„Hér ætlum við að vera næstu 100 ár“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 10:01 Íþróttamiðstöð Fram er með glæsileg í alla staði. Stöð 2 „Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal er einhver glæsilegasta íþróttaðstaða Reykjavíkur og landsins. Þetta mun gjörbylta allri aðstöðu félagsins,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson (Gaupi) um magnaða aðstöðu Fram. Gaupi fór á stúfana og tók út nýja íþróttaaðstöðu Fram sem er loksins að verða tilbúin. Ræddi hann við Sigurð Inga Tómasson, formann félagsins, en hann man tímanna tvenna. „Allt til alls hér og hér er framtíðarsvæði. Hér ætlum við að vera næstu 100 ár,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram.Stöð 2 „Við erum að fara úr 3400 fermetra húsi í 7800 fermetra hús. Við erum með miklu fleiri velli, tvo gervigrasvelli og þrjá grasvelli. Þetta er allt önnur aðstaða.“ „Við komum fyrir fleiri en 1500 manns, það er hægt að hafa stæði fyrir aftan stúkuna ef það er fullt. Það eru svo sem almennt ekki fleiri en 1500 á leikjum en það vonandi verður,“ sagði formaður Fram um stúku fótboltavallar félagsins. „Þetta er flottasti handboltasalur á Íslandi fullyrði ég. Bjartur og flottur.“ Fyrir íþróttamenn félagsins er ljóst að breytingin verður mikil. Að flytja úr Safamýrinni í þessa nýju íþróttamiðstöð félagsins enda jafnast aðstaðan á við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Breyttir tímar „Við sem munum eftir Skipholtinu upplifum þetta sem stórkostlega tíma, það er enginn vafi.“ „Það er ætlunin, veltur á því hvað Reykjavíkurborg gerir. Hún er búin að svíkja okkur hvað eftir annað með þann íbúafjölda sem átti hér upphaflega að vera. Svo verðum við bara að sækja í okkur veðrið og sækja þá iðkendur eitthvað annað. Vera bara betri en önnur félög,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður hvort Fram gæti nú tekið skref fram á við þökk sé aðstöðu félagsins. Safamýrinnar verður sárt saknað „Þetta er eins og þegar þú flytur á milli heimila. Þú saknar staðarins sem þú varst á. Það er ekki söknuður í þeim skilningi að við erum að gjörbylta aðstöðunni en það er búið að fara vel um okkur þar í fimmtíu ár,“ sagi Sigurður Ingi að endingu. Íþróttamiðstöð Fram verður formlega vígð eftir miðja júní. Fyrsti heimaleikur félagsins verður 18. júní þegar Fram mætir KH í 2. deild kvenna í fótbolta. Þann 20. júní mætir svo ÍBV og vígir völlinn í Bestu deild karla. Klippa: Glæsileg íþróttamiðstöð Fram Fótbolti Handbolti Fram Reykjavík Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Gaupi fór á stúfana og tók út nýja íþróttaaðstöðu Fram sem er loksins að verða tilbúin. Ræddi hann við Sigurð Inga Tómasson, formann félagsins, en hann man tímanna tvenna. „Allt til alls hér og hér er framtíðarsvæði. Hér ætlum við að vera næstu 100 ár,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram.Stöð 2 „Við erum að fara úr 3400 fermetra húsi í 7800 fermetra hús. Við erum með miklu fleiri velli, tvo gervigrasvelli og þrjá grasvelli. Þetta er allt önnur aðstaða.“ „Við komum fyrir fleiri en 1500 manns, það er hægt að hafa stæði fyrir aftan stúkuna ef það er fullt. Það eru svo sem almennt ekki fleiri en 1500 á leikjum en það vonandi verður,“ sagði formaður Fram um stúku fótboltavallar félagsins. „Þetta er flottasti handboltasalur á Íslandi fullyrði ég. Bjartur og flottur.“ Fyrir íþróttamenn félagsins er ljóst að breytingin verður mikil. Að flytja úr Safamýrinni í þessa nýju íþróttamiðstöð félagsins enda jafnast aðstaðan á við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Breyttir tímar „Við sem munum eftir Skipholtinu upplifum þetta sem stórkostlega tíma, það er enginn vafi.“ „Það er ætlunin, veltur á því hvað Reykjavíkurborg gerir. Hún er búin að svíkja okkur hvað eftir annað með þann íbúafjölda sem átti hér upphaflega að vera. Svo verðum við bara að sækja í okkur veðrið og sækja þá iðkendur eitthvað annað. Vera bara betri en önnur félög,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður hvort Fram gæti nú tekið skref fram á við þökk sé aðstöðu félagsins. Safamýrinnar verður sárt saknað „Þetta er eins og þegar þú flytur á milli heimila. Þú saknar staðarins sem þú varst á. Það er ekki söknuður í þeim skilningi að við erum að gjörbylta aðstöðunni en það er búið að fara vel um okkur þar í fimmtíu ár,“ sagi Sigurður Ingi að endingu. Íþróttamiðstöð Fram verður formlega vígð eftir miðja júní. Fyrsti heimaleikur félagsins verður 18. júní þegar Fram mætir KH í 2. deild kvenna í fótbolta. Þann 20. júní mætir svo ÍBV og vígir völlinn í Bestu deild karla. Klippa: Glæsileg íþróttamiðstöð Fram
Fótbolti Handbolti Fram Reykjavík Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira