Sérfræðingar munu meta ástand hins grunaða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. júní 2022 19:32 Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir erfitt að segja til um tímaramma þegar kemur að rannsókninni. Gera má ráð fyrir að morðrannsókn lögreglu í Barðavogi muni taka mánuði. Sérfræðingar munu meta hinn grunaða og réttarkrufning þarf að fara fram. Lögregla getur ekki tjáð sig um hvort játning liggur fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Lögregla hefur lítið viljað gefa upp um rannsókn málsins á þessu stigi, en segir þó að henni miði vel. Ekki hefur enn verið rætt við öll vitni í málinu en sú vinna er í gangi. Þá geti enn bæst í hóp þeirra sem lögregla muni taka vitnaskýrslur af. „Nú erum við bara í upplýsingaöflun og vinna úr þeim gögnum sem að við höfum verið að sækja. Það er fyrst og fremst sú vinna sem er í gangi, að skoða framburði og fleira,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónbn hjá rannsóknardeild lögreglu, aðspurður um næstu skref. Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna ógnandi hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. Þá sagði fyrrverandi nágranni að maðurinn hafi skapað ógn, mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma og taldi hann ljóst að maðurinn væri greinilega veikur. Lögregla telur sig ekki hafa getað brugðist öðruvísi við, líkt og Margeir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en líkt og viðgengst í alvarlegum ofbeldismálum verða þó sérfræðingar fengnir til að meta hinn grunaða. „Þetta er ekki bundið neitt sérstaklega við þetta mál frekar en önnur. Þetta er bara almennt sem að lögreglan hefur tök á að gera, leita til sérfræðinga til þess að meta einstaklinga, og þá með tilliti til ástands og þess háttar,“ segir Margeir. Geta ekki tjáð sig um dánarorsök Að svo stöddu getur lögregla ekkert sagt til um hvort játning liggi fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Réttarkrufning mun síðar fara fram til að skera úr um dánarorsök mannsins en Margeir segist ekki geta tjáð sig að svo stöddu um hvort þau hafi vísbendingar um hvernig maðurinn lést, og þá hvort hann hafi verið barinn. „Við bara bíðum eftir niðurstöðum og síðan skoðum við málið út frá því,“ segir hann. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til fyrsta júlí næstkomandi en hann hefur enn frest til að kæra þann úrskurð. Telji lögregla ástæðu til geta þau farið fram á lengra gæsluvarðhald en engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu. Það sem eftir stendur rannsóknar, þar á meðal mat á hinum grunaða og réttarkrufning, geti tekið langan tíma. „Það geta verið einhverjir mánuðir til að fá endanlega niðurstöðu í öllum þeim rannsóknum sem að fara fram,“ segir Margeir. Lögreglumál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Lögregla hefur lítið viljað gefa upp um rannsókn málsins á þessu stigi, en segir þó að henni miði vel. Ekki hefur enn verið rætt við öll vitni í málinu en sú vinna er í gangi. Þá geti enn bæst í hóp þeirra sem lögregla muni taka vitnaskýrslur af. „Nú erum við bara í upplýsingaöflun og vinna úr þeim gögnum sem að við höfum verið að sækja. Það er fyrst og fremst sú vinna sem er í gangi, að skoða framburði og fleira,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónbn hjá rannsóknardeild lögreglu, aðspurður um næstu skref. Áður en tilkynnt var um málið á laugardagskvöld hafði lögregla tvisvar á stuttum tíma verið kölluð að húsinu vegna ógnandi hegðunar mannsins sem síðar var handtekinn. Þá sagði fyrrverandi nágranni að maðurinn hafi skapað ógn, mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma og taldi hann ljóst að maðurinn væri greinilega veikur. Lögregla telur sig ekki hafa getað brugðist öðruvísi við, líkt og Margeir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag, en líkt og viðgengst í alvarlegum ofbeldismálum verða þó sérfræðingar fengnir til að meta hinn grunaða. „Þetta er ekki bundið neitt sérstaklega við þetta mál frekar en önnur. Þetta er bara almennt sem að lögreglan hefur tök á að gera, leita til sérfræðinga til þess að meta einstaklinga, og þá með tilliti til ástands og þess háttar,“ segir Margeir. Geta ekki tjáð sig um dánarorsök Að svo stöddu getur lögregla ekkert sagt til um hvort játning liggi fyrir eða hvort morðvopn hafi fundist. Réttarkrufning mun síðar fara fram til að skera úr um dánarorsök mannsins en Margeir segist ekki geta tjáð sig að svo stöddu um hvort þau hafi vísbendingar um hvernig maðurinn lést, og þá hvort hann hafi verið barinn. „Við bara bíðum eftir niðurstöðum og síðan skoðum við málið út frá því,“ segir hann. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til fyrsta júlí næstkomandi en hann hefur enn frest til að kæra þann úrskurð. Telji lögregla ástæðu til geta þau farið fram á lengra gæsluvarðhald en engin ákvörðun hefur verið tekin að svo stöddu. Það sem eftir stendur rannsóknar, þar á meðal mat á hinum grunaða og réttarkrufning, geti tekið langan tíma. „Það geta verið einhverjir mánuðir til að fá endanlega niðurstöðu í öllum þeim rannsóknum sem að fara fram,“ segir Margeir.
Lögreglumál Manndráp í Barðavogi Reykjavík Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels