sl.). Að mati framkvæmdastjórans er um það vitlausar hugmyndir að ræða að það tekur því ekki að ræða þær frekar. Rökin voru gamalkunnug; að atvinnurekendur ætli sér með þessu að hlunnfara launafólk. Er allt í himnalagi? Fyrst heimskra manna ráð, eins og þau að ræða áhrif núverandi vaktaálagskerfis á vinnumarkaði, eiga ekki upp á pallborðið hjá framkvæmdastjóra starfsgreinasambandsins, hljóta vinnumarkaðsmál að vera í mjög svo góðu standi hér á landi, eða hvað? Þá er ekki síður athyglivert hvernig ljóta-atvinnurekenda-spilið virðist dregið upp í hvert sinn sem launagreiðendur hreyfa við málum sem lúta að nýjum áherslum eða þróun kjarasamninga. Er það virkilega svo að atvinnurekendum geti ekkert annað gengið til en að hlunnfara eigið starfsfólk þegar rætt er um launamál? Hljóð og mynd þarf að fara saman Það er staðreynd að íslenskt efnahags- og atvinnulíf hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Kjarasamningar taka að mörgu leyti ekki mið af þessum breytingum og á það ekki hvað síst við um vaktaálagshlutann. Hér er því komin upp staða sem kallar á umræðu um æskilegar áherslubreytingar svo að kjarasamningar og veruleiki vinnumarkaðarins „tali“ betur saman. Að þessari umræðu þurfa allir aðilar vinnumarkaðarins að koma, ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem eiga hér mikið undir. Kjarni málsins er í megindráttum sá, að dagvinnutaxtinn er of lágur. Vaktaálag reiknast sem hlutfall af þessum taxta, þannig að kerfið hefur í sér innbyggða tregðu gegn hækkun dagvinnutaxtans. Þetta gerir að verkum, að erfiðara er að manna dagvaktir en kvöld- og helgarvaktir, með þeim afleiðingum að þetta launakerfi er ekki að virka nógu vel. Þá myndast jafnframt ákveðin mismunun gagnvart þeim sem eiga óhægara um vik að vinna um kvöld og helgar, eins og hjá mörgu fjölskyldufólki, svo að dæmi sé nefnt. Þess vegna er eðlilegt að horfa til þess að hækka dagvinnuna og draga úr þeim hlutfallslega mun sem er á milli taxtanna. Þá er ekki síður mikilvægt að ráðast í þessa endurskoðun til að færast nær markmiðinu um að launafólk geti lifað á dagvinnulaununum. Spurningarinnar virði Fyrir einhverjum árum skiptu þessir vankantar líklega minna máli, en með miklum og örum vexti í ferðaþjónustu, skapandi greinum og nýsköpun hafa gallar kerfisins verið að koma sífellt betur í ljós. Þegar við lítum í kringum okkur og skoðum hvernig þetta er leyst á hinum Norðurlöndunum, sem dæmi, þá kemur jafnframt í ljós að mun minni hlutfallslegur munur er á milli dagvinnutaxtans annars vegar og kvöld- og helgartaxtanna hins vegar. Það hlýtur því að vera spurningarinnar virði að kanna hvort við getum gert betur. Í trausti þess, þá trúi ég ekki öðru en að framkvæmdastjóri starfsgreinasambandsins sé reiðubúinn að skoða málin og sjá hvort hagsmunir launafólks og atvinnurekenda gætu ef til vill legið hér saman. Höfundur er í stjórn Atvinnufjelagsins.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar