Telja fimmtíu hafa fallið í árás í Hvítasunnumessu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:44 Talið er að minnst fimmtíu hafi fallið í árásinni. AP Photo/Rahaman A Yusuf Talið er að meira en fimmtíu hafi fallið í árás á kaþólska kirkju í suðvesturhluta Nígeríu í dag. Árásarmennirnir skutu fólk á færi og sprengdu sprengjur inni í kirkjunni. Árásarmennirnir réðust inn í St. Francis kirkjuna í Ondo-héraði í dag þegar safnaðarmeðlimir komu þar saman í hvítasunnumessu. Meðal þeirra látnu eru börn að sögnOgunmolasuyi Oluwole, þingmanns. Þá numu árásarmennirnir prestinn á brott. Yfirvöld hafa enn ekki gefið það út hve margir féllu í árásinni en Adelegbe Timileyin, þingmaður Owo-svæðisins í neðri deild nígerska þingsins, sagði í samtali við AP að minnst fimmtíu hafi látist. Aðrir hafa sagt mannfallið vera enn meira. Myndbönd sem hafa birst á samfélagsmiðlum frá vettvangnum sýna safnaðarmeðlimi liggja í blóði sínu á kirkjugólfinu og aðra sem lifðu árásina af gráta sárum. Grunur er um að prestur kirkjunnar hafi verið numinn á brott af árásarmönnunum.AP Photo/Rahaman A Yusuf Muhammadu Buhari forseti Nígeríu sagði í yfirlýsingu í dag að aðeins „óvinir frá helvíti“ hefðu getað ímyndað sér og framkvæmd árás sem þessa. „Sama hvað þá mun þetta land aldrei bugast undan illu og vondu fólki, og myrkrið mun aldrei bera ljósið ofurliði. Nígería mun á endanum sigra,“ sagði Buhari, sem hefur heitið því að vinna bug á þeirri öryggisógn sem ríkir innan landamæra Nígeríu. Enn er óljóst hverjir árásarmennirnir voru og hver ástæða árásarinnar var. Mikil óreiða hefur ríkt í Nígeríu undanfarna áratugi og árásir sem þessar tíðar. Ondo hefur þó ávalt verið talið eitt öruggastsa hérað landsins. Undanfarin misseri hafa þó ofbeldisfullar deilur milli hirðingja og bænda tröllriðið héraðinu. Nígería Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Árásarmennirnir réðust inn í St. Francis kirkjuna í Ondo-héraði í dag þegar safnaðarmeðlimir komu þar saman í hvítasunnumessu. Meðal þeirra látnu eru börn að sögnOgunmolasuyi Oluwole, þingmanns. Þá numu árásarmennirnir prestinn á brott. Yfirvöld hafa enn ekki gefið það út hve margir féllu í árásinni en Adelegbe Timileyin, þingmaður Owo-svæðisins í neðri deild nígerska þingsins, sagði í samtali við AP að minnst fimmtíu hafi látist. Aðrir hafa sagt mannfallið vera enn meira. Myndbönd sem hafa birst á samfélagsmiðlum frá vettvangnum sýna safnaðarmeðlimi liggja í blóði sínu á kirkjugólfinu og aðra sem lifðu árásina af gráta sárum. Grunur er um að prestur kirkjunnar hafi verið numinn á brott af árásarmönnunum.AP Photo/Rahaman A Yusuf Muhammadu Buhari forseti Nígeríu sagði í yfirlýsingu í dag að aðeins „óvinir frá helvíti“ hefðu getað ímyndað sér og framkvæmd árás sem þessa. „Sama hvað þá mun þetta land aldrei bugast undan illu og vondu fólki, og myrkrið mun aldrei bera ljósið ofurliði. Nígería mun á endanum sigra,“ sagði Buhari, sem hefur heitið því að vinna bug á þeirri öryggisógn sem ríkir innan landamæra Nígeríu. Enn er óljóst hverjir árásarmennirnir voru og hver ástæða árásarinnar var. Mikil óreiða hefur ríkt í Nígeríu undanfarna áratugi og árásir sem þessar tíðar. Ondo hefur þó ávalt verið talið eitt öruggastsa hérað landsins. Undanfarin misseri hafa þó ofbeldisfullar deilur milli hirðingja og bænda tröllriðið héraðinu.
Nígería Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira