Lampropolus kemur til liðsins frá Njarðvík þar sem hann lék á síðasta tímabili með fínum árangri. Lampropolus var frákastahæstur í liði Njarðvíkur sem varð deildarmeistari en hann reif niður 9,6 fráköst í hverjum leik. Ásamt því skoraði hann 16,2 stig og gaf 1,9 stoðsendingar að meðaltali í þeim 29 leikjum sem hann spilaði.
Fotios Lampropolus kemur frá Grikklandi og verður 39 ára í september. Leikmaðurinn hefur meðal annars leikið á Spáni, Argentínu og Grikklandi á sínum langa ferli.
„Fotios mun flytja með fjölskylduna í haust og við bjóðum þau hjartanlega velkomin í Hamingjuna,“ segir í tilkynningu frá Þór Þorlákshöfn en samningurinn er til tveggja ára.